Listin að lifa - 01.10.2002, Side 45

Listin að lifa - 01.10.2002, Side 45
■ ■ al. ?• Það er gott að njóta birtunnar og græna gróðursins utandyra í sólskálanum. og umferðin minnir á götulíf á góð- viðrisdegi. Allir heilsa henni og spurja hvernig gangi með Markarholt. „Segðu lesendum að hér sé yndislegt samfélag,” segir ein konan. „Fólk byrjaði að blómstra upp á nýtt við að komast í öryggi á sínum heimaslóð- um,” segir Eygló og bætir við: „Það er nrjög mikilvægt að geta búið áfram í hverfinu sínu.” Umsóknir um íbúðir voru fleiri en Réttarholt gat annað. Eygló og félagið sóttu því um aðra lóð við hliðina fyrir alhliða þjónustu og íbúðir. „Lóð fyrir íbúðir fengunr við, en ekki lóð fyrir heilbrigðisþjónustu eins og við stefn- um að í Markarholti, en rannsóknir hafa margsannað að fólk getur haldið sér vel með markvissri endurhæfingu og þjálfun. Haustið ‘93 afhentum við svo 19 íbúðir í viðbót. Markarholt var stofnað 1997 til aö vinna meb eldra fólki og opinberum aðilum ab uppbyggingu og rekstri á heildarþjónustu og íbúöum fyrir aldraba á sama túnblettinum. í framhaldi af þessu stofnuðum við nýja félagið „Sjálfseignarstofnun Markarholt” haustið ‘97 og erurn nú með á þriðja hundrað manns á lista,” segir Eygló. „Við fengum lóðarfyrir- heit í Mörkinni vorið ‘99, en síðan hefur staðið á rekstrarleyfi fyrir hjúkr- unarheimili. Félagið þarf stóra lóð til að geta útfært mína hugmyndafræði. Nú er Reykjavíkurborg að ganga frá lóðinni, við höfum átt umsóknir í Framkvæmdasjóði aldraðra og rekstr- arleyfi fyrir hjúkrunarheimili og eygj- um nú góða von um að þetta sé að fá afgreiðslu.” Segðu okkur aðeins frá þinni hugmyndafræði. „Horfum fyrst á stöðuna. Aldraðir þurfa öflugri þjónustu, en vita eðlilega ekki fyrr en á reynir hvemig þjónustu- kerfið er og hvað mætti fara betur, svo að þeir geti dvalið lengur í heimahús- um. Margir hafa löngun og getu, en ís- lenska einstaklingshyggjan þar senr hver vinnur í sínu homi stendur líka í vegi fyrir hagkvæmari lausnum. Ég vil fá sem flesta til að vinna með okk- ur sem hafa kynnt sér þessi mál, fá sem flest sjónarmið.” Eygló sýnir drög af kringlulaga byggingu í nriðju grænu svæði. „Svona þjónustukringlu vil ég skapa utan um einstaklinginn,” segir hún. „Hér á hann að geta gengið inn, notið félagsskapar, fengið mat sérfræðinga á líkamlegri og andlegri getu sinni - og úrlausnir. Hér á hann að fá andlega og líkamlega örvun eins og þörf er á. Hugmyndafræöi og framtíöarsýn Markarholts speglast í óskum og væntingum einstaklinga um aö búa heima, en hafa aögang aö heildarþjónustu á sama túnblettinum, ef eitthvaö bjátar á. Ég vil ekki bara byggja eitt stykki hjúkrunarheimili, heldur vil ég sam- fellt þjónustukerfi með íbúðum, dag- vistun og sértækum úrræðum. Allt á að vinna saman, heimaþjónusta og heimahjúkrun, þjónustuíbúðir og sam- býli. Á meðan úrræðin eru svona tak- mörkuð, nær einstaklingurinn aldrei að byggja sig alveg upp. Það er erfitt að þjálfa fólk upp, ef það hefur beðið of lengi. Fólk á að fá að fara í heilsu- farslegt mat, eins og bíllinn fer í ár- lega skoðun! Það má stórbæta heimaþjónustu svo að fólk geti dvalið lengur heima. Ég vil fullreyna öll þjónustuúrræði í samstarfi við einstaklinginn áður en hann er kannski knúinn til að nota það dýrasta - hjúkrunarrýmið. Við áætlum að fyrstu íbúðir verði tilbúnar upp úr haustinu ‘04. íbúðirnar verða ekki seldar, en úthlutað í eins- konar búsetakerfi til að auðvelda fólki daglegan rekstur og viðhald, færa sig til í þjónustunni og losa um fjármagn. Auðvitað þarf að leggja fram eitthvað stofnfé, en boðið verður upp á ókeypis ráðgjöf frá þeim banka sem við mun- um semja við. Markarholt vil ég sjá sem blómleg- an byggðakjama fyrir aldraða á öllum aldri, sem yngra fólk hefði líka áhuga á að heimsækja - þjónustukjarna til bóta fyrir allt hverfið. Byggingar Markarholts munu standa miðsvæðis í borginni, stutt í gönguleiðir í Laugar- dal og Fossvogsdal. Markarholt býöur öllum sem hafa áhuga á aö gerast félagsmenn aö greiöa 2.500 kr. árgjald fyrir einstaklinga og hjón. 45

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.