Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 29
30 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8
Forsíðu grein Skattborgarinn
sænskur banki, Fokus bank er danskur, svo dæmi séu nefnd, og
íslensku bankarnir þrír voru búnir að ná fótfestu í landinu.
Þetta bendir til að norsku bankarnir séu afar varkárir. Af hverju
nota þeir ekki frelsið?
„Að mínu viti liggur munurinn í sögunni. Ramminn er sá sami
en sagan er önnur,“ segir Henriksen og vísar í að bankakreppan
norska á árunum 1988 til 1993 sitji enn
í mönnum.
„Þetta var gríðarlegt áfall fyrir kaup-
hallarviðskipti og allan rekstur fjár-
málastofnana,“ segir Henriksen. „Ríkið
þjóðnýtti bankana – afskrifaði allt hlutafé
þeirra – þegar leit út fyrir að þeir féllu
eftir mikinn vöxt í útlánum. Allir sem
áttu hlutafé í bönkum misstu eign sína og
þegar þetta hefur gerst einu sinni vita allir
að það getur gerst aftur.“
Henriksen segir að bankamenn í Nor-
egi fari enn varlega vegna þess að þeir
óttist að ríkið grípi aftur inn í og geri
hlutaféð að engu. Það má ef staða bank-
anna þykir ótrygg. Og hann bendir á að
norsku bankarnir voru ekki gjaldþrota
þegar þeir voru þjóðnýttir; ríkisstjórnin
óttaðist bara að þeir færu í þrot og að Seðlabankinn yrði að koma til
hjálpar sem lánveitandi til þrautavara.
fjárfestar í sókn keyptu
„Á Íslandi virðist sem bankarnir hafi farið að vaxa óeðlilega mikið
strax eftir að þeir voru einkavæddir árin 2002 og 2003,“ segir Hen-
riksen. „Það má spyrja hvort ein undirrót vandans liggi ekki þar. Var
rétt staðið að einkavæðingunni?“
Henriksen hefur efasemdir um einkavæðinguna. Í fyrsta lagi hafi
bankarnir verið seldir á of lágu verði. Í öðru lagi lentu þeir í höndum
heimamanna en ekki alþjóðlegu bankaumhverfi. Og nýir eigendur
voru fjárfestar í sókn en ekki gætnir bankamenn með reynslu af
rekstri banka.
„Það hefði styrkt íslenska banakerfið mikið ef í það minnsta einn
af þremur bönkum hefði verið í eigu stærri erlends banka. Það hefði
veitt eigendum hinna bankanna aðhald,“ segir Henriksen.
Hann segir að alltaf gerist það sama þegar reglur um starfsemi fjár-
málastofnana eru rýmkaðar, bankar lenda
í höndum áræðinna fjárfesta og nóg er af
ódýru lánsfé. Bankarnir þenjast út og virð-
ast úttroðnir af fé þangað til þeir að lokum
hrynja saman.
Búið að gerast í noregi
Þetta gerðist í Noregi fyrir um 20 árum,
einkum með því að tekin voru erlend lán
til að fjármagna húsnæðiskaup almenn-
ings. Fasteignaverð varð mun hærra en
raunverulegt verðmæti eignanna. Á Íslandi
gerðist það sama á húsnæðismarkaði og við
bættust miklar og oft vafasamar fjárfestingar
í útlöndum. Íslenskir fjárfestar keyptu fyrir-
tæki sem aðrir vildu ekki.
„Hér í Noregi vita bankamenn af reynslu
að Fjármálaeftirlitið getur komið einn dag
og sent bankastjórnina heim ef bankinn tekur of mikla áhættu,“ segir
Henriksen. „Á Íslandi höfðu menn aldrei upplifað hættuna sem fylgdi
frelsinu og gættu sín ekki. Þeir bara gáfu í botn og keyrðu þar til allt
endaði með ósköpum. En bæði í Noregi og á Íslandi hafa menn sömu
umferðarreglurnar.“
Áhætta á kostnað ríkisins
Henriksen telur og að það sé hlutverk stjórnvalda að koma í veg fyrir
að bankarnir valdi óhöppum.
„Einstaklingar eiga að taka áhættu en ríkið má það ekki því ríkið
hefur öðrum skyldum að gegna en einkafyrirtæki. Þarna verður að
„norskir bankamenn eru
enn hræddir eftir síðustu
bankakreppu.“
„ees-samningurinn bannar
ekki stjórnvöldum að grípa inn
í og stöðva vöxtinn.“
„Þetta gat litið út sem traustir
peningar á pappírunum en
voru engir peningar.“
eignir bankanna sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu
Ísland
Noregur
Heimild: dagens Næringsliv, Þorvaldur gylfason, Seðlabanki Íslands, Norges bank