Frjáls verslun - 01.10.2008, Síða 49
50 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8
Steinþór Einarsson er fagmenntaður þjónn, sem unnið hefur á veitingahúsum í fjölda ára og einnig komið að sölu Glenlivet-viskísins hér á landi. Hann brá sér til Skotlands á dögunum á svokallað „masterclass“-námskeið í viskífræðum
í Ballindalloch í Moray í norðaustanverðu Skotlandi en þar fer fram-
leiðsla viskísins fram. „Á námskeiðinu er farið djúpt í framleiðsluað-
ferðir og hráefni, mikið lagt upp úr smökkun og ekki síst því hvernig
á að smakka. Skotarnir segja að þarna læri maður allt um viskí, allt
frá byggi í glas,“ segir Steinþór.
Námskeiðið sóttu milli tíu og tuttugu einstaklingar, allt fólk sem
kemur að sölu Glenlivet í sínum heimalöndum. Hópurinn fór út á
akrana og skoðaði byggið, fylgdist með möluninni og síðan fram-
leiðsluferlinu öllu þar til veigarnar voru komnar í glösin. Einnig
gafst þátttakendum tækifæri til að blanda og búa til sitt eigið viskí úr
nokkrum viskíblöndum frá ýmsum héruðum í Skotlandi og fengu
þeir þar með innsýn í starf hinna svokölluðu „masterblenders“ sem
blanda viskíið en það er talin mikil list.
Að sögn Steinþórs voru fleiri konur á námskeiðinu en karlar og
meira að segja mikið af ungum konum. „Margir halda að viskí sé ein-
hver karladrykkur, heldrimannadrykkur, en nú orðið er það drukkið
af báðum kynjum og fólki á öllum aldri.
Franska fyrirtækið Pemod Richard á nú Glenlivet-viskíverksmiðj-
urnar í Skotlandi en heimasíða fyrirtækisins er www.glenlivet.com.
Glenlivet er mest selda „single malt“ viskíið á verslunum ÁTVR en
það er að sjálfsögðu einnig selt í Fríhöfninni. Þá má geta þess að
Glenlivet býður upp á úrval gamalla árganga í miklu magni.
Hátt upp til fjalla, í djúpum dal (glen) í skosku Hálöndunum hófst saga Glenlivet-
viskísins snemma á 19. öld. Dalurinn var tilvalinn griðastaður fyrir þá sem stund-
uðu brugg sem var algjörlega ólöglegt á þessum tíma. En svo kom Georg konungur
IV til Edinborgar árið 1822 og örlög Glenlivet-viskísins voru ráðin. Miklar sögur
fóru af viskíinu úr skoska dalnum og konungurinn vildi fá að smakka það. Endirinn
varð sá að hann drakk ekki annað en Glenlivet á meðan á Edinborgardvölinni stóð.
Glenlivet-viskíinu var borgið og viskíframleiðslan var leyfð.
Stolt, áStríðu-
þrungið, fullkomið
tExtI: fríða björnssdóttir • MynDIr: geir ólafsson o.fl.
tHE GlEnlIVEt
Glenlivet 12 ára er ljósgyllt á lit með ávaxtaríkum
tóni og votti af malti í lokin. Langt eftirbragð,
meðalfylling og nettur ávaxtatónn. Það kostar
6299 kr. í ÁTVR.
Glenlivet French Oak 15 ára er djúpgyllt á litinn.
Ilmurinn er léttur, fágaður og að auki með ilm af
sítrus- og appelsínuberki. Bragðið einkennist af
kryddi og ávöxtum með súkkulaði og mangó í
aðalhlutverki. Það kostar 9999 kr. í ÁTVR.
Glenlivet 18 ára er karamellubrúnt. Ilmurinn er
blómlegur og sætur með eikartóni. Það er bragð-
mikið hunangs-, hnetu-, engifer- og blönduðu
kryddbragði. Það kostar 12.490 kr. í ÁTVR.
S a g a n á b a k v i ð v í n i ð