Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 38
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 39 Ólafur Ó. Guðmundsson yfirlæknir: með ríka rétt- lætiskennd Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir hjá Barna og unglingageðdeild Landspítalans, er æskufélagi Björns en þeir kynntust við upphaf barnaskóla í Kópavogi. „við Bjössi erum æskuvinir og sú vinátta hefur auðveldlega staðið af sér mismun- andi nám og langdvalir erlendis. Bjössi gat verið uppátækjasamur og stríðinn á en á frekar góðlátlegan hátt. Hann hefur alltaf átt auðvelt með að kynnast og umgangast fólk enda bæði opinn og einlægur í því sem hann er að gera. Á tímabili bárum við saman út Tímann og Þjóðviljann og Bjössi kom okkur í samband við lakkrísgerð og gerður var samningur um skipti á blöðum og lakkrís. Enduðum við blaðburðinn svo inni í Citroen-bragga að hakka í okkur lakkrís en pabbi hans var með umboðið fyrir þá merkilegu bíla. Á tímabili vorum við með ljósmyndadellu og voru myndir seldar til Kópavogsblaðsins og jafnvel Morgunblaðsins. Á unglingsárunum var Bjössi mjög pólitískur, gælt var við anark- isma og pönk og málin hugsuð svo „glo- balt,“ að ekki var alltaf auðvelt að fylgja honum. Á þeim árum fórum við fjórir vinir í mánaðar lestarferð um Evrópu þvera og endilanga þar sem ævintýramennskan réð för, enda áttum við litla peninga en nóg af hugviti og þar lá hann ekki á liði sínu þegar við þurftum að bjarga okkur við mismunandi aðstæður. Rauða þræð- inum hjá Bjössa myndi ég helst lýsa með ríkri réttlætiskennd, í samblandi við drift og framkvæmdasemi.“ Þorsteinn Tómasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti: afar frjór og framtakssamur Þorsteinn Tómasson, skrifstofustjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu og stjórnarformaðurinn hjá ORF, kynntist Birni þegar hann kom úr námi til líftækni- rannsókna hér á landi. „Ég var forstjóri Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins á þeim tíma og stofnunin gerðist stærsti hluthafinn í ORF þegar það var stofnað. Björn er eins og allir frumkvöðlarnir sem standa að fyrirtækinu einstaklega vand- aður og góður maður. Hann er farsæll og honum er lagið að efla góðan starfsanda í fyrirtækinu. Hann er afar frjór í hugsun, framtakssamur og býr yfir eiginleikum sem koma sér vel þegar ætlunin er að þróa flókin fræði yfir í sjálfbært fyrirtæki á markaði. Björn er vakandi fyrir öllum möguleikum í stöðunni enda fyrirtækið í mikilli þróun. Eins og allir sem standa að Orfinu vinnu Björn mjög mikið og jafn- vel svo mikið að stundum hefur maður áhyggjur af því. Það er feikilega mikil og löng törn að koma hugmynd í vísinda- og rannsóknastarfi í rekstur sem ber sig og ekki öllum lagið að gera það. Eitt af því sem einkennir starfsemina er hversu létt er yfir öllum og mikil gleði í starfi og ekki annað hægt en að dást að því sem hér er að gerast.“ Birna Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Háskóla Íslands: með plómutré í garðinum Birna Björnsdóttir, verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík, kynntist Birni skömmu eftir að hann kom heim frá Kanada og þau sátu saman í stjórn Skautafélags Reykjavíkur. Þorsteinn sonur Björns stundar íshokkí af miklum krafti og Björn er mjög duglegur að sækja leiki og virkur í að fylgjast með íþróttaiðkun sonar síns. Björn er gríðarlega nákvæmur maður og lærir allt til hlítar sem hann sökkvir sér ofan í. Hann hafði kynnt sér íshokkí í Kanada og er vel að sér um erlenda leikmenn, leikjareglur og leik- kerfi. Hann er því hafsjór af fróðleik um íþróttina. Eins og Björn er klár er hann ótrúlega lítill tækjamaður og hálfgerður klaufi þegar kemur að tölvum. Hann slær til dæmis allt inn með tveimur fingrum og er stundum gert grín að honum fyrir það – en hann svarar á móti að fólk eigi ekki að skrifa hraðar en það hugsar. Hann er líka mikill klaufi þegar kemur að notkun gsm-síma og ég efast um að hann kunni að senda sms, enda svarar hann öllum slíkum með símtali. Björn hefur ríkan áhuga á garðyrkju og á mjög fallegan garð þar sem hann leggur áherslu á að viða að sér plöntum sem eru á einhvern hátt sérstakar og sinnir þeim vel. Hann er til dæmis með plómutré í garðinum sem gaf af sér sextíu plómur í sumar, eins og það væri í garði við Miðjarðarhafið. SAGT UM BjÖRn ÖRvAR:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.