Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 15
16 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðu grein Skattborgarinn Hver er hann? Hann er hinn nýi milljarðamæringur Íslendinga, hann er skattborg- arinn. Hann er okkar maður í þessari grein og við ætlum að skoða hvernig málin horfa við honum. Hann er á miðjum aldri, aldrinum 30 til 40 ára, ágætlega mennt- aður, með fjölskyldu og hann er skuldum vafinn eftir að hafa keypt sér íbúð fyrir nokkrum árum þegar útlána- og eignabólan var í hæstu hæðum og verð á íbúðum var hátt. Hann er af kynslóðinni sem hefur hvorki þekkt verðbólgu né atvinnuleysi. Eina verðbólgan sem hann hefur heyrt um var verð- bólgan á fasteignum og hlutabréfum. Honum leist í sjálfu sér ekki mjög illa á hana – sá meira að segja íbúðina sína hækka í verði um tíma og gat reiknað út aukið eigið fé í íbúðinni. Núna syngur hann lagið: Ég lifði í draumi. Hann veit samt að hann má ekki missa eldmóðinn, ekki missa trúna, ekki missa niður drauminn. Hann verður að lifa í draumi. Honum er sagt að gömlu gildin séu komin aftur í hagfræðinni. Að það sé ekki hægt að taka góðæri að láni heldur verði að vera innstæða fyrir nýju góðæri, hvenær sem það birtist. Þetta er svolítið erfitt fyrir hann, hann er af excel-kynslóðinni og vanur að reikna og reikna; yfirleitt sér í hag. Hann er skattborgari og líður í sjálfu sér vel með það; það merkir að hann hafi vinnu og geti borgað skatta. Hann er samt ekki alveg búinn að melta það að hann er hinn nýi milljarðamæringur Íslendinga; á hann er NÚNA treyst. Hann dregur vagninn Okkar maður, skattborgarinn, skynjar ekki að hann sé hinn nýi millj- arðamæringur þótt stjórnvöld komi þannig fram við hann og séu jafnvel til í að skála við hann. Honum er ætlað að draga vagninn á næstu árum. Hann er maðurinn á bak við ríkissjóð. Þegar ríkissjóður tekur á sig auknar byrðar þá kemur til kasta hans. Hann var að vísu lækkaður í launum um 15% nýlega svo „kæri rík- issjóður; þú færð því miður minna núna“. Hann hefur líka lækkað í launum óbeint. Það heitir víst á tækni- máli að kaupmáttur hans hefur rýrnað vegna verðbólgunnar. Verð á vöru og þjónustu hækkar og er hleypt út í verðlagið án þess að laun hans hækki – þau eru ekki verðtryggð; það eru bara skuldirnar hans. Hagfræðingar nefna þetta að raunlaun hans hafi lækkað. Hann kannast vel við þetta orðalag úr blöðunum. Lækkun raunlauna hefur verið notuð sem rök með því að hafa krónu sem gjaldmiðil og nota hana sem stjórntæki til að jafna út hagsveiflur. Formúlan er þessi: HINN NÝI MILLJARÐAMæRINGUR HANN ER SKATTBoRGARINN Ráðamenn þjóðarinnar virðast í miðri kreppunni hafa fundið nýja auðlind. TExTI: jón G. Hauksson MYNDIR: Geir ólaFsson TEIKNING: lilja Gunnarsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.