Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 57
58 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8
Úlfar Eysteinsson: „Okkur áskotnaðist hins vegar heið-
argæs sem verður í matinn í ár. Ég fylli hana með þurrk-
uðum ávöxtum og steiki hana í 30 mínútur við 180 gráður
og síðan í um þrjá tíma við 110 gráður. Þetta er algjör
himnasæla. Þetta er svo bragðgott og verður svo meyrt
þegar búið er að moðsteikja þetta svona.“
Úlfar hjá Þremur Frökkum
Hátíðarmatur mat-
reiðslumeistarans
Úlfar eysteinsson matreiðslumaður rekur veitingastaðinn
Þrjá Frakka. Þegar hann er spurður um matinn á aðfanga-
dagskvöld segir hann: „Í forrétt er ég með ristaðan
humar í smjöri, sítrónusafa og hvítlauk. Ég hef steiktan
lambahrygg í aðalrétt sem ég ber fram með rauðkáli,
sykurbrúnuðum kartöflum og brúnni sósu.“ Heimalagaður
ís er í eftirrétt.
„Við erum yfirleitt með gesti á jóladagskvöld og
bjóðum þá upp á í forrétt rækjur, humar og hörpuskel
sem við setjum í tartalettur og gratínerum. Síðan höfum
við hangikjöt með uppstúfi auk þess sem við erum með
laufabrauð.“
Hvað gamlárskvöld varðar eldar Úlfar yfirleitt kalkún
eða pekingönd. „Okkur áskotnaðist hins vegar heiðagæs
sem verður í matinn í ár. Ég fylli hana með þurrkuðum
ávöxtum og steiki hana í 30 mínútur við 180 gráður
og síðan í um þrjá tíma við 110 gráður. Þetta er algjör
himnasæla. Kjötið er svo bragðgott og verður svo meyrt
þegar búið er að moðsteikja það svona.“
Ávextir eða irish coffee er svo á boðstólum þegar líða
tekur að áramótum.
Páll Stefánsson
Skíðaferðir í
útlöndum um jólin
Páll Stefánsson ljósmyndari hefur verið í útlöndum öll jól frá alda-
mótum en hann, eiginkonan og börnin tvö hafa farið í skíðaferðir
til Frakklands, Ítalíu og Bandaríkjanna. Fjölskyldan var einmitt
í Bandaríkjunum í fjórar vikur í fyrra og á aðfangadag voru þau
stödd í Salt Lake City. dagurinn leið eins og hver annar dagur í
ferðinni – skíðaíþróttin var iðkuð af kappi – og um kvöldið fóru þau
út að borða á veitingastað.
„Það er best að vera með fjölskyldunni um jólin,“ segir Páll,
„og það er ekkert betra en að kúldrast saman á hóteli.“ Hann
segir að með því að vera í útlöndum á þessum tíma sleppi hann
við hlaup og stress fyrir jólin.
Fjölskyldan dvaldi í fyrra í tvo daga í Las Vegas og var þar um
áramótin. „Krakkarnir
fóru á tónleika þar sem
rapparinn Kane West
taldi niður þegar leið að
áramótum og við hjónin
fórum í leikhús og sáum
sýningu með Cirque du
Soleil.“
Páll og fjölskylda
verða á Íslandi um
jólin að þessu sinni.
efnahagsástandið
ræður því.
Páll Stefánsson. „Það
er best að vera með
fjölskyldunni um jólin,“
segir Páll, „og það er
ekkert betra en að kúld-
rast saman á hóteli.“
Jólin koma