Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 113
Hér á landi er fjöldi útlendinga sem
starfar meðal annars við afgreiðslu á
veitingastöðum, sem þernur á hótelum
og rútubílstjórar; fjöldi þeirra hefur
margfaldast á nokkrum árum. María Guð
mundsdóttir, upplýsinga
og fræðslufulltrúi hjá Sam
tökum ferðaþjónustunnar,
bendir á að þessi hópur
er yfirleitt ekki með mikla
menntun.
Boðið er upp á íslensku
nám fyrir útlendinga. ,,Við
viljum styrkja starfstengda
íslensku og að fólkið aðlagist þjóðfélag
inu. Við þurfum að gera allt til að gera
erlent vinnuafl að hæfari starfsmönnum;
það er álag á þeim Íslendingum sem
vinna með útlendingum en þeir þurfa
auk starfsins að aðstoða þá. Fyrirtæki
geta sótt um styrki til menntamálaráðu
neytisins og starfsmenntasjóða vegan
íslenskunámsins. Nýtt grunnnám, „Færni
í ferðaþjónustu“, er nú í boði fyrir þá
sem minnsta menntun
hafa, en námið gerir ráð
fyrir 60 stunda námi, sem
skipt er upp í 20 klukku
stunda lotur, en fyrsti hluti
námsins nýtist til dæmis
sem grunnnámskeið fyrir
nýliða og sumarstarfsfólk.
Námið er metið til fimm
eininga á framhaldsskólastigi.
Það er mikilvægt að sinna fræðslu og
færniuppbyggingu starfsfólks í ferðaþjón
ustu enda er það grundvöllur arðsemi og
samkeppnishæfni í greininni.“
Hvernig á að halda góða ræðu?
Hafðu gaman af
„Það sem kemur fyrst upp í hugann er að ræðumaður þarf að hafa
gott vald á tungumálinu og þekkja vel viðfangsefnið hverju sinni.
Ræðumaður þarf síðan að huga að þrennu upphafi, miðju og loka
orðum ræðunnar og ég held að allar ræður falli undir þessa þætti.
Miklu máli skiptir að upphafið sé grípandi til þess að fanga áheyr
endur, sem og lokaorð ræðunnar því þau lifa lengst.
Ræðumaður þarf að huga að málnotkun,
stuttar setningar eru áhrifameiri en langar. Vísur
og margskonar myndlíkingar geta verið skemmti
legar og vísandi en þær krefjast þess að ræðu
maður hafi afar gott vald á tungumálinu.
Framkoma og framsögn ræðumanns skiptir
líka afar miklu máli. Áherslur, raddbeiting,
handahreyfingar og augnsamband við áheyrendur eru þættir sem hver
ræðumaður þarf að hafa í huga. Bros, svipbrigði í andliti eða andartaks
þögn geta skipt sköpum.
En síðast en ekki síst þá er góð ræð frekar stutt en löng og ræðu
maður hefur gaman af flutningi hennar.“
Framkoma og
framsögn ræðu-
manns skiptir líka
afar miklu máli.
Það er mikilvægt
að sinna fræðslu
og færniuppbygg-
ingu starfsfólks í
ferðaþjónustu
RagnheiðurRíkharðsdóttiralþingismaður.
Útlendingar í ferðaþjónustu á Íslandi:
Íslenskunám fyrir útlendinga
MaríaGuðmundsdóttir,upplýsinga-
ogfræðslufulltrúihjáSamtökum
ferðaþjónustunnar.
Fundir og ráðsteFnur
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 113