Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2010, Page 72

Frjáls verslun - 01.03.2010, Page 72
72 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 1 0 Rain Dear er hönnunarfyrirtæki sem stefnir á heims markað. Fyrirtækið framleiðir hátískuregn fatnað fyrir konur. Í hönnuninni er lögð áhersla á að taka tillit til sérstöðu þeirra og líkamsgerðar. Fyrirtækið leggur áherslu á nýsköpun í efnis gerð og sníðagerð. Fegurðin í hug myndinni felst í að gefa kon um frelsi til þess að stíga út úr stöðl uðum ímyndarheimi hátísk unnar.“ AF HVERJU AÐ BÚA TIL FATAHÖNNUNARFYRIRTÆKI? „Fatahönnun er góður „business“ ef farið er rétt að hlutunum. Það eru margar góðar fyrirmyndir bæði hérlendis og erlendis. Hérlendis hafa nokkur fyrirtæki, eins og Elm, Nikita og Ander­ sen&Lauth náð góðum árangri og blómstrað í sínu fagi. Er lendis eru einnig mörg fyrirtæki í fatahönnunarbransanum búin að marka sér sess í viðskiptalífinu. Við höfum verið dug legar við að leita til íslensku fyrirtækjanna eftir ráðgjöf, sem er ómet anlegt fyrir okkur. Ekkert jafnast á við raunverulega og lif andi reynslu.“ Það hlýtur að vera erfitt að búa til nýtt fyrirtæki á þessum markaði? „Við kynntumst við rekstur hönnunarverslunarinnar Verk­ smiðj unnar. Fyrstu frumgerðir að fatalínu voru gerðar árið 2007. Vegna ytri aðstæðna í samfélaginu var hins vegar erfiðara að komast af stað með framleiðslu en áætlað var. Það var mikið gæfu spor að við fórum í Viðskiptasmiðjuna – Hraðbraut nýrra fyrir tækja, þar sem við gáfum okkur tíma til þess að hugsa um ímynd og við­ skiptamódel. Viðskiptasmiðjan hefur skipt öllu máli við uppbyggingu á Rain Dear. Áður vorum við með allan fókus á vörunni og því sem að henni snýr. Í Viðskiptasmiðjunni fengum við nýja sýn. Með því að pakka hlutunum inn í réttar umbúðir geta fyrir tæki komið sér vel fyrir á markaði, jafnvel með vöru sem er sambærileg mörg um öðrum. Þau lykilatriði sem við teljum að þurfa að vera í lagi áður en haldið er með vöruna á markað eru: Sterk og trúverðug ímynd, góður undirbúningur hvað varðar upp­ byggingu þekkingar og hæfni, myndrænt efni, „lookbook“ og heimasíða, öflugt tengslanet og að framleiðsla og dreifing sé í lagi.“ Hver er viðskiptahugmynd Rain Dear? „Viðskiptahugmynd Rain Dear er að selja ímynd; ímynd virð­ ingar, alúðar og jöfnuðar. Hugmyndin er að konur sem nota vöruna upplifi sig fallegar, fágaðar og séu meðvitaðar um eigin styrk. Þær bera regnkápuna með stolti og vita að með því eru þær að sýna samfélagslega ábyrgð. Efnistökin eru nýstárleg en um leið kunnugleg og sjónrænt falleg. Kápan höfðar til ólíkra kvenna vegna fjölbreytileika í efnis­ og sníðagerð. Mikil þróunarvinna hefur verið lögð í efnisgerð vörunnar og er útkoman óteljandi möguleikar í mörgum útfærslum á sjón­ ræn um regnfatnaði. Fyrirtækið mun verða í stöðugri þróun og leggja áherslu að þróa vöruna og vörumerkið.“ HVER ERU NÆSTU SKREF? „Við lítum fram á bjarta daga í náinni framtíð, komnar með frábæran liðsauka í markaðsmálin. Við getum því einbeitt okkur meira að hönnunar og framleiðsluferlinu. Vegna sérhæfingar hefur varan að miklu leyti verið þróuð með framleiðendum. Framleiðsluþátturinn hefur verið þyngsti þátturinn í þróunar­ ferlinu og ekki fullbúin enn. Erum við í þróunarvinnu með aðil um á Ítalíu og Indlandi. Sérstaða vörunnar er vafalaust styrkur og ekki er vitað um neitt fyrirtæki á markaðinum með sam bærilega vöru. Vöntun á fjármagni inn í fyrirtækið hefur áhrif á gang mála, en með skýrri sýn, mikilli vinnu og hjálp Viðskiptasmiðjunar er fyrirtækið nú að verða tilbúið að leita til fjárfesta. Framtíðin verður skemmtileg vinna því ástríðan er til staðar, við erum með gott fólk með okkur, getum ekki beðið eftir að nota allt sem við erum búnar að læra í Viðskiptasmiðjunni úti í hinu raun­ verulega lífi. Svo skemmir ekki fyrir að vera með frábæra vöru.“ Heiða Eiríksdóttir og Þorbjörg Valdimarsdóttir hönnuðir. „Viðskipta hug mynd Rain Dear er að selja ímynd; ímynd virðingar, alúðar og jöfnuðar.“ HEIÐA OG ÞORBJÖRG Í RAIN DEAR: Heiða Eiríksdóttir og Þorbjörg Valdimarsdóttir hafa byggt upp nýja ímynd og fatalínu með Rain Dear HÁTÍSKUREGNFATNAÐ FYRIR KONUR H Ö N N U N Mynd: Geir Ólafsson.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.