Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 16

Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 16
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 17 Fella gengi krónunnar og frysta launin. Verðhækkunum er hleypt út í verðlagið og þegar launin fylgja ekki á eftir hafa raunlaunin lækkað og fleiri geta haft vinnu. Sniðug formúla, ekki satt? Hún hlýtur t.d. að koma sér vel núna. Síðustu vikurnar hefur krónan verið í frjálsu falli og gengishrunið algert. Lægri raunlaun, fleiri fá vinnu, eða öllu heldur færri missa vinnuna. Hann horfir á þessar byrðar Skattborgarinn les um það í blöðunum að ríkissjóður sé endalaust tilbúinn til að bæta á sig verkefnum og byrðum á sama tíma og lands- framleiðslan, sem verið hefur um 1.200 milljarðar, á eftir að minnka um 120 milljarða – það er það fé sem lekur út af kerfinu. Skattborgarinn horfir fram á þessar byrðar ríkissjóðs: Um 250 milljarðar króna vegna Icesave• . Ekki komið á hreint. En ábyrgðirnar nema um 660 millj- örðum og er reiknað með að 400 milljarðar fáist upp í pakkann úr gamla Landsbankanum. Um 280 milljarða lán hjá • Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, IMF. Mjög skilyrt lán. Um 420 milljarða lán frá þjóðum• , eins og Noregi, Færeyjum, Pólverjum, Rússum og fleirum í tengslum við lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Um 400 milljarða lán vegna endurfjármögnunar • bankanna; þ.e. nýtt eigið fé þeirra, með útgáfu nýrra ríkisskuldabréfa í febrúar á næsta ári. Um 450 milljarðar króna vegna vaxtakostnaðar • ríkisskuldabréfa við að endurfjármagna bankana. Um 470 milljarðar króna vegna hallareksturs• á ríkissjóði til ársins 2011. Um 280 milljarðar króna vegna vaxtakostnaðar• við að fjármagna hallarekstur ríkissjóðs. Um 150 milljarðar við endurfjármögnun • Seðlabankans. Um 180 milljarða króna vaxtakostnaður• vegna endurfjármögnunar Seðlabankans. Við sögðum að okkar maður væri af excel-kynslóðinni og hann slær þetta því inn og fær um 2.880 milljarða króna byrðar ríkissjóðs; fjár- magnsþörf. Bíðið við, er nema von að ráðamenn líti á hann sem millj- arðamæring. Þetta eru milljarðar og hann á að standa undir þeim. Hann brosir og vonar Okkar maður, skattborgarinn, brosir út í annað þegar hann horfir fram á 2.880 milljarða króna byrðar ríkissjóðs á næstu árum. Hann skilur þessa tölu hvort sem er ekki, hún er svo há. Hann skilur bara lægri upphæðir, eins og hvað ein pylsa á Bæjarins bestu kostar. Hann kann á slíkar tölur. Hann vonast samt til: Að geta selt nýju ríkisbankana sem fyrst. • (En hverjir eiga að kaupa?) Að efnahagslífið taki að rétta úr kútnum í • lok næsta árs; að þá birti eitthvað til. Hann spyr sig um IMF-lánið Skattborgarinn hefur heyrt mikið rætt um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF-lánið, sem loksins er komið í höfn með alls kyns skilyrðum. Helstu skilyrðin tengdust uppgjöri á Icesave-reikningunum við Breta og Hollendinga, sem og að hækka þyrfti stýrivexti á Íslandi enn frekar. Hann heyrir líka að IMF hafi viljað gjaldeyrishöftin en næsta dag les hann að IMF hafi alls ekki viljað gjaldeyrishöftin og við fáum ekki meiri peninga nema afnema þau. Hann veit ekki lengur hverju hann á að trúa þegar þessi blessaði Alþjóðagjaldeyrisvarasjóður er nefndur á nafn. Þetta er nú meiri fjársjóðurinn. Hann heyrir talað um gæðastimpil Hann heyrir líka að lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé fyrst og fremst gæðastimpill; nauðsynlegt lán til að aðrir láni okkur og treysti okkur áfram. IMF-lánið og tengt lán frá nágrannaþjóðum okkar á víst fyrst og fremst að nota sem gjaldeyrisvarasjóð; til að gjaldeyrismarkaður geti þrifist og að hægt sé að nota krónuna áfram; koma henni á flot. Öll önnur lán fara í að fjármagna bankana og halla ríkissjóðs. Okkar maður óttast að krónan hafi þegar sokkið svo mikið að hún nái sér aldrei á strik aftur, þótt hann lesi um það í blöðunum að hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.