Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 37
38 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 2000/2001 en við höfðum notað haustið til að skrifa viðskiptaáætlun og undirbúa stofnunina. Við reyndum eftir bestu getu að selja hug- myndina fram eftir árinu 2001 en á þeim tíma var líftæknibólan gengin yfir og sprungin þannig að við vorum í raun á versta tíma með þetta. Að endingu, um mitt ár 2001, tókst okkur að fá inn nokkra góða fjárfesta og þá fór boltinn loksins að rúlla en í millitíðinni hafði Rannsóknarstofnun landbúnaðarins fóstrað verkefnið.“ Framleiðslukerfi fyrir sérvirk prótein Í stuttu máli gengur verkefnið út á nýtt framleiðslukerfi fyrir sérvirk prótein sem má nota í iðnaði og landbúnaði, í lyf og við læknisfræði- legar rannsóknir. Próteinin sem um ræðir eru mjög fjölbreytilegur flokkur efna. Próteinin eru framleidd í frumum og fram að þessu hefur það verið gert í bakteríum eða spendýrafrumum. Nýjungin hjá ORF felst í að framleiða próteinin á ódýrari og jafnvel öruggari hátt úr plöntufrumum. „Verkefnið gekk út á að nýta byggfræ til að framleiða þessi prótein með hjálp erfðatækninnar. Þróunarvinnan, sem tók nokkur ár, fór að mestu í að hanna erfðatækni þannig að hægt yrði að flytja nýja erfðaeiginleika yfir í bygg og stýra framleiðslunni þannig að sérvirku próteinin yrðu til í fræinu. Kerfið sem um ræðir kallast Orfeus og í dag notum við það til að framleiða þessi prótein. Til að byrja með ákváðum við að einbeita okkur að framleiðslu svokallaðra vaxtaþátta sem koma upprunalega úr mönnum. Þessir vaxtaþættir skipta hundruðum og stýra frumsérhæfingu, frumuskiptingum og í sumum tilfellum lífslengd frumanna og eru mjög mikilvægir við læknisfræðilegar rannsóknir, til dæmis við krabbameinsrannsóknir og rannsóknir í ónæmisfræði.“ ORF Líftækni hf. er í dag eina fyrirtækið í heiminum sem notar plöntur til að framleiða þessi prótein og er með yfir eitthundrað mismunandi vaxtarþætti á mismunandi framleiðslustigum. Þrettán þeirra eru þegar komin á markað og seldir undir vörumerkinu ICOkine en næsta vor er reiknað með að fimmtíu vaxtarþættir verði komnir á markað. Kröfuharður markaður Framleiðsla ORF Líftækni hf. á sér stað í tvöþúsund fermetra gróð- urhúsi við Grindavík sem kallast Græna smiðjan og starfsmenn fyr- irtækisins eru tuttugu og tveir í fullu starfi. Björn segir að staðsetn- ingin við Grindavík henti vel þrátt fyrir að aðrir staðir hafi vel komið til greina. Þar er stutt í heitt vatn og rafmagn og þar á sér stað vistvæn uppbygging sem hentar ímynd fyrirtækisins vel. „Markaðurinn sem við framleiðum fyrir er gríðarlega kröfu- harður og viðkvæmur en hönnun Grænu smiðjunnar og hin nýja ræktunartækni til þess fallin að standast þessar kröfur. Tæknin felst í því rækta byggið í vatni á færiböndum. Við sáum á öðrum enda færibandsins og uppskerum á hinum og ferlið frá sáningu að upp- skeru er milli sextíu og fimm og sjötíu dagar og þar sem við erum að framleiða fimmtíu mismunandi vaxtaþætti eru fimmtíu mismunandi byggafbrigði í ræktun. Sem stendur leggjum við mikla vinnu í markaðsmálin og erum á fullu að kynna framleiðsluna á markaði læknisfræðirannsókna um allan heim. Næsta skref er að sækja fram á mörkuðum sem tengjast lyfjaþróun og lyfjaframleiðslu og inn á snyrtivörumarkaðinn þar sem við höfum þegar gert fyrstu samningana. Viðtökurnar eru góðar en þar sem þetta er ný vara verðum við að kynna hana vel og leyfa hugsanlegum kaupendum að prófa hana áður en samningar eru gerðir. Auk þess höfum við verið að gera samninga við fyrirtæki um dreifingu á framleiðslunni í Ástralíu, Nýja Sjálandi, Kóreu, Japan og í Evrópu. Eins og gefur að skilja er dýrt að koma svona fyrirtæki á koppinn en ég vona að fjárfestingin fari að skila sér fljótlega. Árið 2009 er stefnan að byggja úrvinnslustöð fyrir framleiðsluna við hlið- ina á ræktunarhúsinu þannig að við erum töluvert bjartsýnir á fram- haldið,“ segir Björn. Lítill tími fyrir áhugamál Björn hlær þegar hann er spurður um áhugamál sín segir lítið fara fyrir þeim enda lítið um frítíma. „Ætli helsta áhugamálið sé ekki vinnan, enda lítið annað komist að síðastliðin ár. Ég nenni ekki að stunda golf og hef engan áhuga á veiðum. Ég hef komið nokkuð að félagsmálum í kringum íshokkí í gegnum strákinn minn sem er leik- maður en ég er formaður Skautafélags Reykjavíkur. Á síðustu árum hef ég haft gaman að því að dunda mér í garðinum, enda róandi að vinna í moldinni, og svo er fjölskyldan að byggja sumarhús í Bisk- upstungunum. Ég ferðast mikið vegna vinnunnar og vil því helst vera heima þegar ég á frí. Það er helst að ég fari í stuttar gönguferðir og þar sem ég er lítið fyrir hópaferðir geri ég það á eigin vegum. Satt best að segja er mér efst í huga að halda áfram að byggja upp fyrirtækið þannig að það verði farsælt og geti veitt sem flestum vinnu og gert vel við starfsfólk og hluthafa,“ segir Björn Lárus Örvar, fram- kvæmdastjóri ORF Líftækni hf., að lokum. D R . B j ö R n ö R v a R Í n æ R m y n D Nafn: Björn Lárus Örvar. Fæddur: 30. ágúst 1959. Maki: Unnur Þorsteinsdóttir, for- stöðumaður erfðagreiningar hjá DeCode. Börn: Þorsteinn Björnsson, fæddur 29. janúar 1989. Starf: Framkvæmdastjóri ORF Líftækni hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.