Frjáls verslun - 01.10.2008, Blaðsíða 7
KYNNING8 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8
TAS er þjónustufyrirtæki á upplýsingatæknisviði sem á að baki tíu ára sögu, en hefur á þeim árum gengið
í gegnum sameiningar og síðast árið 2007 í gegnum uppkaup frá
Háspennugarði. Í gegnum tíðina hefur fyrirtækið verið rekið án
skuldsetningar og getur þar af leiðandi tekist á við breytt rekstrarum-
hverfi sem nú blasir við íslenskum fyrirtækjum. Að undanförnu hafa
hundruð fyrirtækja verið heimsótt og ekki minni fjöldi af tilboðum
hafa verið gerð og hafa umsvif fyirtækisins aldrei verið meiri. Fram-
kvæmdastjóri TAS er Sigurður Álfhildarson:
„Í því mikla brimróti sem ríður yfir landið nú um stundir höfum
við tekið sérstaklega eftir því að fyrirtæki eru að leita eftir hagræð-
ingu í rekstri. Umsvif TAS byggjast á innri vexti sem leiðir af sér að
félagið er ekki með vaxtaberandi skuldir svo neinu nemi og hefur
litla yfirbyggingu, sem leiðir af sér að við getum boðið hagstæðari
verð til viðskiptavina. Okkar rekstur byggist
á þremur stoðum, sem eru umsýsla, umsjón
og rekstur tölvukerfa fyrir fyritæki og stofn-
anir, hýsing gagnagrunna, póst-, gagnaþjóna,
sem og endursala á hug- og vélbúnaði. Ekki
skemmir svo fyrir að við erum á vakt allan
sólarhringinn.“
Það var síðastliðið haust sem ákveðið var
að fara í markaðsherferð og að sögn Sigurðar hefur hún gengið mjög
vel þegar miðað er við aðstæður á innanlandsmarkaðinum: „Við
einbeitum okkur að fyrirtækjum og stofnunum sem eru lítil og með-
alstór og skemmst er frá því að segja að viðbrögðin við auglýsingum
okkar hafa verið frábær. Þegar við vorum að byrja markaðsherferð-
ina fór allt á hliðina í þjóðfélaginu en við ákváðum að halda áfram
og vera ekkert að draga í land og það hefur komið í ljós að var rétt
ákvörðun.“
Slökkvilið atvinnulífsins
TAS býður lægra verð á útseldum tíma og rukkar eingöngu fyrir
hverjar 15 mínútur (0,25 klst) til þeirra sem hafa þjónustusamning.
Hröð þjónusta er í fyrirrúmi og öll mál greind á einni klukkustund og
leyst innan eins dags undir eðlilegum kringumstæðum og er aðgangur
að starfsmönnum allan sólarhringinn:
„Ég get tekið sem dæmi að hringt var í okkur á mánudegi frá
fyrirtæki sem var með netþjóninn sinn úti og ekki var hægt að fá
þjónustu frá umboðsaðila fyrr en eftir fjóra klukkutíma. Við fórum í
málið í hvelli og á innan við tveimur klukkutímum var netþjónninn
kominn í gang. Þessi saga lýsir vel hvernig við nálgumst verkefnin.
Við viljum vera slökkvilið atvinnulífsins. Það vita allir að þegar hringt
er í slökkviliðið vegna bruna þá kemur það strax og það sama á við
um okkur, við komum um leið og óskað er eftir þjónustu okkar. Og
þá er vert að taka fram að sá sem kaupir af okkur þjónustu fær sinn
viðskiptastjóra innan fyrirtækisins sem hægt er að hafa samband við
hvenær sem er allan sólarhringinn. Sé um næturvinnu að ræða fer
beiðnin úr símanúmeri hans á bakvaktina þannig að aldrei á að verða
nein bið.“
Samningur við Iron Mountain
Meðal þess sem er nýtt hjá TAS er samningur
við Iron Mountain í Bandaríkjunum: „Iron
Mountain er leiðandi í lausnum í öryggis-
afritun, hvort heldur er fyrir útstöðvar eða
netþjóna og lausnir sem byggjast á afriti Iron
Mountain eru sérstaklega aðlagaðar viðskiptavinum. Afritun getur
farið í gegnum Internetið eða innan staðarnets hvers fyrirtækis, sam-
hliða því getur endurheimt gagna farið fram með sama hætti. Þjón-
ustudeild TAS getur sinnt allri framkvæmd þjónustunnar, allt frá upp-
setningu búnaðar og afritunartöku til flutnings afrita og afhendingu
þeirra, allt eftir óskum viðskiptavina. Við höfum aðgang að gagnaveri
félagsins í Evrópu en starfrækjum einnig gagnaver fyrir þjónustuna í
Reykjavík.“
Vistun tölvukerfa
Hýsing er miðlæg vistun tölvukerfa þar sem viðskiptavinur nálgast
gögn yfir netið í gegnum viðeigandi tengingar. Hægt er að fá upplýs-
ingakerfi, póstþjóna og gagnagrunna hýst í tækjasal TAS. Sigurður segir
Með því að gera
þjónustusamning geta
menn litið á sérfræðinga
TAS sem sína tölvudeild.
Hröð og vönduð
þjónusta við fyrir-
tæki og stofnanir
TAS hugbúnaðarþjónusta: