Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 40
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 41 mundir hriktir í stoðum atvinnulífsins og fólk er að missa vinn- una í hrönnum. Margir vita jafnvel ekki hvort þeir gangi að vinnu sinni vísri í næsta mánuði og við slíkar aðstæður myndast óöryggi á vinnustaðnum. Þessi staða getur t.d. orðið til þess að fólk fer að upp- hefja sig á kostnað annarra á vinnustaðnum, að gera lítið úr öðrum. Hugsunin vill því verða: „Ég ætla að gera mig ómissandi með því að gera lítið úr þeim sem vinna með mér.“ Þessi sorglega staða getur komið upp hjá fyrirtækjum sem hafa árum saman unnið markvisst að því að efla ímynd sína. Þá er hætt við að allt hrynji, sérstaklega ef upplýsingaflæðið er ekki í lagi og starfsfólkið veit ekki hvað tekur við á óvissutímum. Rannsóknir sýna að fjarvistir verða tíðari hjá starfsfólki fyrirtækja þar sem einelti hefur náð að myndast og starfsmannavelta eykst. Þegar svo aftur kemur að uppgangi í efnahagslífinu er viðbúið að fólk hafi ekki áhuga á að að sækja um starf hjá fyrirtækinu. Skemmd ímynd laðar ekki til sín gott fólk. Enginn hefur áhuga á að vinna þar sem starfsandinn er lélegur.“ nú er rétti tíminn til þess að hlúa að starfsmönnum „Einmitt þessa dagana, þegar óvissan er allt að því ráðandi afl á vinnustöðum, er rétti tíminn til þess að hlúa að starfsandanum. Nú er skynsamlegt að eyða fjármunum í það mikilvæga málefni í stað þess að gera það þegar uppgangurinn er sem mestur. Fyrirtækin þurfa að horfa fram í tímann ætli þau að halda í þann mannauð og þá ímynd sem það hefur þegar skapað. Ég vann nýlega með tveimur fyrirtækjum þar sem annað mældist með 11% einelti og hitt 7% – þetta eru tölurnar sem við erum að glíma við. Þær eru ansi háar. Hjá báðum þessum fyrirtækjum skiptir höfuðmáli að starfsmenn finni til öryggis og geti gengið af festu í störf sín því slysahætta er mikil. Þessi fyrirtæki þurfa að standa sig gagnvart sínum viðskiptavini; slysatíðnin má ekki fara yfir ákveðið stig, þá missa þau viðskiptavininn.“ Hagnaður fyrirtækisins er allra hagur Tilgangurinn með námskeiðunum er sá að þátttakendur gangi út með þá vitneskju að einelti á vinnustað er á allra ábyrgð og hversu mikilvægt er að gæta að og hlúa að starfsandanum. Fyrst og fremst er það hagnaður fyrirtækisins sem skiptir öllu máli. Það er starfsmönnum mjög mikilvægt að reksturinn gangi vel og allir leggist á eitt svo hagnaður fyrirtækisins verði sem mestur. Það er allra hagur. Mestu skiptir að láta einelti á vinnustað ekki afskiptalaust þar sem heilmikið er í húfi fyrir alla aðila. Sá sem tekur svo á málinu þarf að hafa þekkingu á því sem hann er að gera, annars getur hann bara gert illt verra.“ Kreppan getur orðið til þess að fólk fer að upphefja sig á kostnað annarra á vinnustöðum til að gera lítið úr öðrum. Hugsunin vill því verða: „Ég ætla að gera mig ómissandi með því að gera lítið úr þeim sem vinna með mér.“ Lísbet Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Lectura, er frumkvöðull í rannsóknum á einelti á vinnustöðum hérlendis. „Rannsóknir sýna að fjarvistir verða tíðari hjá starfsfólki fyrirtækja þar sem einelti hefur náð að myndast og starfsmannavelta eykst.“ EINELTI Algengustu birtingar- myndir eineltis á vinnustöðum: 1. Ranglegar ásakanir. 2. Upplýsingum haldið leyndum. 3. Afskiptaleysi. 4. Einangrun. 5. Niðurlæging. 6. Særandi ummæli. 7. Stríðni. 8. Móðganir. 9. Vanvirðing. AFLEIðINgAR EINELTIS: 1. Neikvæð vinnustaðamenning. 2. Fjölgun veikindadaga. 3. Há starfsmannavelta. 4. Minnkuð vinnuafköst – framleiðni. 5. Skert samkeppnishæfni. 6. Ímynd bíður skaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.