Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Side 86

Frjáls verslun - 01.10.2008, Side 86
Fólk F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 87 Alda J. Rögnvalds- dóttir: „Við fórum til Möltu í síðasta fríi okkar erlendis, en við bjuggum þar á árunum 2002–2005 og dóttir okkar er fædd þar. Svo það eiga eftir að verða fleiri ferðir þangað í framtíðinni.“ Nafn: Alda J. Rögnvaldsdóttir. Fæðingarstaður: Reykjavík, 8. janúar 1967. Foreldrar: Þórey Erla Ragnarsdóttir og Rögnvaldur Ólafsson (látinn) Maki: Arne Sólmundsson. Börn: Alex Berg Arneson, 7 ára og Jana Ruth Arnedóttir, 5 ára. Menntun: B.A. í Commercial Art (grafískur hönnuður). Alda J. Rögnvaldsdóttir hefur starfað hjá Almennu verkfræðistofunni í þrjú ár, fyrst sem kynningarstjóri og er nú mannauðsstjóri: „Almenna verkfræðistofan var stofnuð 1971 en á rætur að rekja til árs- ins 1941. Frá stofnun fyrirtækisins hefur Almenna verið þátttakandi í mörgum af stærstu verkefnum sem ríki, sveitarfélög og ýmis fyrirtæki víðs vegar um landið hafa ráðist í og m.a. annast áætlanagerð, verkefnisstjórn, hönnun, framkvæmdaeftirlit, jarðfræðiráð- gjöf og mat á umhverfisáhrifum. Almennu verkfræðistofunni er skipt í fjögur markaðs- svið: byggingar og iðnaður, orka og veitur, umhverfi og skipulag og verkefnastjórnun. Starf mannauðsstjóra er krefjandi og fjöl- breytt og felst í, eins og nafnið gefur til kynna, utanumhaldi á starfsmannamálum. Þar sem ég er grafískur hönnuður að mennt sé ég jafn- framt um hönnun á kynningarefni fyrirtæk- isins. Hjá fyrirtækinu starfa 90 manns, flestallir hámenntaðir sérfræðingar. Fyrirtækið hefur verið í stöðugri þróun og farið ört vaxandi á undanförnum árum. Vistvæn hönnun mann- virkja er meðal nýrra viðfangsefna hjá okkur og má þar t.d. nefna Náttúrufræðistofnun og Árnastofnun en nýlega var umhverfisstjórn- unarkerfi fyrirtækisins vottað. Við höfum getið okkur góðan orðstír í hönnun glers en það er mikið notað í stórum mannvirkjum í dag og ekki margir sérfræðingar í gleri hér á landi. Við sáum t.d. um hönnun glers í Háskólatorgi og í Háskólanum í Reykjavík.“ Sambýlismaður Öldu er Arne Sólmunds- son, Price Manager hjá Actavis og eiga þau tvö börn: „Ég útskrifaðist frá The American College for the Applied Arts (sem heitir í dag AIU - American InterContinental Uni- versity) í Los Angeles, með B.A.-gráðu í „Commercial Art“ eða grafískri hönnun.“ Þegar kemur að áhugamálum segir Alda að sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar sé ferðalög og útivera: „Við fórum til Möltu í síðasta fríi okkar erlendis, en við bjuggum þar á árunum 2002–2005 og dóttir okkar er fædd þar. Svo það eiga eftir að verða fleiri ferðir þangað í framtíðinni. Ég sjálf hef mik- inn áhuga á allri hönnun, hvort heldur það er innanhúsarkitektúr, húsgagnahönnun, iðn- hönnun og eða listmálun. Krakkarnir mála oft með mér og finnst þeim sérstaklega skemmti- legt að mála á striga með olíu. Skíðaáhuginn er að kvikna hjá krökkunum en maðurinn minn hefur verið duglegur að kynna fyrir þeim íþróttina. Þannig að það styttist í að ég fari að rifja upp gamla takta.“ Mannauðsstjóri hjá Almennu verkfræðistofunni AldA J. RögnvAldsdóttiR TExTI: hiLmAr kArLsson MYNDIR: geir óLAFsson

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.