Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 17
18 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðu grein Skattborgarinn eigi eftir að styrkjast. Hann veit að það vilja engir erlendir fjárfestar koma nálægt Íslandi lengur. Hann spyr auðvitað, ef króna styrkist, hvað styrkist hún þá mikið? Þetta er ekki beinlínis bjart útlit; dönsk króna 25 krónur, sterlings- pundið 210 krónur, dollar 145 krónur og gengisvísitalan 250. Hann ræskir sig. Það þarf eitthvað mikið að ganga á áður en krónan, gamla góða krónan, komi til baka – og flýtur upp úr hyldýpinu. Hann horfir á evru og ESB Hann horfir mikið á evruna og ESB. Hann veit innst inni að krónan er búin að vera sem gjaldmiðill þjóðarinnar og hann nennir ekki að fara í gegnum nýjan sirkus með krónuna, nýja rússíbanareið; að krónan lækki í verði um 100% á nokkrum mánuðum. Honum finnst nóg að hafa eina kreppu, hefðbundnu kreppuna, þótt gjaldeyriskreppa rústi honum ekki líka. Hann vill evruna og Evrópusambandið. En hann spyr sig í leið- inni: 470 milljarða halli á ríkissjóði, verðbólga, erlend lán ríkissjóðs og allt atvinnulífið í rúst. Bíðið við; voru ekki einhver ströng skilyrði um að komast í myntbandalagið (kennt við Maastricht) sem voru um hallalaus fjárlög, enga verðbólgu og stöðugt atvinnulíf? Hann spyr sig hvort bíða þurfi í 6 til 7 ár eftir henni. Að þá fyrst komist hann í klúbbinn. Hann veit hins vegar að upptaka evru án þess að ganga í ESB er ekki fyrir hendi; hann er búinn að lesa of oft um það í blöðunum. En hann hugsar með sér, kannski fólkið fari til evrunnar fyrst evran kemur ekki til þeirra. Verður fólksflótti hjá fólki á hans aldri? En hvert á það fara? Hann horfir á gjaldeyrishöft Hann horfir á nýju gjaldeyrishöftin. Er þá trúin á krónuna ekki meiri en þetta? Er ekki til nægilegur gjaldeyrir til að fleyta krónunni alveg? Hvað ætli þessi höft eigi eftir að vara lengi? Hann sem hefur ekki kynnst öðru en frelsi í gjaldeyrismálum. Hann las um að EES- samkomulagið, sem Davíð og Jón Baldvin stóðu að, hefði gengið út á svonefnt fjórfrelsi; ekki síst frjálsa fjármagnsflutninga. Hann heyrði fornsögur foreldra sinna um þá tíma þegar ekki var hægt að hafa eins mikinn gjaldeyri með sér til útlanda og hver og einn óskaði eftir. Hann hefur heyrt sögur um að þurft hafi leyfi til að kaupa sér gamlan Rússajeppa. Sögurnar frá gjaldeyrishöftum fortíðar eru margar. Margir voru heppnir, þeir voru í klíkunni. Hann veit sem er að alls staðar þar sem skömmtunar- og haftakerfi eru í gangi þá er mismunun. Þess vegna myndast „black market“ eða svartir markaðir. Verðið sem „hinir“ verða að borga, þ.e. þeir sem ekki fá skammtað nægilega mikið þurfa að leita framhjá skömmtuninni. Þeir verða að borga hærra verð en hið opinbera verð til að fá og njóta. Foreldrar okkar manns höfðu sagt honum frá því að í gamla daga hefðu leigubílstjórar oft átt gjaldeyri, sem og fólk sem starfaði á hót- elum, í flugi eða ferðaþjónustu. Það þótti víst gott að þekkja leigubíl- stjóra sem átti dollara – ef maður var að fara í fríið. Eða einhvern flugmann; kannski var hægt að fá bjór (sem var fyrir útvalda) hjá honum í leiðinni þegar farið var að kvöldi heim til hans til að ná í dollaraseðlana. Hann hugsar um Jöklabréfin Hann hugsar um Jöklabréfin, það er gott heiti á bréfum þegar allir markaðir eru frosnir. Hann hefur líka heyrt að þau séu nefnd Krónubréf. Hann hefur aldrei beint skilið þessi bréf en honum hefur verið sagt að þau hefðu áhrif á gengi krónunnar. Þessi krónubréf eru erlend skuldabréf í íslenskum krónum og með íslenska „ofurháa“ vexti. Okkar manni er sagt að það séu Krónubréf á Íslandi fyrir um 400 milljarða sem öll verði á gjalddaga á næstu vikum og mánuðum og „þar sem engir erlendir fjárfestar vilji snerta Ísland lengur“ þá leiti þessir peningar til útlanda aftur á gjalddaga og það þýði hrikalega sölu á krónum og hrikalega eftirspurn eftir erlendum gjaldeyri á næstunni og veikingu krónunnar. Ekki má krónan við því, hugsar okkar maður. Auk þess hefur hann heyrt um aðra erlenda fjárfesta sem eiga í öðrum íslenskum verðbréfum um 150 milljarða sem verða brátt á gjalddaga. Sem sagt; 550 milljarða pakki. Það er góður pakki á leið úr landi. En þá komu nýju lögin um gjaldeyrisviðskipti til sögunnar, lögin um gjaldeyrishöftin. Þegar eigendur Krónubréfanna ætla að innleysa þau og kaupa gjaldeyri til að taka með sér heim til útlanda verður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.