Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 67

Frjáls verslun - 01.03.2010, Blaðsíða 67
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 67 Sigrún Lilja segir að í dag þurfi að hafa meira fyrir því en áður að fá fjármagn og sanna sig betur; forgangsröðun hvað varðar fjármagn skipti miklu máli og ekki sé hægt að taka eins mikla áhættu. „Kaupendur fara varlega og því taka hlutirnir lengri tíma. Ég reyni þó að horfa á þessa tíma með jákvæðum augum. Ég ætla að nota tímann sem mest í mark aðssetningu og upp bygg­ ingu á merkinu og svo þegar réttist úr kútnum stefni ég á að merkið eigi greiða leið inn á markaðina.“ ANITA BRIEM, KYLIE MINOGUE OG PARIS HILTON Hvað varðar áherslur í hönnuninni segir Sigrún Lilja: „Skemmti­ legir og áberandi litir, kristallar, steinar og framandi hráefni með elegant yfirbragði og vönduðum frágangi. Allar vörur frá Gyðju eru handunnar og úr bestu fáanlegu hráefnum. Ég var að bæta við í nýjustu línuna íslensku roði sem stendur svo sannarlega fyrir sínu. Það vakti til að mynda mikla athygli á sýningu í Las Vegas fyrir stuttu. Ég nota mikið af framandi efnum svo sem snákaskinn og ýmis leður.“ Að sögu Sigrúnar Lilju er Gyðja Collection fáguð lúxuslína með skemmtilegu glamúr yfirbragði. Þær eru nokkrar stjörnunar sem hafa gengið í skóm frá Gyðja Collection eða verið með veski og aðra aukahluti. „Aníta Briem var fyrsta stjarnan til að ganga í skóm frá Gyðju á rauða dregl­ inum og hefur hún verið mikill stuðningur við merkið. Eftir að markaðssetning hófst erlendis fóru fleiri stjörnur að sýna merkinu áhuga og má þar nefna Kylie Minogue og Paris Hilton. Þetta er ákveðin viðurkenning fyrir Gyðju og getur haft mikið að segja fyrir markaðssetninguna. Fleiri stjörnur hafa sýnt áhuga og pantað vörur úr línunni.“ Hvað skyldi einkenna góða skó? „Gott snið, réttur halli, góður stuðn ingur undir ilina, sterkur sóli og gott hráefni.“ Hvað ætli skór séu í huga skóhönnuðarins? „Skór fyrir mér er fylgi hlutur sem aldrei er hægt að eiga nóg af og maður getur safnað skóm og meira að segja sett upp á hillu til sýnis. Það er hægt að klæðast elegant, svörtum kjól og leika sér svo að því vera í mis munandi skóm sem búa til heildarútlitið. Það er hægt að gera ýmsar tísku yfir lýs ingar með skóm.“ Hugrún Árnadóttir nam fatahönnun í Studio Bercot í París og útskrifaðist árið 2000; þess má geta að í náminu var lögð áhersla á heildina – fatnað og skó. Þegar heim kom opnaði hún skóverslunina Kron við Laugaveg og fjórum árum síðar opnaði hún fataverslunina Kronkron. Það var síðan í október árið 2008 sem hennar eigin skólína, Kron by Kronkron, fór á markað; þess má geta að hún hannar skóna með manninum sínum, Magna Þorsteinssyni. Skórnir eru seldir í verslununum tveimur og auk þess á Spáni, í Danmörku, Noregi, Hollandi, Frakklandi, Bandaríkjunum, Kína, Taiwan, Hong Kong, Kóreu, og Japan. Það hefur gengið vel að koma skónum á framfæri. „Það hafa verið mjög spennandi tímar hjá okkur síðan línan kom á markað. Auðvitað er samkeppni alltaf til staðar en í okkar tilfelli er það þá ekki beinlínis við önnur skómerki þar sem hönnunin gerir vöruna sér á báti. Þetta verður frekar spurning um val hvers og eins.“ Skórnir eru handgerðir á gamla mátann á Spáni og koma 40 manns að hverju skópari. Fyrir utan hönnunina þarf Hugrún jú að fylgja framleiðslunni eftir. „Að mörgu þarf að huga ef vel skal takast. Að sjálfsögðu þarf hönnunin að eiga sér pláss á markaðnum, verksmiðjan þarf að vera pottþétt í sínu sambandi við gæði framleiðslunnar og áreiðanleg þegar kemur að tíma­ setningu. Svo er það sjálft söluferlið og kynn ingarstarfsemin sem gengur allt árið en með áherslu á tveimur tímabilum sem skiptir miklu máli og þar þarf að passa upp á að hlutirnir séu gerðir rétt.“ Hugrún sækir tískuvikur helstu stór borganna. Tískuvikan í París er sú mikilvægasta og segist Hugrún vera ánægð með árang urinn sem hlotist hefur af kynn ingunni þar. SKIPULAG OG MEIRA SKIPULAG Hvernig ætli sé fyrir hönnuð að samtvinna hönnunina og svo rekstur fyrirtækis? „Það getur verið ansi snúið. Þegar mikið er að gera á öllum vígstöðvum og allt þarf að gerast undireins, þá getur stundum verið flókið að kúpla sig út og taka upp teiknipennann. En þetta nær samt að ganga upp. Skipulag og meira skipulag er það sem þá gildir.“ Hvert skyldi vera viðskiptalega leyndarmálið til að allt gangi upp? „Dugnaður, einbeitni og þrautseigja er það sem þarf. Ætli það sé ekki eins að byggja upp fyrirtæki eins og að byggja hús; grunnurinn þarf að vera sterkur, veggirnir vel byggðir og lagnirnar á réttum stöðum.“ Tólf manns eru í vinnu hjá Hugrúnu. „Fyrir­ tækið, Kron ehf, er tíu ára og hefur tekið sín skref með hæfi­ legu millibili og ég er ánægð með þróunina. Í dag er Kron með tvær verslanir í Reykjavík, tvær netverslanir og árlega koma tvær Kron by Kronkron skólínur. Langtímamarkmiðið er að heildar­ Hugrún Árnadóttir. „Það hafa verið mjög spennandi tímar hjá okkur síðan línan kom á markað. Auðvitað er samkeppni alltaf til staðar en í okkar tilfelli er það þá ekki beinlínis við önnur skómerki þar sem hönnunin gerir vöruna sér á báti.“ H Ö N N U N HUGRÚN ÁRNADÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.