Frjáls verslun - 01.01.2011, Side 58
58 FRJÁLS VERSLUN 1.tbl.2011
RÁÐSTEFNULANDIÐ ÍSLAND
HANN TELUR T.D. MIKILVÆGT að líta á
vægi ráðstefna og skipulagðra viðburða fyrir
ferðaþjónustuna í heild. Jafnvel þeir veitinga
aðilar sem komi ekki beint að ákveðnum
við burðum geti með einhverjum hætti
tengst þeim og allir notið góðs af.
„Veitingahúsaflóran í miðbænum gæti
blómstrað með þessum hætti; þ.e. ef vakin
yrði athygli á heildinni. Þá þyrfti ekki hver
og einn rekstraraðili að leggja til aur og
vera með auglýsingar, heldur gæti mögu
lega verið nokkurs konar miðstjórn sem
héldi utan um heildina. Þannig myndu þeir,
sem reka litla veitingastaði eða verslun og
þjónustu víðs vegar í borginni, sameinast
við að þjónusta ráðstefnugesti. Í þeim til
gangi að laða gesti til landsins þurfum við
að standa öll saman, stór sem smá, í stað
þess að bauka hver í sínu horni. Hestaleig
ur, hvalaskoðun og menningargöngur
myndu halda sinni sérstöðu þótt þeir aðilar
ferða þjónustunnar myndu tengjast með
einhverjum hætti.“
Jakobi finnst æskilegt að sama yrði upp á
ten ingnum á landsbyggðinni:
„Þegar ákveðið hótel vill vekja athygli á sér
þarf í raun einnig að minna á héraðið sjálft
og ýmsa möguleika fyrir ráðstefnu gesti. Það
er allt í lagi að maðurinn á næsta bæ sé líka
með sína ferðaþjónustu; það er um að gera
að vekja athygli á honum líka.“
Sérstaða getur haldist innan samstöðu
„Ég er er til dæmis þeirrar skoðunar að
rangt sé að takmarka hversu mörg veitinga
hús eru við tilteknar götur í Reykjavík; mér
væri sama þótt öll húsin hér í Lækjargötu
væru veitingahús, það ógnar mér ekki
neitt. Hver hefur sína sérstöðu. Þá myndu
málin þróast á þann veg að fólk hugsar:
„Lækjargatan, jú, það er gatan þar sem allir
veitingastaðirnir eru. Förum þangað í há
deginu og ef fullt er á einum stað förum við
á annan.“ Ísland er svo sannarlega spenn
andi til ráðstefnuhalds. En við þurfum
að auka fagmennsku í ferðaþjónustunni
og gera meiri kröfur til starfsmannanna.
Það er ekki nóg að brosa og segja gakktu í
bæinn, reyndar er það ósköp huggulegt og
sætt, en það þarf stundum meira til.
Það er of mikið lagt upp úr því að ráða
svokallaða aðstoð á veitingahúsin. Þótt
ég væri leikmaður myndi ég finna að það
skorti meiri fagmennsku í bransann, það
þarf að leggja áherslu á að meistarar taki
nema og kenni þeim. Og Íslendingar þurfa
að læra að bera virðingu fyrir þjónust
unni.“
Auka þarf fagmennsku í ferðaþjónustunni
Jakob Jakobsson, eigandi Jómfrúrinnar í Lækjargötu, er þeirrar skoðunar
að ef ætlunin er að Ísland verði ráðstefnuland þá verði allir í ferðaþjónust-
unni að leggjast á eitt.
Jakob Jakobsson
veitingamaður:
LÆKJARGATAN, ÞAR SEM ALLIR VEITINGASTAÐIRNIR ERU!
Jakob Jakobsson, veitingamaður á Jómfrúnni, telur mikilvægt að líta á vægi ráðstefna og skipulagðra
viðburða fyrir veitingageirann í heild.
„Í þeim tilgangi að laða gesti til landsins þurfum við að standa öll
saman, stór sem smá, í stað þess að bauka hver í sínu horni.“
Dægurmálin rædd í hádeginu á Jómfrúnni. Jómfrúartorgið á góðum degi. Skildi í þessum hóp vera ráðstefnugestir að
skoða borgarlífið.