Frjáls verslun - 01.01.2008, Blaðsíða 125
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 0 8 125
Þ
að tekur þrjú skipti að kenna fólki að mæta á
réttum tíma,“ var það fyrsta sem árangursþjálf
arinn Jack Canfield sagði við áhorfendur sína í
Háskólabíói laugardaginn 2. febrúar síðastliðinn.
Hann hafði þá beðið í hálftíma fram yfir áður
tilkynntan tíma á meðan óstundvísir íslenskir gestir námsstefn
unnar tíndust í salinn. „Hvernig ætti að vera hægt að koma á
heimsfriði ef ekki er hægt að fá 200 manns til að mæta á réttum
tíma?“ hélt hann áfram.
Canfield kom til Íslands á vegum fyrirtækisins New Vision.
Hann er menntaður í sálfræði
og kennslufræði og vann einmitt
lengi við kennslu. Hann kenndi
meðal annars sjálfsstyrkingu og
notaði sannar dæmisögur mikið í
kennslu sinni. Hann safnaði síðan
dæmisögunum saman ásamt Mark
Victor Hansen og úr varð met
sölubókin Súpa fyrir sálina sem
kom út árið 1993. Bókin var sú
fyrsta af mörgum tugum bóka í sam
nefndum bókaflokki.
Canfield hefur einnig gefið út fjölmargar bækur um sjálfs
styrkingu og árangurssálfræði auk hljóð og myndefnis. Hann
er Íslendingum þó sennilega helst kunnur fyrir þátttöku sína í
kvikmyndinni The Secret, þar sem hann rekur þær raunir sem
hann og Mark Victor Hansen gengu í gegnum þegar þeir voru
að reyna að fá fyrstu bókina í bókaflokknum sínum gefna út
og segir frá því hvernig honum tókst að ná velgengni.
Það var einmitt bókin The Success Principles, sem á íslensku
mætti kalla „Lögmál velgengninnar“, sem var uppistaðan á
námsstefnunni í Háskólabíói. Í henni er að finna mjög ýtarlega
umfjöllun um margt það sem hæst ber í þeim fræðum sem lúta
að því hvernig ná megi hámarksárangri.
„Það þarf að lesa bókina þrisvar sinnum á tveimur árum,“
sagði Canfield við áhorfendur í Háskólabíói „og tileinka sér
hvert og eitt lögmál“. Hann sagði að flest værum við föst í
viðjum vanans og að vaninn viðhéldi sama ástandi. Ef við
vildum fá meira út úr lífinu yrðum við hins vegar að byrja á því
að breyta einhverju.
Hann sagðist sjálfur kunna
hraðlestur og nota hann mikið,
en sagði hann ekki duga til þegar
að því kæmi að tileinka sér það
sem maður læsi og því dygði ekki
að lesa bókina einu sinni, heldur
minnst þrisvar. Hann sagði lestur
bóka og það að læra af öðrum afar
mikilvægt og nefndi einnig margar
aðrar bækur sem hann mælti með
og sagði ómetanlegar fyrir þá sem
stefndu á að ná árangri.
„Velgengni er hópíþrótt,“ sagði Canfield og lét áhorfendur
endurtaka, til að leggja áherslu á að ekki væri hægt að ná
velgengni einsamall. Hann sagði tengslanet gríðarlega mikil
vægt og að algeng mistök væru að nota ekki námsstefnur sem
þessa til þess að kynnast fólki og afla sér tengsla. Skortur á
góðu tengslaneti annars vegar og fé hins vegar væri það sem
Frábær Jack canField:
„Velgengni
er hópíÞrótt“
Jack Canfield
textI: helga dís sigurðardóttir • MYNdIr: geir ólafsson
S t j ó r n u n - j a c k c a n F i E l d
höfuðinntakið í kennslu Canfields
á ráðstefnunni snerist um mikil
vægi þess að trúa á sjálfan sig og
sjá fyrir sér árangur. hann talaði
m.a. um mikilvægi úthalds, að láta
fáeinar neitanir eða erfiðleika
ekki slá sig út af laginu.