Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Side 64

Frjáls verslun - 01.03.2010, Side 64
64 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 A C D EB Við munum síðar á árinu kynna Kids Parliament formlega í New York eða Mið ­Austurlöndum. Við erum í náinni samvinnu við Sam­ einuðu þjóðirnar þar sem við styrkjum menntun barna og jafn rétti kvenna hjá þeim og höfum verið að kynna samtökin víðs vegar, til dæmis á United Nations Economic and Social Council í New York og The 3rd World Congress of Muslim Philanthopists ­ Building a better world í Doha í Qatar. Ég ferðast mikið á vegum samtakanna og tek þátt í mörgum alþjóðlegum samkomum til að kynna þau.“ Hendrikka hefur síðustu ár sótt morgunverðarfund í boði bandaríska lög gjafarþingsins sem haldinn er árlega í Washington. Fundurinn kallast The National Prayer Breakfast þar sem Bandaríkjaforseti og um 200 manns víða að úr heiminum koma saman, þeirra á meðal nokkrir þjóðar­ leiðtogar. „Þetta eru mjög uppbyggjandi og áhugaverðir fundir,“ segir Hend­ rikka. „Þetta er vettvangur fyrir þjóðarleiðtoga og forystumenn í félags­ legu tilliti og í viðskiptum til að spjalla saman og byggja upp neta tengsl.“ RIKKA OG TÖFRAHRINGURINN Á ÍSLANDI Hendrikka hefur skrifað sína fyrstu barnabók, Rikka og töfrahringurinn á Íslandi, sem kemur bæði út á ensku og íslensku. Hún hafði æskuárin á Íslandi í huga við bókarskrifin en hún segir að þá hafi hún oft velt því fyrir sér hvernig hinn stóri heimur liti út. „Þegar ég skoðaði myndir og tákn frá fjarlægum löndum hungraði mig að vita meira um fólkið, menninguna og hefðir þeirra landa sem ég myndi heimsækja á fullorðinsárum. Þetta er bók um Rikku og töfra­ hringinn á Íslandi. Þegar hringurinn verður fjólublár má segja að Rikka og vinkona hennar ferðist á milli staða. Bókin bregður upp fyrir lesandanum öllu því sem gerir heimsókn til undralandsins Íslands skemmtilegt fyrir börn. Ef bókin skapar löng un hjá smáfólkinu til að ferðast um landið og erlendum krökkum að heim­ sækja landið síðar á ævinni þá hefur hún náð tilgangi sínum og gert þau meðvitaðri um fjölbreytta menningu og hefðir sem gera þennan heim okkar svona ævintýralega spennandi.“ Um er að ræða fyrstu bókina í bókaröð af svipuðum toga sem ætlað er að „kanna“ þau lönd sem Hendrikka hefur búið í – svo sem Indland, Japan og Rússland. „Hvert þessara landa býr yfir sínum sérkennum og fjölþættri menn­ ingu sem ætlunin er að rannsaka og segja frá í myndum og ævintýrum Rikku og vina hennar.“ Hendrikka gefur öll sín höfundarlaun til góðgerðarsjóðs Kids Parlia­ ment sem munu styrkja námsmenn til háskólanáms á Íslandi. Þá munu Vildarbörn njóta góðs af sölunni þar sem bókin fæst í Saga Boutique. TENGSLANETIÐ Tengslanet Hendrikku er víðfemt. „Tengslanet og þekking á notkun þess er hið mikilvægasta í viðskiptaumhverfi nútímans. Það að kynnast nýju fólki opnar ný tækifæri en mikilvægastur er hæfileikinn að skiptast á skoðunum við kollega og að geta útskýrt hugmyndafræði mína fyrir viðskiptavinum. Með skoðanaskiptum verða til nýjar hug myndir og auk inn skilningur. Að skiptast á skoðunum við kollega mína eða fara á skartgripakaupstefnur skerpir oft sköpunarmátt minn og hvetur mig til að hanna nýja hluti. Þar sem líf mitt snýst um hönnun þykir mér sannarlega ánægjulegt að ræða hönnunarferlið við viðskiptavini mína. Ég hef komist að því að fólki þykir afar áhugavert að heyra hvernig hugmynd sem kviknar innra með mér verður síðan að hálsmeni eða eyrnalokkum. Í gegnum tengslanet hagnast allir aðilar og geta þannig stofnað til hnattrænna tjáskipta sem mikil þörf er fyrir. Að vera með gott tengslanet getur auðveldað fólki að ná settu marki fyrr.“ H Ö N N U N „Við einblínum meðal annars mikið á menntun barna, jafnrétti kvenna í þróunarlöndunum, frumkvöðlastarfsemi og list sköpun.“ A. Hendrikka og Albert Mónakófursti. Hún gaf 18 karata demantshring á uppboði á The Better World Awards 2008 í Mónakó. B. Hendrikka Waage og Bono Í U2 C. Hendrikka og Kerry Kennedy eru saman í samtökunum Kids Parliament. D. Leikkonan Geena Davis, Mr. Amir Dossal og Hendrikka á fundi hjá Sameinuðu þjóðunum í New York þar sem Kids Parliament voru kynnt. E. Hendrikka og Sheikha Aisha bint Faleh Al­Thani sem situr í fræðsluráði í Qatar en hún sótti þar fund sem forseti Kids Parliament.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.