Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 73
74 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8
K
YN
N
IN
G
Bókaútgáfan Salka var stofnuð árið 2000 og hefur stækkað ört síðan.
Forlagið hefur skapað sér sérstöðu
á íslenskum bókamarkaði sem
kvennaforlag með heitt hjarta og
stóra sál. Höfuðáhersla er lögð á
útgáfu vandaðra bóka um og fyrir
konur. Meðal titla þetta árið má
nefna íslensku bækurnar María
Magdalena, Hvar er systir mín og
Til baka; þýddum metsölubók-
um eins og Borða, biðja, elska og
Síðasta fyrirlestrinum hefur líka
verið geysivel tekið og Salka er
að prenta meira af metsölubók
Auðar A. Ólafsdóttur, Afleggjar-
anum, sem nýverið var tilnefnd til
Bókmenntaverðalauna Norður-
landaráðs.
Hildur Hermóðsdóttir er eig-
andi og framkvæmdastjóri bóka-
útgáfunnar Sölku:
Er einhver sérstök kvenna-
menning í kringum ákveðnar
gerðir af bókum?
,,Konur leita bæði í vandaðar
sjálfsræktarbækur og skáldsögur,
enda eru þær ekki síður upp-
byggjandi. Stundum skapast líka
ákveðin kvennamenning í kring-
um bækur. Til dæmis er hrein-
lega að myndast kvennahreyf-
ing í kringum dagatalsbókina
okkar, Konur eiga orðið allan
ársins hring 2009. Það eru hvorki
meira né minna en rúmlega 80
konur á bak við bókina sem
hjálpar ekki bara upp á skipu-
lagið heldur örvar sköpunargleð-
ina með líflegum hugrenningum
og fallegum myndum. Sölku er
mikill fengur að þessum konum;
þær vísa okkur veginn að vissu
marki, og vegna þeirra rötum við
oftar en ekki á titla sem hitta í
hjartastað.“
Er Salka bjartsýn og
hugumstór í kreppunni?
,,Já, sannarlega. Bókin á sterkar
rætur í þjóðarsálinni og þegar
kreppir að held ég einmitt að
fólk leiti í bækur. Það er alltaf
hægt að finna bók við hæfi hvers
einstaklings, með því að gefa
bók geturðu sent hvers kyns
skilaboð; uppörvað, sýnt vináttu,
ást og samstöðu eða gefið fræð-
andi efni. Það skapast alltaf mikil
stemning í kringum bækur um
þetta leyti og Salka hefur aldrei
selt fleiri bækur á jólamarkaði en
einmitt nú. Það stefnir í metár
hjá okkur.“
Hildur Hermóðsdóttir er eigandi og framkvæmdastjóri Bókaútgáfunnar Sölku.
Salka
STóRHUGa KVENNaFORLaG
www.salkaforlag.is
Dagatalsbókin í fyrra sló í gegn !
Handhæg og töff með myndskreyttum
hugleiðingum eftir konur um allt
milli himins og jarðar.
Bók sem örvar sköpunargleði
og hugmyndaflæði, ásamt því
að halda utan um skipulagið
í annríkinu.
Bók sem veitir þér innblástur.
Nú er tími nýrra hugmynda!
Þetta er bók ...
• handa þér; hún veitir innblástur og svigrúm
fyrir þínar eigin hugmyndir.
• handa starfsfólkinu þínu til að uppörva það
og hjálpa því að útfæra hugmyndir þess og
framkvæma þær.
• handa viðskiptafélögum þínum og vinum, til að
benda þeim á hversu skapandi og drífandi þú ert!
Hluti af ágóða sölu bókarinnar rennur til
rannsókna á þunglyndi kvenna á Íslandi.
Fredrik Härén (f. 1968) er afkastamikill rithöfundur,
hann var valinn fyrirlesari ársins í Svíþjóð 2007.
Konur_Hugmynd_mix.indd 1 12/4/08 11:18:19 AM
„Bókin á sterkar rætur
í þjóðarsálinni og þegar
kreppir að held ég ein-
mitt að fólk leiti í bækur.“