Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.2009, Page 120

Frjáls verslun - 01.09.2009, Page 120
120 F R J Á L S V E R S L U N • 8 . - 9 . T B L . 2 0 0 9 S T j ó R N u N E ngin ein einföld skilgreining er til á hugtakinu gæðastjórnun. Sennilega er þó algengast að tengja gæði við uppfyllingu væntinga og þarfa viðskiptavina og er gæðastjórnun þá samheiti yfir þær aðferðir sem beitt er til að uppfylla þær þarfir og væntingar. Í því getur m.a. falist að til staðar sé skipulagt gæðaeftirlit, skilgreindir ferlar og stöðugt umbótastarf til að tryggja gæði þeirrar vöru og þjónustu sem fyrirtækið býður. æðstu stjórnendur og gæðastjórnun Þó að hægt sé að tala um nokkra mismunandi skóla í gæðastjórnun má segja að þeir eigi allir eitt sameiginlegt og það er sú áhersla sem þeir leggja á kerfishugsun. Í Framsækinni stjórnun segir: „Fyrirtæki eru í eðli sínu kerfi og útkoman úr kerfinu, eða árangur fyrirtækisins, ræðst að stórum hluta af því hversu vel fólkinu sem þar vinnur tekst að sinna hlutverkum sínum, að vinna að markmiðum fyrirtækisins.“ Æðstu stjórnendur eru því í lykilhlutverkum þegar gæðastjórnun er annars vegar. Þeir bera ábyrgð á því að allir starfsmenn fyrirtækisins, hvar sem þeir eru og hvert sem þeirra hlutverk er, vinni sem ein heild. Samkvæmt gæðastjórnun er því hlutverk æðstu stjórnenda að: Móta stefnu fyrirtækisins. Skilgreina árangursþætti og lykilferli. Koma upp stjórnskipulagi. Vera leiðtogar – veita starfsmönnum innblástur. Þarna leggur höfundur áherslu á mikilvægi þess fyrir æðstu stjórnendur að þekkja kerfishugsun og að hafa skilning á mannlegu eðli. Hvað eru gæði? Í hugum flestra er Rolls Royce meiri gæðabifreið en Skoda. En skyldi það vera svo með augum gæðastjórnunar? Nei, gæðastjórnun lítur málið öðrum augum og gerir ráð fyrir að gæðin ráðist ávallt af óskum viðskiptavinarins. Ef maður á meðallaunum hyggur á bílakaup þá eru gæði Rolls Royce bifreiðar ekki réttu gæðin fyrir hann. Aftur á móti eru fjölmargir aðrir bílaframleiðendur sem framleiða réttu gæðin fyrir hann. Þess vegna verður fyrirtækið ávallt að byrja á að skilgreina hverjir eru viðskiptavinir þess, hver eru einkenni þeirra og að hverju eru þeir að leita. En þó að fyrirtækið búi yfir þessum upplýsingum um viðskiptavininn er það alls ekki nóg. Fyrirtækið verður að vera í stakk búið til að framleiða þá vöru og þjónustu sem viðskiptavinurinn kýs, í þeim gæðum sem hann þarf. Einungis með þeim hætti getur fyrirtækið boðið viðskiptavinum sínum rétt gæði. Hér má líka taka dæmið um einnota hanskann. Býr einnota hanski yfir meiri gæðum ef hægt er að nota hann tvisvar? Nei, samkvæmt gæðastjórnun myndu gæði einnota hanska ráðast af því hvort hann stæðist það að vera notaður einu sinni. Stöðugar umbætur Stöðugar umbætur er eitt af elstu einkennum gæðastjórnunar. Umbótahugsunin hefur einnig verið innleidd á fjölmörgum öðrum sviðum stjórnunar. Umbótaferlið er án efa ein þekktasta aðferð gæðastjórnunar og oft nefnd PDCA-hringurinn. Aðferðina má nota við úrlausn margvíslegra verkefna af ólíkum uppruna. Höfundur kaflans um gæðastjórnun skrifar eftirfarandi um PDCA-hringinn: pdCA-hringurinn PDCA-hringurinn byggist á fjórum eftirfarandi atriðum: Skipuleggja1. (e. plan): Greina tækifæri og skipuleggja breytingar. TExTI: martha árnadóttir Martha Árnadóttir skrifar hér um gæðastjórnun og styðst við bókina Framsækin stjórnun sem kom út árið 2006. Árangurinn í gæðastjórnun ræðst að stórum hluta af því hversu skipulega starfsmenn sinna hlutverkum sínum og vinna að markmiðum fyrirtækisins. GæÐA- STjóRNuN A c t C hec k P lan Do
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.