Frjáls verslun - 01.10.2008, Page 56
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 57
ekki kaupa allir jólatré í versl-
unum heldur saga niður sín
tré sjálfir. Guðmundur Jens
Bjarnason, lyfjafræðingur
hjá Actavis, gerði það eitt
árið. „Vinnufélagi minn var í
Skógræktarfélagi Kópavogs
og reyndi að fá mig og fleiri
til að gerast meðlimir fyrir 15
árum síðan. „Gjaldið er bara
2000 krónur,“ sagði hann,
„og innifalið jólatré á hverju
ári“.“ Guðmundur ákvað því
að slá til, skráði sig í félagið
og ákvað að höggva eigið tré í
fyrsta sinn fyrir jólin. „Ég fór um
kvöld í myrkri og slagviðri til að
saga niður tré. Ég hrasaði og
sagaði næstum af mér fingur.
Það kostaði mig um 3000
krónur að láta gera að sárinu á
slysadeild. Síðan þetta gerðist
hef ég því ekki enn lagt í það
að „saga“ – en æ síðan borgað
í skógræktarfélagið.“
Bjarni Geir Alfreðsson rekur mat-
sölustaðinn Fljótt og gott í húsnæði
Umferðarmiðstöðvarinnar. Þar er
meðal annars boðið upp á skötu á
Þorláksmessu og eru fastakúnnar
þennan dag á milli hundrað og tvö
hundruð manns – í þeim hópi eru meðal
annars listamenn, stjórnmálamenn og
bankamenn.
Nokkur hundruð kíló af skötu eru
soðin þennan dag auk þess sem
boðið er upp á siginn fisk, saltfisk,
svið og hangikjöt. „Sumir borða ekki
skötu en koma út af andrúmsloftinu á
Þorláksmessu,“ segir Bjarni.
Á meðal fastakúnna sem koma
árlega á Þorláksmessu eru feðgar og
er faðirinn vanur að koma til Bjarna og
segja eitthvað í líkingu við: „Nú var hún
ekki eins góð og sterk eins og í fyrra.“
Bjarni segir að maðurinn fái sér alltaf
aftur á diskinn og komi aftur til sín og
segi eitthvað í líkingu við: „Þetta var allt
annað en bitinn sem ég fékk áðan.“
„Þetta er sama skatan,“ segir Bjarni.
„Þetta er sálrænt.“
Oftast tekur tónlistarmaður lagið fyrir
gesti matsölustaðarins á degi Þorláks
og er þá um að ræða tónlistarmenn
sem bók hefur verið skrifuð um þau
jólin. Síðan er honum boðin skata.
Bjarni segir að sér finnist skata
góður matur. „Ég vil hana mátulega
kæsta og saltaða.“
Hann hefur staðið í brúnni hjá Fljótt
og gott BSÍ á Þorláksmessu í 13 ár og
heldur því áfram. „Þetta er einhver fyll-
ing sem ég fæ. Þetta er mitt eigið leik-
svið. Þetta er minn einleikur með fullt af
aukaleikurum.“
Bjarni Geir Alfreðsson. „Sumir borða ekki skötu
en koma út af andrúmsloftinu á Þorláksmessu.“
Bjarni Geir Alfreðsson
Þorláksmessuskatan á
leiksviði Bjarna (Snæðings)
Guðmundur Jens Bjarnason
Sagaði næstum
af sér fingur
Guðmundur Jens Bjarnason: „Það kostaði mig um
3000 krónur að láta gera að sárinu á slysadeild.
Síðan þetta gerðist hef ég því ekki enn lagt í það að
„saga“ – en æ síðan borgað í skógræktarfélagið.“
Jólin koma