Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 86

Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 86
Fólk F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 87 Alda J. Rögnvalds- dóttir: „Við fórum til Möltu í síðasta fríi okkar erlendis, en við bjuggum þar á árunum 2002–2005 og dóttir okkar er fædd þar. Svo það eiga eftir að verða fleiri ferðir þangað í framtíðinni.“ Nafn: Alda J. Rögnvaldsdóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík, 8. janúar 1967. Foreldrar: Þórey Erla Ragnarsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson (látinn) Maki: Arne Sólmundsson. Börn: Alex Berg Arneson, 7 ára og Jana Ruth Arnedóttir, 5 ára. Menntun: B.A. í Commercial Art (grafískur hönnuður). Alda J. Rögnvaldsdóttir hefur starfað hjá Almennu verkfræðistofunni í þrjú ár, fyrst sem kynningarstjóri og er nú mannauðsstjóri: „Almenna verkfræðistofan var stofnuð 1971 en á rætur að rekja til árs- ins 1941. Frá stofnun fyrirtækisins hefur Almenna verið þátttakandi í mörgum af stærstu verkefnum sem ríki, sveitarfélög og ýmis fyrirtæki víðs vegar um landið hafa ráðist í og m.a. annast áætlanagerð, verkefnisstjórn, hönnun, framkvæmdaeftirlit, jarðfræðiráð- gjöf og mat á umhverfisáhrifum. Almennu verkfræðistofunni er skipt í fjögur markaðs- svið: byggingar og iðnaður, orka og veitur, umhverfi og skipulag og verkefnastjórnun. Starf mannauðsstjóra er krefjandi og fjöl- breytt og felst í, eins og nafnið gefur til kynna, utanumhaldi á starfsmannamálum. Þar sem ég er grafískur hönnuður að mennt sé ég jafn- framt um hönnun á kynningarefni fyrirtæk- isins. Hjá fyrirtækinu starfa 90 manns, flestallir hámenntaðir sérfræðingar. Fyrirtækið hefur verið í stöðugri þróun og farið ört vaxandi á undanförnum árum. Vistvæn hönnun mann- virkja er meðal nýrra viðfangsefna hjá okkur og má þar t.d. nefna Náttúrufræðistofnun og Árnastofnun en nýlega var umhverfisstjórn- unarkerfi fyrirtækisins vottað. Við höfum getið okkur góðan orðstír í hönnun glers en það er mikið notað í stórum mannvirkjum í dag og ekki margir sérfræðingar í gleri hér á landi. Við sáum t.d. um hönnun glers í Háskólatorgi og í Háskólanum í Reykjavík.“ Sambýlismaður Öldu er Arne Sólmunds- son, Price Manager hjá Actavis og eiga þau tvö börn: „Ég útskrifaðist frá The American College for the Applied Arts (sem heitir í dag AIU - American InterContinental Uni- versity) í Los Angeles, með B.A.-gráðu í „Commercial Art“ eða grafískri hönnun.“ Þegar kemur að áhugamálum segir Alda að sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar sé ferðalög og útivera: „Við fórum til Möltu í síðasta fríi okkar erlendis, en við bjuggum þar á árunum 2002–2005 og dóttir okkar er fædd þar. Svo það eiga eftir að verða fleiri ferðir þangað í framtíðinni. Ég sjálf hef mik- inn áhuga á allri hönnun, hvort heldur það er innanhúsarkitektúr, húsgagnahönnun, iðn- hönnun og eða listmálun. Krakkarnir mála oft með mér og finnst þeim sérstaklega skemmti- legt að mála á striga með olíu. Skíðaáhuginn er að kvikna hjá krökkunum en maðurinn minn hefur verið duglegur að kynna fyrir þeim íþróttina. Þannig að það styttist í að ég fari að rifja upp gamla takta.“ Mannauðsstjóri hjá Almennu verkfræðistofunni AldA J. RögnvAldsdóttiR TExTI: hiLmAr kArLsson MYNDIR: geir óLAFsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.