Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 52

Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 52
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 53 Eitt ár er síðan Jón Steindór Valdimars-son tók við starfi framkvæmdastjóra SI. Hann er þó enginn nýgræðingur hjá SI því þar hefur hann starfað í 20 ár, lengst af sem aðstoðarframkvæmdastjóri. Jón Steindór er lögfræðingur að mennt, fæddur og uppalinn á Akureyri, kvæntur og á þrjár uppkomnar dætur. Hvernig horfir ástandið í efnahags- og atvinnulífinu við þér um þessar mundir? „Ástæðulaust er að draga fjöður yfir að íslenskt þjóðfélag hefur orðið fyrir miklum hremmingum sem munu setja mark sitt á flesta þætti þjóðlífsins á næstu misserum. Við höfum orðið fyrir miklu tjóni, beðið álitshnekki og sjálfsmynd okkar sem þjóðar hefur orðið fyrir áfalli. Úr þessu þurfum við að vinna og ég er sannfærður um að okkur mun takast það. Ef rétt er á spilunum haldið munum við rétta fljótt úr kútnum og standa sterkari en áður. Til þess höfum við allar for- sendur, en við þurfum að standa þétt saman, hafa skýra framtíðarsýn og horfast í augu við að verkefnið er ekki auðvelt.“ Hver eru helstu verkefnin í bráð og lengd? „Grundvallaratriði er að leita allra þeirra leiða sem auka útflutningstekjur, draga úr erlendum útgjöldum og koma í veg fyrir að atvinnuleysi festist í sessi, fólk flytji úr landi og hér bresti á óbætanlegur atgervisflótti. Á næstu árum og framvegis verður þjóðin í heild að afla miklu meira en hún eyðir. Að þessu marki verða allar aðgerðir að stefna. Grundvallaratriði er að búa okkur efnahags- legan stöðugleika og efnahagslegt öryggi til langframa. Það hefur okkur ekki tekist sem skyldi. Þar þarf ekki frekar vitnanna við. Samhliða því að leyst er úr bráðavanda þarf að leggja línur til framtíðar. Forgangs- verkefni er að koma á eðlilegum gjald- eyrisviðskiptum, styrkja gengi krónunnar, lækka verðbólgu og vexti hratt og örugglega. Samtímis þarf að koma bankakerfinu í starf- hæft horf. Allt eru þetta grundvallarþættir sem lúta að því að gera fyrirtækjum landsins kleift að starfa. Við þurfum að koma þeim sem allra flestum í örugga höfn því án þeirra missir fólk vinnuna. Það má ekki gerast.“ Megum ekki missa móðinn „Mikilvægt er að telja kjark í þjóðina. Sann- færa okkur öll um að við munum á endanum koma standandi niður og að lífskjör verði hér eftir sem hingað til í fremstu röð. Við ætlum ekki að sætta okkur við annað. Atvinnurek- endur, almenningur og ekki síst umheim- urinn verður að trúa því að íslenskt atvinnu- líf eigi framtíð fyrir sér. Hér verði starfsskil- yrði góð og þær miklu sveiflur, á nánast alla mælikvarða, sem við höfum búið við verði úr sögunni. Við eigum að búa okkur umhverfi hægs en öruggs vaxtar. Hér er ábyrgð talsmanna atvinnulífsins og stjórnvalda mikil. Við eigum að vera raunsæ en vara okkur á því að tala okkur niður í verra ástand en efni eru til. Þrátt fyrir allt skiptir hugarástand og trú á framtíðina ótrúlega miklu máli um árangurinn. Allir verða að líta í eigin barm og endur- meta stöðuna og setja fram trúverðuga lang- tímastefnu og hugmyndir um hvernig við getum og viljum byggja upp samfélag okkar og atvinnulíf til framtíðar.“ Aðild að ESB eykur líkur á árangri „Til þess að byggja upp kröftugt og þrótt- mikið atvinnulíf þarf stöðugleika og aftur stöðugleika. Þann stöðugleika fáum við aldrei með núverandi kerfi fljótandi gjald- miðils og verðbólgumarkmiðs Seðlabank- ans. Þetta blasir við öllum sem vilja sjá. Samtök iðnaðarins hafa lengi bent á þetta en ekki náð eyrum þeirra sem með valdið fara í þessum efnum. Fyrr en nú – vonandi! Íslenskt atvinnulíf og heimili geta ekki búið Samtök iðnaðarins (SI) gæta hagsmuna iðnfyrirtækja og eru sameiginlegur vett- vangur þeirra til að vinna að framförum og bættum rekstri og afkomu. Um 1.200 fyrirtæki eiga aðild að SI og eru þau af öllum stærðum og gerðum um allt land. Framleiðsla þeirra og þjónusta er nánast allt milli himins og jarðar og er seld jafnt innanlands sem utan. Nefna má ál, hugbúnað, fæði og klæði, mannvirki, húsbúnað, steypu, vélar og vogir, gervihné, lyf, tölvuleiki og svo mætti lengi telja. Við MunuM koMA StAndAndi niður textI: hrund hauksdóttir • MyNd: geir ólafsson V i ð t A l V i ð f r A M k V æ M d A S t j ó r A S A M t A k A i ð n A ð A r i n S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.