Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Page 49

Frjáls verslun - 01.03.2010, Page 49
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 49 H E R F E R Ð I N H erferðin gekk vonum framar og er næst áhrifa rík asta herferð sem keyrð hefur verið hér á landi frá því að mælingar hófust. Her ferðin er sú þriðja í röðinni hér á landi til að vekja athygli á krabba meini í körlum. Karlar tóku við sér gagnvart málefninu og söfn uðu yfir varar­ skeggi og leituðu eftir áheitum á Netinu, með nælusölu og í sjón varpsþætti helguðum herferðinni. Krabbameinsfélag Ísland stóð að söfnuninni þar sem 70 milljónir króna söfnuðust – auk þess sem athygli var vakin á krabbameini hjá körlum. Yfirleitt hefur verið einblínt á krabbamein hjá konum. „Til þessa hafa karlar verið langt á eftir konum hvað varðar um fjöllun, þekkingu og vitund um hættuna sem stafar af krabba meini. Herferðin átti að vekja athygli karlmanna á mikil­ vægi þess að þekkja einkenni krabba meina og að um ræðan sé ekki feimnismál. Við karlmenn er um óttalegar teprur stundum,“ segir Gústaf Gúst afs son, markaðs­ og fjár öflunar­ stjóri Krabbameinsfélags Íslands. Þau stóðu að átakinu: Bjarki Þór Eliason frá TM Software, Frosti Jónsson frá Birtingahúsinu, Gústaf Gústafsson, markaðs- og fjáröflunarstjóri Krabbameinsfélags Íslands, Árni Þórður Jónsson ráðgjafi hjá Athygli, Ingvi Jökull Logason, framkvæmdastjóri H:N Markaðssamskipta og Bryndís Nielsen ráðgjafi hjá Athygli. Á myndina vantar Brynjar Kristjánsson frá TM Software. AUGLÝSINGAHERFERÐIN MOTTU MARS: Herferðin er talin næstáhrifaríkasta herferð sem keyrð hefur verið hér á landi frá því að mælingar hófust.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.