Listin að lifa - 01.10.2002, Síða 52

Listin að lifa - 01.10.2002, Síða 52
Hugleiðingar IIIII starfið Oft hef ég verið spurbur ab því, hver sé stefna félaga eldri borgara varbandi greibslur Trygginga- stofnunar ríkisins til aldrabra og skattgreibslur. Þab hlýtur ab vera naubsynlegt fyrir okkur ab marka stefnu okkar, og ekki síst forgangsröbun á kröfum. Brýnustu atriði varðandi fjármál: 1. Eignaskattar af eigin íbúð sem aldr- aðir búa sjálfir í verði afnumdir strax að fullu, og fasteignaskattar sveitarfélaga verði enn frekar lækk- aðir. Þetta er hægt að gera á ýmsa vegu, sjá síðar. 2. T.R. verði gert skylt að sjá til þess að hver ellilífeyrisþegi, að meðtöld- um greiðslum úr lífeyrissjóðum eða beinum atvinnutekjum, hafi ekki lægri tekjur en 90.000 krónur á mánuði, og það skattfrjálst. 3. Til að ná þessu markmiði strax, þá verði til bráðabirgða ákveðið að all- ir skattar þeirra, sem hafa núna 90.000 í tekjur á mánuði eða lægri, verði felldir niður með endur- greiðslu skatta (skattabótum og hliðstæðum vaxtabótum), þar til viðunandi almennum persónuaf- slætti er náð. Þetta ætti ekki ein- göngu að ná til eldri borgara heldur allra skattgreiðenda, sem hafa þetta lágar tekjur. 4. Leyfilegar tekjur þeirra sem njóta tekjutryggingar verði hækkaðar í það minnsta í 60.000 krónur á mán- uði og efri mörk tekna hækkuð verulega. Röksemdir í stuttu máli: 1. Gífurleg hækkun á fasteignamati hefur komið illa niður á gömlu fólki, sem ennþá er að þrauka í eig- in íbúð, en hefur lágar tekjur. Þetta fólk er allt í einu farið að greiða eignaskatt, þótt það hafi ekki aukn- ar tekjur, bara vegna þess að ríkið hefur hækkað fasteignamat nánast að geðþótta, en ekki hækkað skatt- leysismörk til eignaskatts að sama skapi. Það þarf ekki stóra íbúð til þess að eignaskattur, brunabótaið- gjald og tilheyrandi skattar ásamt fasteignagjöldum til sveitarfélags nemi 15.000 krónum á mánuði. Þessi skattlagning er sú ranglátasta sem til er. Það er ekki nóg að lækka eigna- skattsprósentu um helming, aldrað- ir og aðrir tekjulágir greiða áfram eignaskatt þrátt fyrir það. Þess vegna er betra að ná því fram að skattfrjáls eign verði hækkuð veru- lega. Það má ákveða þá tölu þannig að ríkissjóður fái samt sem áður helming eignaskatts á næsta ári eins og áformað er. Eignaminni bæru þannig engan eignaskatt. Ég set þetta í fyrsta sæti, vegna þess að þetta er að mínu mati prófsteinn á það hvort ríkisstjórnin ætlar sér að koma til móts við lágtekjufólk, 2. Það er staðreynd að algjört lágmark ráðstöfunartekna einstaklings eru 90.000 krónur á mánuði. Hann borgar neysluskatta (virðisauka- skatt) af því sem hann kaupir, og það er ekki hægt að ætlast til þess að hann leggi meira en það til sam- félagsins. Aðrar röksemdir eru í raun óþarfar. 3. Endurgreiðsla skatta (skattabætur) er hugsuð sem bráðabirgðaráðstöf- un til þess að mæta mikilli neyð í dag, og verður við lýði þar til per- sónuafsláttur allra er orðinn viðun- andi. Að sjálfsögðu yrði að greiða stiglækkandi skattabætur til þeirra tekjuhærri, segjum á tekjubilinu 90.000 til 110.000 krónur á mán- uði. Samkvæmt yfirliti RSK voru álagðir skattar árið 2001 (Tekjuár 2000) á alla skattgreiðendur sem höfðu mánaðartekjur lægri en 87.500 alls 1100 milljónir króna. Þannig að þetta er ekki óviðráðan- leg upphæð fyrir ríkissjóð. Aldraðir borga sennilega rúman helming af þessum 1100 milljónum. Upphæðin lýsir því betur en nokkuð annað hvað bein skattheimta gengur nærri lágtekjufólki. 4. Eldri borgarar telja að þeir eigi inni hjá ríkisvaldinu ellilaun. Þau skerð- ast allt of mikið ef þeir reyna að afla sér einhverra tekna eða fái laun úr lífeyrissjóði, þegar þeir eru komnir á eftirlaun. Þeir eiga þá að- eins einn kost eftir - „að vinna svart” eins og kallað er. Þessu verð- ur að breyta, því að eldri borgarar hafa alla tíð verið löghlýðnustu borgarar og svört vinna fellur þeim ekki í geð. Aukin þátttaka aldraðra í atvinnulífinu skapar auknar skatttekjur og hækkun tekjumarka leggur raunhæfan grunn að fagurri hugsjón um sveigjanleg starfslok. Hið síðastnefnda atriði er í raun jafnmikilvægt og hin fyrri. ^éiuw c(jU(h>U(ndsson, 52

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.