Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 56

Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 56
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 57 ekki kaupa allir jólatré í versl- unum heldur saga niður sín tré sjálfir. Guðmundur Jens Bjarnason, lyfjafræðingur hjá Actavis, gerði það eitt árið. „Vinnufélagi minn var í Skógræktarfélagi Kópavogs og reyndi að fá mig og fleiri til að gerast meðlimir fyrir 15 árum síðan. „Gjaldið er bara 2000 krónur,“ sagði hann, „og innifalið jólatré á hverju ári“.“ Guðmundur ákvað því að slá til, skráði sig í félagið og ákvað að höggva eigið tré í fyrsta sinn fyrir jólin. „Ég fór um kvöld í myrkri og slagviðri til að saga niður tré. Ég hrasaði og sagaði næstum af mér fingur. Það kostaði mig um 3000 krónur að láta gera að sárinu á slysadeild. Síðan þetta gerðist hef ég því ekki enn lagt í það að „saga“ – en æ síðan borgað í skógræktarfélagið.“ Bjarni Geir Alfreðsson rekur mat- sölustaðinn Fljótt og gott í húsnæði Umferðarmiðstöðvarinnar. Þar er meðal annars boðið upp á skötu á Þorláksmessu og eru fastakúnnar þennan dag á milli hundrað og tvö hundruð manns – í þeim hópi eru meðal annars listamenn, stjórnmálamenn og bankamenn. Nokkur hundruð kíló af skötu eru soðin þennan dag auk þess sem boðið er upp á siginn fisk, saltfisk, svið og hangikjöt. „Sumir borða ekki skötu en koma út af andrúmsloftinu á Þorláksmessu,“ segir Bjarni. Á meðal fastakúnna sem koma árlega á Þorláksmessu eru feðgar og er faðirinn vanur að koma til Bjarna og segja eitthvað í líkingu við: „Nú var hún ekki eins góð og sterk eins og í fyrra.“ Bjarni segir að maðurinn fái sér alltaf aftur á diskinn og komi aftur til sín og segi eitthvað í líkingu við: „Þetta var allt annað en bitinn sem ég fékk áðan.“ „Þetta er sama skatan,“ segir Bjarni. „Þetta er sálrænt.“ Oftast tekur tónlistarmaður lagið fyrir gesti matsölustaðarins á degi Þorláks og er þá um að ræða tónlistarmenn sem bók hefur verið skrifuð um þau jólin. Síðan er honum boðin skata. Bjarni segir að sér finnist skata góður matur. „Ég vil hana mátulega kæsta og saltaða.“ Hann hefur staðið í brúnni hjá Fljótt og gott BSÍ á Þorláksmessu í 13 ár og heldur því áfram. „Þetta er einhver fyll- ing sem ég fæ. Þetta er mitt eigið leik- svið. Þetta er minn einleikur með fullt af aukaleikurum.“ Bjarni Geir Alfreðsson. „Sumir borða ekki skötu en koma út af andrúmsloftinu á Þorláksmessu.“ Bjarni Geir Alfreðsson Þorláksmessuskatan á leiksviði Bjarna (Snæðings) Guðmundur Jens Bjarnason Sagaði næstum af sér fingur Guðmundur Jens Bjarnason: „Það kostaði mig um 3000 krónur að láta gera að sárinu á slysadeild. Síðan þetta gerðist hef ég því ekki enn lagt í það að „saga“ – en æ síðan borgað í skógræktarfélagið.“ Jólin koma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.