Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 71
72 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8
K
YN
N
IN
G
Jón og Óskar eru með verslanir á Laugavegi, í Kringlunni og Smáralind og starfrækja einnig eitt stærsta fram-
leiðsluverkstæði á landinu. Þar hafa þeir
einstaklega góða aðstöðu til þess að framleiða
mikið af skartgripum. Hákon Jónsson, við-
skiptafræðingur, og faðir hans; Jón Sigur-
jónsson, gullsmiður:
,,Við gerum allt hér á verkstæðinu sem
lýtur að smíði, viðgerðum og úrsmíði. Fyrir-
tækið er 37 ára gamalt og óhætt að segja
að við höfum selt óhemju mikið af skart-
gripum gegnum tíðina. Mikil þjónusta fylgir
því – þar sem skartgripirnir eru eðli málsins
samkvæmt sígildir og því lengi í notkun. Það
þarf stundum að gera við þá, skartgripum er
aldrei fleygt eins og gömlum flíkum. Fyrstu
trúlofunarhringarnir sem við seldum eru enn
í fullri notkun og þá þarf stundum að stækka
eða minnka eftir atvikum.“
Hver er sagan á bak við ICEcold-línuna?
,,Við gullsmiðir erum jú alltaf að hanna,
smíða og framleiða. Við höfðum verið hönn-
uðir lengi þegar við ákváðum að taka eitthvað
sérstakt út sem við vorum að vinna með og
búa til sérstæða línu af skarti. Hönnun skart-
gripanna í ICEcold-línunni minnir á örsmáa
ískubba, ísjakana og sjálft Ísland. Margir
gullsmiðir vitna einmitt í náttúruna í dag,
hraunið og hafið er vinsælt þema, en við
vorum í rauninni fyrstir til að tengja okkur
við ísinn.“ Jón segir að hugmyndin að baki
hönnunar ísmensins sé sprottin frá mynstri
af eldhúsglugganum hans, einn kaldan vetr-
armorgun:
,,Ég tók myndir af mynstrinu og vann út
frá því. Ísmenið endurspeglar landið sem við
búum í og hversu válynd veður geta orðið.
Ísmenið er úr silfri og er rhodiumhúðað.“
ICEcold línan - hærri standard
,,Við lok ársins 2000 var ICEcold-línan svo
sýnd í fyrsta sinn á iðnsýningu í Perlunni. Þar
fengum við mjög góð viðbrögð þar sem fólk
varð hugfangið af ICEcold-hugmyndinni og
við héldum áfram að þróa hana.
í ICEcold-línunni fást hringar, armbönd,
hálsmen, eyrnalokkar og ermahnappar. Við
vildum ekki fara með þessa línu í silfur, því
það eru svo margir í silfri, og þeir gullsmiðir
sem hafa verið að markaðssetja fyrir túrista
vinna aðallega úr silfri. Við vildum geta boðið
erlendum ferðamönnum og Íslendingum
upp á hærri ,,standard“ og ICEcold-línan
er úr gulli með demöntum og eðalsteinum
eins og rúbín og safír. Það er skemmtilegt að
segja frá því að hægt sé að selja hágæðavöru
til efnameiri erlendra ferðamanna og það er
einkar ánægjulegt að fá pantanir í gegnum
netið frá fólki sem hefur verið hér á ferð og
er nú farið að safna skartgripum úr ICEcold-
línunni.
Íslendingar eru mjög hrifnir af ICEcold
og ísmenunum og kaupa þau gjarnan til þess
að senda vinum og ættingjum erlendis. Það
er skemmtilegt við menin að þau klæða alla
aldurshópa, rétt eins og Ice cold-línan.“
Jón og Óskar
ICEcold – ískalt gull og heitir demantar
www.jonogoskar.is
ICEcold línan frá Jóni og Óskarii
14 karata gullhringur
með demöntum.
14 karata gullmen
með demöntum.
14 karata gull
armband.