Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Síða 66

Frjáls verslun - 01.03.2010, Síða 66
66 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 Gyðja Collection. Kron by Kronkron. Logo 69. MKM. Fjórar ungar, íslenskar konur hafa skapað sér nafn; þær hanna skó og selja. Í sumum tilfellum minna skórnir á listaverk. Enginn er striginn; það er gengið á þessum listaverkum. Þær selja hönnun sína á alþjóðavísu. Ævintýri gerast stundum í ferðalögum til fjarlægra landa. Það upplifði Sigrún Lilja Guðjónsdóttir fyrir fjórum árum þegar hún var í Egypta landi. Hún var stödd í verslun, dáðist að leður vör unum þar og í ljós kom að starfsmennirnir framleiddu vör urnar sjálfir. Hún ákvað að prófa sjálf og nokkrum dögum síðar var búið að framleiða stígvél og tösku sem hún hafði hannað. Þegar heim frá Egyptalandi kom skráði Sigrún Lilja sig á námskeið hjá Brautargengi en hún segist hafa reynt að nýta sér öll þau góðu námskeið sem í boði eru hér á landi í kringum við skipti og útflutning fyrir frumkvöðla. Þar var hún látin gera við­ skiptaáætlun og í kjölfarið kom í ljós hvort hugmynd hennar um framleiðslu á leðurvörum var raunhæf eða ekki. Hugmyndin var komin – Gyðja Collection; skór, töskur og aðrir fylgihlutir. „Ég fór strax að huga að útflutningi og fór í verkefni hjá Út flutningsráði sem heitir Útflutningsaukning og hagvöxtur. Valin eru 8–10 fyrirtæki til að taka þátt í níu mánaða verkefni og er farið vel í þá þætti sem snúa að sölu og markaðssetningu er lendis. Hvert fyrirtæki fær til liðs við sig ráðgjafa sem er með góða reynslu úr viðskiptalífinu og auk þess greina nem­ endur í meistaranámi í alþjóða markaðsfræðum við Háskóla Íslands mark aðinn og skoða hvar ákjósanlegast sé að hefjast handa. Þetta er frábært verkefni sem hefur hjálpað mér mikið í því sem ég er að gera. Núna er ég í framhaldsverkefni á vegum Út flutningsráðs sem heitir Útstím en þá fær maður ráðgjafa á mark aðssvæðinu sem fyrirtækið hugar að því að fara inn á. Ég er líka í Viðskiptasmiðjunni hjá Klaki í Háskólanum í Reykjavík. Það er frumkvöðlanám og þar fær maður góða kennslu í frum­ kvöðlafræði. Þar starfa ég með ráðgjafa úr við skiptalífinu sem aðstoðar mig til að skoða dæmið ýtarlega á alla kanta.“ BJARTSÝN OG JÁKVÆÐ Sigrún Lilja stofnaði hönnunarlínuna Gyðja Collection. Skór, töskur og aðrir fylgi hlutir í merkinu fást á heimasíðunni gydja.is auk þess sem hönnun Sigrúnar Lilju er seld hér á landi í Steinari Waage og í Bandaríkjunum. Þess má geta að hún á í viðræðum við forsvarsmenn verslana í fleiri löndum og er með fólk til að vinna fyrir sig verkefni í Los Angeles, New York og París. „Dags daglega er ég með um 5–8 starfsmenn sem vinna fyrir Gyðju Collection á einn eða annan hátt.“ Nýir markaðir og ný tækifæri bíða. Sigrún Lilja var fyrr á þessu ári í viðskiptaferð um ýmis lönd til að kynna sér nýjustu strauma og stefnur í hönn­ unargeiranum og vinna í markaðssetningu. Í ferð inni fór hún á tískuvikur í nokkrum borgum í Bandaríkjunum og sótti ýmsa tísku viðburði. Þá voru vörur frá Gyðja Collection sýndar á vörusýningu í Las Vegas. „Það sem hefur skipt hvað mestu máli hjá mér er að vera bjartsýn og jákvæð; sjá frekar verkefni en hindranir og vera þolin móð og gefast ekki upp þó að á móti blási. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að maður er að fjárfesta í fyrirtækinu með botn lausri vinnu. Þess vegna er nauðsynlegt að hafa mikla ástríðu fyrir því sem maður gerir og einlæga trú á fyrirtækinu.“ Þegar Sigrún Lilja er spurð hvað þurfi að hafa í huga til að fyrirtæki beri sig í dag segir hún: „Það þarf að fara mjög varlega og hvert skref þarf að vera vel ígrundað. Ég hef farið þá leið að hafa viðskiptamódelið létt og yfirbygginguna eins litla og mögulegt er. Ég hef reynt að halda föstum kostnaði í lágmarki. En auðvitað er það ekki hægt í öllum tilfellum. Ég tel þó lykil­ atriði að huga vel að öllum föstum kostnaði sem lagt er í auk þess sem markaðssetning skiptir lykilmáli.“ „Ég reyni þó að horfa á þessa tíma með jákvæðum augum. Ég ætla að nota tímann sem mest í markaðssetningu og uppbyggingu á merkinu og svo þegar réttist úr kútnum stefni ég á að merkið eigi greiða leið inn á markaðina.“ H Ö N N U N SKÆÐIN SEM ÞEIRRA STRIGI SIGRÚN LILJA GUÐJÓNSDÓTTIR TEXTI: SVAVA JÓNSDÓTTIR MYNDIR: ÝMSIR.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.