Listin að lifa - 01.10.2002, Qupperneq 43

Listin að lifa - 01.10.2002, Qupperneq 43
1 msk. púðursykur eða hunang 1 tsk. salt 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi (natron) 1/4 bolli hveitiklíð eða byggmjöl (1 dl) 1/4 bolli annað gróft mjöl eða korn (1 dl) kúmen eða rúsínur 1. Súrmjólk og egg þeytt saman. 2. Öllu þurrefni hrært saman við ásamt kúmeni eða rúsín- um ef vill. Deigið á að vera þykkt. 3. Tvö stór brauðmót eru smurð með matarolíu og brauð- mylsnu eða hveiti stráð í þau. 4. Deiginu er skipt í mótin og haframjöli eða semsamfræi stráð yfir til skrauts. 5. Bakað við 175 gráður í 45-50 mínútur. Leggið stykki yfir brauðin og kælið. Geymið í plastpoka. Frystið ef vill. Ég hlakka til að heyrafrá ykkur, St&injiwi&AáttÍA/, hússtjómarkeimari Heilnæmt í gönguferðina Aðalbjörg Stefánsdóttir er þekktur göngugarpur í Garðabæ. Hitt vita færri að hún er mikil áhugakona um heilsufæði. Hún fer á grasafjall og tínir sveppi úti í náttúranni og fleira sem til fellur. í litlum gróðurreit í garðinum sínum ræktar hún grænkál, brokoli, kryddjurtir, rófur og kartöflur. Fjalla- grös, kryddjurtir og kál þurrkar hún og notar í súpur og brauð. Það er búsældarlegt í eldhúsinu hjá Aðalbjörgu. Hvernig hreinsar hún fjallagrösin? „Ég grófhreinsa grösin og legg þau smástund í bleyti í kalt vatn. Hristi þau síðan mjög vel. Þau þorna fljótt á eldhúsborðinu. Síðan brýt ég þau niður og geymi í stóram glerkrakkum.” Þurrkun á grænkáli: Grænkálið er skorið af grófustu stönglunum. Síðan rifið smátt niður á bökunarplötur og þurrkað í blástursofni við 130-140 gráðu hita. „Yfirleitt er ég með 3^4 plötur inni í ofninum samtímis og færi þær til, en kálið má ekki hitna of mikið. Þurrkunartími er um 8-10 mínútur. Ég hef ofninn pínulítið opinn. Maður verður að þreifa sig áfram, bökunarofnar era misjafnir, en gætið vel að kálið dökkni ekki. Síðan geymi ég það í stóram gler- krakkum og nota í kjötsúpuna og grænkálsjafninginn yfir veturinn.” Nesti Aðalbjargar í langan göngutúr: Heilsubrauð, mikið af kæfu og íslenskt smjör. „Síðan er ég með pakka- súpur (3 minute noodles) og helli yfir þær heitu vatni. Hita- brúsi, lítill ketill og prímus rúmast vel í bakpokanum.” Aðalbjörg með nýja uppskeru af grænkáli úr garðinum sínum sem hún hefur fengið viðurkenningu fyrir. Ljósm. O.Sv.B. Heilsubrauðið hennar Aðalbjargar er svo orkugefandi að óhætt er að mæla með því. Hún var svo elskuleg að gefa okkur uppskrift. Heilsubrauð 1/2 kg hveiti 300 g heilhveiti 200 g rúgmjöl 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 1 hnefi fjallagrös 300 g bankabygg, grænar linsubaunir, sesam- og sólblóma- fræ (má leika sér með frætegundir eins og hver vill) 1 stórt blað af grænkáli eða 1 hnefi af þurrkuðu káli. 300—400 g súrmjólk rúsínur eftir smekk Fræin lögð í bleyti í sólarhring. Fjallagrösin lögð í bleyti og skoluð vel, síðan söxuð mjög fínt niður. Allt hrært sam- an og hnoðað upp í súrmjólkina. Bakað í 20 mínútur við 220 gráðu hita og 40 mínútur á 150 gráður. Aðalbjörg hefur líka notað fjörukál í brauðið. Eins má nota maríustakk og blóðberg (rosmarin). „Svo margt hægt að tína úti í náttúr- unni á sumrin,” segir hún. 43

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.