Frjáls verslun - 01.01.2008, Síða 85
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 85
fundir og ráðstefnur
eftirminnileg ráðstefna:
Landsfundur breska
Verkamannaflokksins
„einu sinni var mér kennd sú regla að sækja aldrei ráðstefnur
sem ég vissi að fjölmiðlar myndu fjalla um því það væri miklu
fljótlegra að lesa um hvað gerðist á ráðstefnunni en að sitja
hana,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylk
ingarinnar. „Þetta á auðvitað ekki við allar ráðstefnur því
sumar þeirra þarf að upplifa. ein slík ráðstefna var landsfundur
breska Verkamannaflokksins sem ég sótti síðastliðið haust.
Um var að ræða fyrsta landsfund flokksins undir forystu gor
dons Brown sem tók við af
Tony Blair. Stemmningin
var eftir því og var hið póli
tíska sjónarspil í hávegum
haft. alls sóttu um 15 þús
und manns landsfundinn,
þar af 300 erlendir gestir.
Þeir komu frá öllum heims
hornum og var sérstaklega nefnt í ræðu á þinginu að þeir
kæmu meira að segja frá Íslandi og Írak. Önnur eftirminnileg
ráðstefna var ráðstefna alþjóðaþingmannasambandsins. Það
var sérstök tilfinning að sitja í sama sal og þingmenn frá
kamerún, kólumbíu og kína. allt í einu var eins og heimurinn
hefði minnkað til muna.“
kristín guðmundsdóttir:
Með Giuliani í golfi
rudy giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í new york, kom hingað
til lands í boði Símans þegar haldið var upp á 100 ára afmæli
fyrirtækisins í september árið 2006. meðan á heimsókn hans
stóð sýndi hann mikinn áhuga á að komast í golf og varð úr
að kristín guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Skiptum,
tók að sér að fara með honum og eiginkonu hans í golf í graf
arholti en golf er eitt af áhugamálum kristínar.
Haldið var upp í grafarholt þar sem formaður og fram
kvæmdastjóri klúbbsins tóku á móti giuliani og frú sem fengu
lánaðar golfkylfur á staðnum; þess má geta að tveir lífverðir
fylgdu þeim og voru þeir að sögn kristínar mjög stressaðir þar
sem giuliani átti að vera
mættur í móttöku í Höfða
og á Bessastöðum.
„Hann hafði gaman af
þessu,“ segir kristín sem
segir þau hjón þokkalega
góð í golfi. „Tími giulianis
var knappur og höfðu þau aðeins tíma til að spila þrjár holur
en þau skemmtu sér greinilega mjög vel.“
kristín segir það vera vinsælt víða um heim að bjóða fólki
í golf þar sem oft gefist gott næði til að ræða viðskipti. „Það
er ekki óalgengt að menn finni lausn á flóknum viðskiptasamn
ingum úti á golfvelli þar sem aðstæður eru oft einstakar með
tilliti til náttúrufegurðar og þess að komast í hressandi útiveru
og líkamsrækt, gjarnan í frábærum félagsskap. mér finnst það
svolítið sérstakt að það er eiginlega bara skemmtilegt og lífs
glatt fólk sem stundar golf og ég held að giuliani og frú séu í
þeim hópi, hitt fólkið er að gera eitthvað annað!“
Það er ekki óalgengt
að menn finni lausn á
flóknum viðskiptasamn
ingum úti á golfvelli.
Gestur Jónsson, formaður G.R., Rudy Giuliani og frú og Kristín
Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Skiptum,
Ágúst Ólafur
Ágústsson,
varaformaður
Samfylkingarinnar.
sérstaklega var nefnt
að ráðstefnuna sóttu
meira að segja Íslend
ingar og Írakar.