Listin að lifa - 01.10.2002, Qupperneq 54

Listin að lifa - 01.10.2002, Qupperneq 54
FRÁ FEB í REYKJAVÍK: ALKORT spils, tígulkóngi, hjarta tvisti og lauffjórum. Að þcssu sinni koma hér myndir af næstu þrcmur gildum al- kortsins, það cr: spaðaáttu, hjartaníu og tígulníu. Er þctta gcrt til þcss m. a. að rifja upp spilagildin. Eins og þeir hafa tekið eftir, sem hafa kynnt sér alkort- ið, gilda þar allt aðrar reglur en í þeim spilum, sem flestir spila nú á dögum. Litur eða sort skiptir þar engu máli, svo sem er í vist og öðrum áþekkum spilum. Má þess vegna vera, að mörgum þyki alkortið ekki árenni- legt við fyrstu sýn. Sú er samt ekki raunin, þegar menn hafa gefið sér tíma til að kynna sér rækilega reglur þess og gildi spil- anna. Er því nauðsynlegt að setja hvort tveggja á minn- ið sem fyrst. Það gerðu einmitt þeir, sem hafa í nokkra vetur spilað alkort á hverjum þriðjudegi milli kl. 13.30 og 15.30 og „fara létt með það” eins og oft er sagt. Þetta segi ég ekki sízt vegna þess, að ýmsir hafa hitt mig á förnum vegi og jafnvel látið í Ijós við mig, að þeir vilji gjarnan kynnast alkorti nánar. En því miður hafa þeir enn látið það ógert. Ég hvet þá, sem lesa þessar línur og hafa gaman að spila, til að heimsækja okkur á þriðjudögum. Fyrst geta þeir setið hjá og horft á okkur spila, en síðan grípið svo sjálfir í spilið, enda nægir leiðbeinendur til þess. ‘jótv s4ðalsleituv cj(Uissan FRA FEB í REYKJAVÍK Söngelskir félagar athugið! Söngfélag FEB í Reykjavík hyggur á söngferð til Finnlands og Rússlands í júní 2003. Það er mjög spennandi að fá tækifæri til að heimsækja þessi lönd. Mikil kórahefð er í báðum löndunum og Islend- ingar syngja mikið af þeirra fallegu lögum. Kórinn vill gefa fleirum tækifæri til að syngja með í þessari ferð. Áhugasamir hafi samband við söngstjórann í símum 896 4916 og 554-4583. LEIÐRÉTTING í viðtali við Ragnheiði Guðmundsdóttur, í Heiðuhúsi, í síð- asta marsblaði kom sá misskilningur fram, að systir hennar Þórunn hafi staðið fyrir björgun gömlu eikarbátanna sem nú sigla með ferðamenn um Skjálfanda. Það var Hörður tengdasonur Þórunnar og bróðir hans sem áttu allan veg og vanda af þessu. Hins vegar gladdist hún yfir þessum fram- kvæmdum og fylgdist með af áhuga. VIDBÓT í ÞJÓNUSTUBÓK: Hársnyrtistofan Hárblik, Kleifarseli 18, veitir félagsmönn- um 15% af þjónustu. Athugið að panta tíma. Sími: 557-8180. Myndin, Ingólfsstræti 6, sími: 562-4344 og 552-7744, veitir 20% afslátt af filmum og framköllun. GULLKORItl umfæturna • Ég get ekki hugsað skýrt, þegar ég finn til í fótunum! Abraham Lincoln • Fóturinn er meistaraverk frá sjónarhorni vélvæðingar og einstætt listaverk. • Sársauka í fótum leiðir út um allan líkamann • Þegar við finnum til í fótunum, finnum við alls staðar til! Sókrates Eftir erfiðan, þreytandi dag er nauðsynlegt að vera góður við fæturna til að tryggja væran nætursvefn. Gott er að blanda eftirfarandi í volga fótabaðið: 2 msk. bökunarsódi eða epson salt; 5 dropar lavenderolía 3-5 dropar af sítrónuolíu; nokkrar sítrónu- og appelsínu- sneiðar eða kreista safa úr ávöxtunum út í vatnið. 54

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.