Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 58

Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 58
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 59 Hulda Gunnlaugsdóttir: „Maður borðar gamaldags mat á aðfangadags- kvöld í Noregi,“ segir Hulda og líkir því við íslensku þorramatshefðina. Hulda Gunnlaugsdóttir Gamaldags matur og ákavíti Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans, bjó í Noregi í 19 ár. Hún er gift norskum manni og eiga þau fjögur börn til samans. Hvað varðar jólamatinn segir Hulda hefðir fara eftir því hvar í landinu fólk býr. Hún bjó í Ósló og vandist því að borða á aðfangadagskvöld steiktan svínahrygg, kjötkökur, medisterpylsur og kartöflur. „Maður borðar gamaldags mat á aðfangadagskvöld í Noregi,“ segir Hulda og líkir því við íslensku þorramatshefðina. Í eftirrétt vandist hún á að borða múltuber með þeyttum rjóma. Hvað drykki varðar segir Hulda Norðmenn gjarnan drekka ákavíti og jólabjór á aðfangadagskvöld og fannst henni það í fyrstu skrýtið að boðið sé upp á áfengi þetta kvöld. eiginmaður Huldu býr enn í Noregi og verður hún þar í landi um jólin. Íslenskt hangikjöt verður í farangrinum. Þess má geta að jólin í Noregi eru hringd inn klukkan fimm og er fjölskyldan vön að fara í messu sem hefst klukkan fjögur. Ingvar Sigurðsson. „Að loknu borðhaldi spjalla menn saman og halda síðan til klefa sinna og skoða jóla- gjafir sem þeir hafa tekið með sér að heiman og hringja síðan í sína nánustu.“ Ingvar Sigurðsson Jólin um borð („Fá skip eru á sjó um jólin, nánast engin fiskiskip en nokkur fraktskip.“ Ingvar Sigurðsson, framkvæmdastjóri skiparekstrardeildar hjá eimskip, segir að um 30 sjómenn, sem starfa hjá fyrirtækinu, verði á sjónum um jólin og áramótin. Aðrir verða heima þar sem tvö skip verða við bryggju hér á landi yfir jólin. Ýmislegt er gert um borð til að skapa jólastemningu. „Þegar skip eru úti á sjó um jólin þá gengur allt sinn vanagang; menn ganga sínar vaktir og sinna störfum sínum. Jólatré er sett upp og skreytt til hátíðabrigða og þegar líður að aðfangadagskvöldi fara skipverjar í sín betri föt og mæta flestir í borðsalinn þar sem kokkurinn ber fram kræsingar eða hinn hefðbundna jólamat. Þeir sem eru á vakt í brúnni þurfa að sinna skyldum sínum en eru leystir af eftir að aðrir eru búnir að borða. Að loknu borðhaldi spjalla menn saman og halda síðan til klefa sinna og skoða jólagjafir sem þeir hafa tekið með sér að heiman og hringja síðan í sína nánustu.“ Á árum áður sóttust nemendur Sjómannaskólans eftir að fá afleysingar á skipunum um jól og áramót en í dag eru föst áhafnarskipti um borð svo lítið er um það. Jólin koma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.