Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 41
42 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 Þrátt fyrir að rafræn gögn verði sífellt fyrirferðarmeiri hjá dæmigerðum starfsmanni í þekkingargeiranum er pappírinn enn drjúgur og verður það áfram um sinn. Til að ná yfirhöndinni í pappírsflóðinu þarf kerfi til að taka á móti gögnum og beina þeim í gegnum hverja vinnustöðina á fætur annarri þar sem nota á gögnin og vinna með þau. Hér á eftir fylgja nokkur góð ráð sem ættu að gera öllum, hversu óskipulagðir sem þeir eru, fært að ná yfirhöndinni í pappírsflóðinu í eitt skipti fyrir öll. Flestum nægir hálftími til þrjú korter til að taka til á skrifborðinu Ef ástæðu skortir til að finna sér tíma í tiltektina er gott að minnast þess að mesta hættan við óreiðuna er að mikilvæg verkefni hreinlega gleymist og týnist í draslinu. Þegar seinna er minnst á viðkomandi verkefni tekur oft drjúgan tíma að finna það. Samkvæmt bandarískri könnun eyðir venjulegur skrifstofumaður að meðaltali sex vikum á ári í að leita að gögnum. Yfirleitt fer ekki mikill tími í hverja einstaka leit en mín- úturnar safnast saman og verða að mörgum klukkutímum, dögum og vikum. Ástæður þess að gögn safnast saman á borðum eru ýmsar og ekki eiga sömu skýr- ingar við hjá öllum. Mjög algengt er að starfsmenn skilji gögn eftir í augsýn á borð- inu til að gleyma ekki að bregðast við verk- efninu sem gögnunum fylgja. Áður en fólk veit af er hver bunkinn af öðrum farinn að taka sér bólfestu á skrifborðinu og fátt hreyfist. Algengt er að slíkum borðum fylgi ofnotkun á post-it miðum í öllum litum. Á hverjum miða eru einhver orð, stutt skilaboð, símanúmer eða tölur. Allt eru þetta áminningar um ólokin verkefni og reyndin sú að starfsmenn verða hreinlega þreyttir af því að horfa á gögnin. Afkastagetan minnkar dag frá degi og áhyggjur af óloknum verk- efnum hrannast upp með tilheyrandi streitu, þreytu og pirringi. Sú einfalda stefnumótun að halda hreinu borði mun hafa í för með sér mikla vinnslu á verkefnum þar sem fjölmörgum er lokið en önnur fara í skilgreindan farveg þar sem vinnslu þeirra er lokið. Þetta sjá allir góðir stjórnendur heim- ila glöggt. Gildir þá einu hvort horft er á eldhúsið eða þvottahúsið. Þar er heilmikil hreyfing á hlutum og ef ekki er gætt að því að koma öllu í farveg jafnóðum flæðir hratt yfir. Ef verkefnið er að elda mat þá þarf að tína til eitt og annað til þess, bera það fram og ganga síðan frá. Skipulag í eldhúsi er þannig að hægt er að ganga nán- ast inn á hvaða heimili sem er, ekki bara á Íslandi, út um heim allan og finna hratt og vel kaffibolla í skáp. Skipulag þessara hluta er nánast eins hvar sem er. Þegar kemur að vinnunni eru hins vegar allir með sitt eigið skipulag þannig að nánast er útilokað að finna nokkurn hlut ef starfmaður er veikur, í fríi eða hættir störfum. Til að bæta úr óreiðunni er til mjög einfalt bakkakerfi sem allir geta nýtt sér. Tekinn er frá tími á dagatalinu til að laga til á skrifborð- TExTi: gunnar jónatansson • MynD: geir ólafsson S T j ó R n u n Hamingjan FELST Í HREinu SKRiFBORði Sú einfalda stefnumótun að halda hreinu skrifborði mun hafa í för með sér aukna afkastagetu og stóraukna skipu- lagningu við vinnslu verkefna. Samkvæmt bandarískri könnun eyðir venjulegur skrifstofumaður að meðaltali sex vikum á ári í að leita að gögnum. „Það tekur meðal- skrifstofumanninn að meðaltali sex vikur á ári að leita að gögnum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.