Frjáls verslun - 01.10.2008, Side 16
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 17
Fella gengi krónunnar og frysta launin. Verðhækkunum er hleypt út í
verðlagið og þegar launin fylgja ekki á eftir hafa raunlaunin lækkað og
fleiri geta haft vinnu. Sniðug formúla, ekki satt?
Hún hlýtur t.d. að koma sér vel núna. Síðustu vikurnar hefur
krónan verið í frjálsu falli og gengishrunið algert. Lægri raunlaun, fleiri
fá vinnu, eða öllu heldur færri missa vinnuna.
Hann horfir á þessar byrðar
Skattborgarinn les um það í blöðunum að ríkissjóður sé endalaust
tilbúinn til að bæta á sig verkefnum og byrðum á sama tíma og lands-
framleiðslan, sem verið hefur um 1.200 milljarðar, á eftir að minnka
um 120 milljarða – það er það fé sem lekur út af kerfinu.
Skattborgarinn horfir fram á
þessar byrðar ríkissjóðs:
Um 250 milljarðar króna vegna Icesave• . Ekki
komið á hreint. En ábyrgðirnar nema um 660 millj-
örðum og er reiknað með að 400 milljarðar fáist
upp í pakkann úr gamla Landsbankanum.
Um 280 milljarða lán hjá •
Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, IMF. Mjög skilyrt lán.
Um 420 milljarða lán frá þjóðum• , eins og Noregi,
Færeyjum, Pólverjum, Rússum og fleirum í
tengslum við lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Um 400 milljarða lán vegna endurfjármögnunar •
bankanna; þ.e. nýtt eigið fé þeirra, með útgáfu
nýrra ríkisskuldabréfa í febrúar á næsta ári.
Um 450 milljarðar króna vegna vaxtakostnaðar •
ríkisskuldabréfa við að endurfjármagna bankana.
Um 470 milljarðar króna vegna hallareksturs• á
ríkissjóði til ársins 2011.
Um 280 milljarðar króna vegna vaxtakostnaðar•
við að fjármagna hallarekstur ríkissjóðs.
Um 150 milljarðar við endurfjármögnun •
Seðlabankans.
Um 180 milljarða króna vaxtakostnaður• vegna
endurfjármögnunar Seðlabankans.
Við sögðum að okkar maður væri af excel-kynslóðinni og hann slær
þetta því inn og fær um 2.880 milljarða króna byrðar ríkissjóðs; fjár-
magnsþörf. Bíðið við, er nema von að ráðamenn líti á hann sem millj-
arðamæring. Þetta eru milljarðar og hann á að standa undir þeim.
Hann brosir og vonar
Okkar maður, skattborgarinn, brosir út í annað þegar hann horfir fram
á 2.880 milljarða króna byrðar ríkissjóðs á næstu árum. Hann skilur
þessa tölu hvort sem er ekki, hún er svo há. Hann skilur bara lægri
upphæðir, eins og hvað ein pylsa á Bæjarins bestu kostar. Hann kann
á slíkar tölur.
Hann vonast samt til:
Að geta selt nýju ríkisbankana sem fyrst. •
(En hverjir eiga að kaupa?)
Að efnahagslífið taki að rétta úr kútnum í •
lok næsta árs; að þá birti eitthvað til.
Hann spyr sig um IMF-lánið
Skattborgarinn hefur heyrt mikið rætt um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins,
IMF-lánið, sem loksins er komið í höfn með alls kyns skilyrðum.
Helstu skilyrðin tengdust uppgjöri á Icesave-reikningunum við Breta
og Hollendinga, sem og að hækka þyrfti stýrivexti á Íslandi enn
frekar.
Hann heyrir líka að IMF hafi viljað gjaldeyrishöftin en næsta dag
les hann að IMF hafi alls ekki viljað gjaldeyrishöftin og við fáum ekki
meiri peninga nema afnema þau. Hann veit ekki lengur hverju hann
á að trúa þegar þessi blessaði Alþjóðagjaldeyrisvarasjóður er nefndur á
nafn. Þetta er nú meiri fjársjóðurinn.
Hann heyrir talað
um gæðastimpil
Hann heyrir líka að lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sé fyrst og fremst
gæðastimpill; nauðsynlegt lán til að aðrir láni okkur og treysti okkur
áfram. IMF-lánið og tengt lán frá nágrannaþjóðum okkar á víst fyrst
og fremst að nota sem gjaldeyrisvarasjóð; til að gjaldeyrismarkaður geti
þrifist og að hægt sé að nota krónuna áfram; koma henni á flot. Öll
önnur lán fara í að fjármagna bankana og halla ríkissjóðs.
Okkar maður óttast að krónan hafi þegar sokkið svo mikið að hún
nái sér aldrei á strik aftur, þótt hann lesi um það í blöðunum að hún