Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 49

Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 49
50 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 Steinþór Einarsson er fagmenntaður þjónn, sem unnið hefur á veitingahúsum í fjölda ára og einnig komið að sölu Glenlivet-viskísins hér á landi. Hann brá sér til Skotlands á dögunum á svokallað „masterclass“-námskeið í viskífræðum í Ballindalloch í Moray í norðaustanverðu Skotlandi en þar fer fram- leiðsla viskísins fram. „Á námskeiðinu er farið djúpt í framleiðsluað- ferðir og hráefni, mikið lagt upp úr smökkun og ekki síst því hvernig á að smakka. Skotarnir segja að þarna læri maður allt um viskí, allt frá byggi í glas,“ segir Steinþór. Námskeiðið sóttu milli tíu og tuttugu einstaklingar, allt fólk sem kemur að sölu Glenlivet í sínum heimalöndum. Hópurinn fór út á akrana og skoðaði byggið, fylgdist með möluninni og síðan fram- leiðsluferlinu öllu þar til veigarnar voru komnar í glösin. Einnig gafst þátttakendum tækifæri til að blanda og búa til sitt eigið viskí úr nokkrum viskíblöndum frá ýmsum héruðum í Skotlandi og fengu þeir þar með innsýn í starf hinna svokölluðu „masterblenders“ sem blanda viskíið en það er talin mikil list. Að sögn Steinþórs voru fleiri konur á námskeiðinu en karlar og meira að segja mikið af ungum konum. „Margir halda að viskí sé ein- hver karladrykkur, heldrimannadrykkur, en nú orðið er það drukkið af báðum kynjum og fólki á öllum aldri. Franska fyrirtækið Pemod Richard á nú Glenlivet-viskíverksmiðj- urnar í Skotlandi en heimasíða fyrirtækisins er www.glenlivet.com. Glenlivet er mest selda „single malt“ viskíið á verslunum ÁTVR en það er að sjálfsögðu einnig selt í Fríhöfninni. Þá má geta þess að Glenlivet býður upp á úrval gamalla árganga í miklu magni. Hátt upp til fjalla, í djúpum dal (glen) í skosku Hálöndunum hófst saga Glenlivet- viskísins snemma á 19. öld. Dalurinn var tilvalinn griðastaður fyrir þá sem stund- uðu brugg sem var algjörlega ólöglegt á þessum tíma. En svo kom Georg konungur IV til Edinborgar árið 1822 og örlög Glenlivet-viskísins voru ráðin. Miklar sögur fóru af viskíinu úr skoska dalnum og konungurinn vildi fá að smakka það. Endirinn varð sá að hann drakk ekki annað en Glenlivet á meðan á Edinborgardvölinni stóð. Glenlivet-viskíinu var borgið og viskíframleiðslan var leyfð. Stolt, áStríðu- þrungið, fullkomið tExtI: fríða björnssdóttir • MynDIr: geir ólafsson o.fl. tHE GlEnlIVEt Glenlivet 12 ára er ljósgyllt á lit með ávaxtaríkum tóni og votti af malti í lokin. Langt eftirbragð, meðalfylling og nettur ávaxtatónn. Það kostar 6299 kr. í ÁTVR. Glenlivet French Oak 15 ára er djúpgyllt á litinn. Ilmurinn er léttur, fágaður og að auki með ilm af sítrus- og appelsínuberki. Bragðið einkennist af kryddi og ávöxtum með súkkulaði og mangó í aðalhlutverki. Það kostar 9999 kr. í ÁTVR. Glenlivet 18 ára er karamellubrúnt. Ilmurinn er blómlegur og sætur með eikartóni. Það er bragð- mikið hunangs-, hnetu-, engifer- og blönduðu kryddbragði. Það kostar 12.490 kr. í ÁTVR. S a g a n á b a k v i ð v í n i ð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.