Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 11
Fyrst þetta...
12 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8
Þórbergssetur, Hala í Suðursveit,
hlaut nýsköpunarverðlaun Samtaka
ferðaþjónustunnar, SAF, árið
2008. Þetta var í fimmta sinn
sem verðlaunin voru veitt og fékk
Þórbergssetur verðlaunin fyrir öfluga
uppbyggingu menningartengdrar
ferðaþjónustu. Sjá vefsvæðið
www.thorbergur.is. Í áliti dóm-
nefndar sagði: „Þórbergssetur er
einstaklega vandað framtak fólks
úr héraði við uppbygginu menning-
artengdrar ferðaþjónustu. Setrið
er ekki aðeins safn tileinkað
einum af merkari rithöfundum
þjóðarinnar. Það er einnig lifandi
sögusýning á atvinnuháttum og
menningu Suðursveitunga gegnum
aldirnar og hvernig þeir hafa
hagað sinni búsetu í nábýli við
óblíða náttúru.“
Tíu vikna leiðtoganámskeiði
fyrir konur lauk nýlega hjá
Samskipum. Námskeiðið er
til að bæta hæfni í mann-
legum samskiptum og efla
sjálfstraust og tengslanet.
Virkjum auð kvenna hjá
Samskipum var yfirskrift
námskeiðsins og luku 20
konur námskeiðinu.
„Við fengum að spreyta
okkur á raunverulegum
verkefnum sem reyndu
á og nú er í gangi mikill
metnaður til að tryggja að
afraksturinn verði góður,“
segir Ólöf Ólafsdóttir, launa-
fulltrúi og einn þátttakenda.
Kennari á námskeið-
inu var Lára Óskarsdóttir
frá Dale Carnegie og naut
hún aðstoðar Heiðrúnar
Arnsteinsdóttur og Jóhönnu
Lindar Jónsdóttur hjá
Samskipum.
Tíu vikna leiðtoganámskeiði fyrir konur lauk nýlega hjá Samskipum.
samskip virkja
auð kvenna
Nýsköpunarverðlaun SAF:
Þórbergssetur
fékk verðlaunin
Árni Gunnarsson, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, SAF, afhendir þeim Fjölni Torfasyni og
Þorbjörg Arnórsdóttur, eigendum Þórbergsseturs, nýsköpunarverðlaun samtakanna.