Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 30

Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 30
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 31 ríkja jafnvægi sem oft raskast við rekstur banka. Áhætta einstaklinga lendir á ríkinu,“ segir Henriksen. „EES-samningurinn auðveldar bönkum að koma upp alþjóðlegum rekstri og taka áhættu. Þetta notfærðu íslensku bankamennirnir sér en ekki þeir norsku,“ segir Henriksen. „En EES-samningurinn bannar ekki stjórnvöldum að grípa inn í og stöðva vöxtinn. Seðlabanki hvers lands getur meinað bönkunum að vaxa of mikið og neita að ábyrgjast meira en Seðlabankinn hefur burði til.“ Henriksen vill einnig bera saman ríkisfjármál á Íslandi og í Nor- egi. Í báðum löndum hafa komið inn auknar tekjur í ríkissjóð síðustu ár. Á Íslandi í formi skatttekna af fjármálastarfsemi, í Noregi vegna hás olíuverðs. Fyrstu áhrif þessa eru að erlendar skuldir hverfa en á Íslandi voru skatttekjurnar notaðar til að auka umsvif ríkisins. Í Nor- egi hefur bróðurpartur olíupeninganna verið tekinn úr umferð og lagður í sjóð. Að þessu leyti einnig hafa Norðmenn verið betur undir það búnir að mæta kreppunni: Í meira en áratug hefur það verið stefna stjórn- valda að hagkerfið verði ekki háð óstöðugum tekjum. varaði við bólunni sumarið 2005 Thore Johnsen, prófessor við Verslunarháskólann í Björgvin, hefur einnig sýnt atburðunum á Íslandi áhuga og skrifað um íslensku bankana. Hann hefur þó þá sérstöðu að hafa varað við stöðu íslensku bankanna meðan allt virtist leika í lyndi. Það var þegar þáverandi Íslandsbanki – síðar Glitnir – sótti um að fá að kaupa Kreditbakann og BNbanka í Noregi. Norska fjármálaeft- irlitið spurði prófessorinn álits og hann taldi stöðu Íslandsbanka, sem og Kaupþings og Landsbanka Íslands, varhugaverða. Svar prófessorsins lak til fjölmiðla sumarið 2005 og olli uppnámi. Höfuðrökin voru að eigið fé íslensku bankana væri ótraust og þeir óvarðir fyrir áföllum á fjármálamarkaði. Á þessum tíma var mikið rætt um krosseignatengsl í íslenska bankakerfinu: Allir áttu í öllum. Síðar var reynt að greiða úr þessu en eftir sem áður voru bankarnir nátengdir: Allir skulduðu nú öllum. Thore benti einnig á að nánast öll félög á hlutabréfamarkaði í Reykjavík væru í höndum sömu manna, erlendir fjárfestar sýndu bönkunum ekki áhuga og því væri ólíklegt að þeir gætu sótt sér nýtt eigið fé ef vandi steðjaði að. Þess vegna taldi hann að íslensku bankarnir stæðu verr að vígi þegar sumarið 2005 en álíka stórir bankar í öðrum nálægum löndum. Hann ráðlagði Fjármálaeftirlitinu norska að mæla gegn sölu á Kred- itbankanum og BNbank til Íslandsbanka. spilaborg Íslensku bankarnir voru þó á þessum tíma ekki orðnir risastórir í samanburði við íslenskt efnahagslíf. En þeir voru að mati prófessors- ins þá þegar orðnir of stórir fyrir hlutabréfamarkaðinn í Reykjavík og vanbúnir til að mæta áföllum. Og prófessorinn notaði fyrstur mann orðið „spilaborg“ um íslensku bankana. Þessum rökum var öllum vísað á bug á Íslandi. Norska fjármálaeftirlitið virtist hins vegar í greinargerð sinni fallast á rökin en taldi samt hættandi á að Íslandsbanki keypti banka í Nor- egi. Síðar hefur komið á daginn að Thore Johnsen hafði á réttu að standa. Þrír fjórðu verðmæta í Kauphöllinni í Reykjavík þurrkaðist út þegar bankarnir féllu. Þetta var spilaborg. Núna hálfu fjórða ári síðar segist Thore Johnsen enn hneykslaður á að enginn á Íslandi virtist hafa áhuga á að læra af bankabólum sem áður höfðu komið upp í öðrum löndum, þar á meðal Noregi. „Öll einkenni dæmigerðrar bankabólu voru augljós öllum sem vildu sjá þegar árið 2005,“ segir Johnsen. „Ég man að það varð heilmikill hvellur þegar álit mitt til norska fjármálaeftirlitsins varð opinbert. Ég var alls ekki einn um að sjá þetta en samt vildi enginn hlusta og bankarnir héldu áfram að þenjast út á lánsfé.“ norðmenn enn hræddir En hvað hafa Norðmenn gert öðruvísi en Íslendingar í rekstri sinna banka síðustu ár? Hlutfall fjármálaþjónustu af verðamætasköpun Ísland Noregur Heimild: dagens Næringsliv, SSb, Hagstofa Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.