Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 8
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 9
að í raun séu fá takmörk sett varðandi efni sem hýst er, hugmyndin
er hinsvegar að minnka fjárfestingu fyrirtækja í tölvubúnaði og gera
rekstur kerfa skilvirkari: „Það gefur auga leið að hagstæðara er fyrir
fyrirtæki að leigja hugbúnað gegn mánaðargjaldi í stað þess að kaupa
hann því með slíku fyrirkomulagi fá menn alltaf nýjustu útgáfurnar
og allar öryggisuppfærslur eru tryggðar. Hvað varðar öryggi þá fórnar
TAS aldrei öryggi fyrir hagnaðarsjónarmið. Tækjasalur TAS er búinn
fullkomnu kælikerfi, rafstöð og varaaflgjöfum ásamt mannaðri vakt
allan sólarhringinn. Öryggi er því eins gott og kostur er.“
Rekstrarþjónusta
Rekstrarþjónusta TAS byggir á mikilli reynslu starfsmanna og er sú
reynsla meðal annars fólgin í rekstri flókinna kerfa: „Rekstrarþjónusta
þarf ekki að vera bundin við landamæri heldur gefur hún möguleika
á að því að vaxa með fyrirtækjum sem hafa starfsstöðvar erlendis.
Við erum með sólarhringsvakt í rekstrarþjónustu og að sama skapi
hefur félagið eftirlit með þeim tölvukerfum sem hýst eru í kerfisrými
fyrirtækisins. Með því að gera þjónustusamning geta menn litið á sér-
fræðinga TAS sem sína tölvudeild.“
TAS er með endursölusamninga við flesta hugbúnaðarframleið-
endur í heiminum, má þar nefna Microsoft og Symantec, og auk þess
getur fyrirtækið útvegað flestallan hugbúnað sem atvinnulífið þarfnast:
„Frá því að TAS kom á markaðinn höfum við jafnt og þétt verið að
bæta við okkur viðskiptavinum sem voru hjá öðrum þjónustuaðilum,
við þá sem fyrir eru. Við erum að taka til okkar ríkisstofnanir, stétt-
arfélög, lögfræðistofur og endurskoðunarstofur og þegar á heildina er
litið er okkar viðskiptamannahópur stór og fjölbreyttur.“
Markvisst unnið að lækkun rekstrarkostnaðar
„Fyrirtækin hafa séð að með TAS sem bakhjarl í þessum málum lækka
þau rekstrarkostnaðinn markvisst. Við erum að gera fyrirtækjum
tilboð sem eru 20% lægri og jafnvel meira, en fólk borgar í dag. Við
getum það vegna þess að við erum lítið skuldsettir og getum þarafleið-
andi boðið lægra verð. Staðan er erfið og eins og við vitum eru nánast
öll fyrirtæki í sparnaðarhugleiðingum. Það er því nauðsynlegt í þessu
árferði að vera samkeppnisfær um verð.“
Sigurður er að lokum spurður hvort einhverjar nýjungar séu
framundan hjá TAS: „Við erum að skoða um þessar mundir, með
Mircrosoft á Íslandi, að hefja endursölu á glænýjum viðskiptahug-
búnaði sem hefur verið reyndur í Danmörku. Hann heitir Microsoft
Dynamics C5 og er hluti af viðskiptalausnum Microsoft. Með C5 er
viðskiptavinurinn kominn með fullskipað viðskiptakerfi. á borð við
Axapta frá Microsoft sem stendur mjög framarlega í þessum geira og
er eitt besta forrit sem hægt er að fá í reksturinn. C5 er sérstaklega
hugsað fyrir minni fyrirtæki, einyrkja, félagasamtök og er á mjög
góðu verði, en samt sem áður fullskipað viðskiptakerfi. Með C5 er
hægt að fjárfesta í fullkomnu viðskiptakerfi fyrir minni peninga og
við komum til með að selja C5, þjónusta kerfið og aðlaga það að
þörfum hvers eins.“
Síðumúla 11
Reykjavík
Sími: 412 1400
Netfang: hjalp@tas.is
Netsíða: www.tas.is
„Við viljum vera slökkvilið atvinnulífsins,“ segir Sigurður Álfhildarson,
framkvæmdastjóri TAS.
Sá sem kaupir af okkur þjónustu
fær sinn viðskiptastjóra innan
fyrirtækisins sem hægt er að hafa
samband við hvenær sem er allan
sólarhringinn. Sé um næturvinnu
að ræða fer beiðnin úr símanúmeri
hans á bakvaktina þannig að aldrei
á að verða nein bið.