Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 27
28 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðu grein Skattborgarinn Prófessorinn bendir á að helsta hlutverk seðlabanka sé að stuðla að stöðugleika í efnahagslífinu. Þetta sé mjög víðtækt hlutverk og lúti ekki bara að ákvörðun vaxta og verðbólgumarkmiðum. EES-samn- ingurinn takmarkar ekki þetta hlutverk. Seðlabankinn getur gripið inn í ef hann heldur að stöðugleika sé ógnað. lánveitandi til þrautavara „Eitt hættumerki er þegar bankarnir eru orðnir svo stórir að seðla- bankinn, sem lánveitandi til þrautavara, ræður ekki við að verja þá áhlaupi,“ segir Storesletten. „Þetta eru mörk sem mér virðist sem íslensku bankarnir hafi farið yfir árið 2004 eða svo. Þá er eðlilegt að seðlabanki grípi inn í og beiti einhverjum af þeim ráðum sem hann hefur tiltæk án þess að það brjóti í bága við EES-samninginn um frjálst flæði fjármagns.“ Ráðin sem seðlabankar hafa yfirleitt í þessari stöðu eru að auka bindiskyldu. Það takmarkar féð sem viðkomandi banki hefur til ráð- stöfunar. Einnig er að mati prófessorsins hægt að gera enn strangari kröfur um hlutfall eiginfjár. „Íslensku bankarnir áttu í það minnsta á pappírunum nægt eiginfé samkvæmt öllum hefðbundnum viðmiðum,“ segir prófessorinn. Hjá Kaupþingi var þetta hlutfall 12% og Storesletten bendir á að til sam- anburðar hafi norskir bankar oft aðeins 8% sem þykir lítið. „Það er hægt að krefjast þess að bankinn auki þetta hlutfall eig- infjár enn meir en það er mjög harkaleg aðgerð sem takmarkar umsvif bankans mikið,“ segir Storesletten. villandi tölur Prófessorinn segir að tvennt valdi því þó að þessar tölur um eiginfé geti verið villandi. Annars vegar verður að líta á hve traust þessi eign er og hins vegar að hátt hlutfall eiginfjár bjargar aldrei banka sem verður fyrir áhlaupi – það sem kallað er „banka run“. „Það er bara vitneskjan um sterkan lánveitanda til þrautavara sem á endanum skapar bankanum traust,“ segir Storesletten. „Þannig skiptir litlu hvort eiginfjarhlutfallið er 8 eða 12 prósent eða enn hærra. Það dugar aldrei til að borga öllum ef allir vilja taka sína pen- inga úr bankanum.“ Storesletten segir að íslensku bankarnir hafi virst vel reknir og í Noregi kom til dæmis Glitnir mönnum fyrir sjónir sem mjög sprækur og nútímalegur banki. Margir ungir menn í fjármálageir- anum vildu vinna þar. Bankar í lausu lofti „Vandinn var að íslensku bankarnir svifu í lausu lofti án öryggis- nets, án raunverulegs lánveitanda til þrautavara,“ segir Storesletten. „Reksturinn virtist góður og það var hagnaður á hverju ári en það má spyrja hvort farið hafi verið að alþjóðlegum reglum um eiginfé og gagnsæi í rekstri bankanna.“ Þarna vísar Storesletten til bankasamþykkta, upphaflega frá árinu 1988 en með endurbótum 2004, sem kenndar eru við Basel í Sviss: Basel I og Basel II. Hann segir að svo virðist sem íslensku bankarnir hafi farið í kringum þessar reglur með því að skiptast á lánum. Glitnir lánaði Kaupþingi og Kaupþing lánaði Glitni sömu upphæð. „Þetta gat litið út sem traustir peningar á pappírunum en voru engir peningar,“ segir Storesletten. Þetta er það sem bankamenn kalla ástarbréf. „Þarna er það hlutverk fjármálaeftirlits að kanna gæði lána og eigna bankanna,“ segir Storesletten. „Íslensku bankarnir voru ekki eins traustir og þeir litu út fyrir að vera við fyrstu sýn.“ reglurnar banna ekki bremsur EES-samningurinn auðveldar bönkum að koma upp útibúum í öðrum löndum. Storesletten segir að bæði seðlabankar og fjármála- eftirlit hvers lands geti engu að síður takmarkað þessa starfsemi og beinlínis bannað bönkunum að stofna útibú ef seðlabanki viðkom- andi lands getur ekki varið þessi útibú falli. Eða ef vafi leikur á um að eigið fé bankans dugi til að reka útibúið. „Þarna er eðlilegt að seðlabanki viðkomandi lands segi að ekki sé til gjaldeyrisforði til að bjarga útibúinu í neyð. Fjármálaeftirlit þarf þá ekki að gefa út leyfi til að stofna útibúið,“ segir Storesletten. Í þessi tilviki yrði útrás bankans að fara fram í dótturfélögum sem væru með sjálfstætt eiginfé að baki sér og á ábyrgð þess lands þar sem dótturfélagið starfaði. „Augljóslega hefði það bjargað einhverju ef Ísland hefði verið í Evrópusambandinu, haft evru sem gjaldmiðil og haft Seðlabanka Evrópu sem lánveitanda til þrautavara,“ segir Storesletten. „Bank- arnir hefðu notið meira trausts en raun varð á en sennilega hefði þeim ekki verið leyft að vaxa svona mikið.“ dæmigerð bankabóla Espen Henriksen hjá hagfræðistofnun Háskólans í Ósló hefur kynnt sér rekstur íslensku bankanna og farið ferðir til Íslands í því skyni. en hvað hafa norðmenn gert öðruvísi en Íslendingar í rekstri sinna banka síðustu ár? „ekkert sérstakt,“ svarar prófessorinn. „norskir bankamenn eru enn hræddir eftir síðustu bankakreppu og hugsanlega eru einhverjar kröfur um bindiskyldu strangari í noregi en á Íslandi og kröfur til eiginfjár harðari en í aðalatriðum eru reglurnar eins. Bankakreppan situr enn í norðmönnum og þess vegna fara þeir sér hægar en Íslendingar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.