Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 114
114 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8
K
YN
N
IN
G
HP er nr. 1 í sölu Bladelausna í heiminum.*
c3000 Shorty Bladelausn
- Minnkar kaplanotkun um allt að 94%
- Lækkar kostnað við uppsetningu og umsjón
- Allt að 33% betri nýting á rými
- Minnkar orkunotkun um allt að 30%
- Hentar fyrirtækjum sem eru með tvo eða fleiri netþjóna
Opin kerfi ehf. • Höfðabakka 9 • 110 Reykjavík • Sími 570 1000 • Fax 570 1001 • www.ok.is
P
IP
A
R
• S
ÍA
• 8
0
2
8
8
Loksins Blade netþjónar fyrir lítil
og meðalstór fyrirtæki
* IDC Q2 2007 World Wide Data
Ein er nóg
Opin kerfi er leiðandi fyrirtæki í upplýsingatækni á Íslandi. Fyrirtækið sérhæfir sig í sölu tölvu- og samskiptabúnaðar, auk ráðgjafar og þjónustu. Opin kerfi eru umboðs- og
þjónustuaðili Hewlett Packard, sem er stærsta upplýsingatæknifyr-
irtæki í heimi. Hewlett Packard braut á síðasta ári blað í upplýsinga-
tæknisögunni með því að verða fyrsta upplýsingatæknifyrirtækið
með ársveltu yfir 100 milljarða dollara. Auk þess selja Opin kerfi
og annast þjónustu á búnaði frá Cisco, Nortel,
Linksys og ýmsum öðrum birgjum. Opin kerfi
eru Microsoft Gold Partner og einn stærsti sölu-
og þjónustuaðili Microsoft á Íslandi. Þá er fyrir-
tækið leiðandi í Unix/Linux lausnum.
Í desember síðastliðnum var samþykkt að
sameina Opin kerfi og Titan undir nafni Opinna
kerfa. Hjá sameinuðu félagi munu starfa um 130
starfsmenn og gert er ráð fyrir að velta félagsins
verði rúmir 4 milljarðar króna á árinu 2008.
Gunnar Guðjónsson er framkvæmdastjóri
rekstrarlausna Opinna kerfa og segir hann mikinn tíma hafa farið
í sameininguna: „Nú er verið að sameina tvö félög sem hafa verið í
harðri samkeppni og það þarf að fara að gát svo vel fari. Við sjáum
fyrir endann á þessu ferli og nýtt skipurit hefur litið dagsins ljós. Með
nýju skipuriti stillum við af lausnaframboð sameinaðs félags gagnvart
markaðinum og verðum beittari en fyrr.“
Rekstur Opinna kerfa er víðtækur og á mörgum sviðum: „Í rekstr-
arlausnum þjónum við fjölmörgum viðskiptavinum, jafnt á fyrir-
tækja- sem einstaklingsmarkaði. Við horfum til langtíma sambands
við viðskiptavini. Þannig getum við boðið lausnir sem eru klæðskera-
saumaðar eftir þörfum, hvort sem um er að ræða sölu og þjónustu á
hefðbundnum búnaði, útvistun verkefna, ráðgjöf
og kennslu eða hverja aðra þjónustu sem Opin
kerfi bjóða.
Til að sinna þjónustu við einstaklinga og
minni félög rekum við verslun við Höfðabakka.
Þar er lögð rík áhersla á afburðaþjónustu og vöru-
framboðið er sniðið að þörfum þessa hóps.“
Gunnar segir að samruninn treysti tvímæla-
laust stoðir félagsins í harðri samkeppni sem
ríkir á upplýsingatæknimarkaðinum: „Sam-
einað félag hefur alla burði til að setjast í öku-
mannssætið og skila viðskiptavinum þeim virðisauka sem þeir leita
að. Hjá okkur starfar landslið sérfræðinga og næstu mánuðir munu
einkennast af því að fara með stærra og öflugra félag í markaðssókn
inn á skilgreinda markaðshluta.“
Opin kerfi ehf.:
spennandi tímar framundan
hjá sameinuðu félagi
Hjá okkur starfar landslið
sérfræðinga og næstu
mánuðir munu einkenn-
ast af því að fara með
stærra og öflugra félag
í markaðssókn inn á skil-
greinda markaðshluta.
GunnarGuðjónssonerframkvæmdastjórirekstrarlausnaOpinnakerfa.