Frjáls verslun - 01.10.2008, Qupperneq 58
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 8 59
Hulda Gunnlaugsdóttir: „Maður borðar gamaldags mat á aðfangadags-
kvöld í Noregi,“ segir Hulda og líkir því við íslensku þorramatshefðina.
Hulda Gunnlaugsdóttir
Gamaldags matur
og ákavíti
Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans, bjó í Noregi í 19 ár.
Hún er gift norskum manni og eiga þau fjögur börn til samans. Hvað
varðar jólamatinn segir Hulda hefðir fara eftir því hvar í landinu fólk
býr. Hún bjó í Ósló og vandist því að borða á aðfangadagskvöld
steiktan svínahrygg, kjötkökur, medisterpylsur og kartöflur.
„Maður borðar gamaldags mat á aðfangadagskvöld í Noregi,“ segir
Hulda og líkir því við íslensku þorramatshefðina.
Í eftirrétt vandist hún á að borða múltuber með þeyttum rjóma.
Hvað drykki varðar segir Hulda Norðmenn gjarnan drekka ákavíti
og jólabjór á aðfangadagskvöld og fannst henni það í fyrstu skrýtið að
boðið sé upp á áfengi þetta kvöld.
eiginmaður Huldu býr enn í Noregi og verður hún þar í landi um
jólin. Íslenskt hangikjöt verður í farangrinum.
Þess má geta að jólin í Noregi eru hringd inn klukkan fimm og er
fjölskyldan vön að fara í messu sem hefst klukkan fjögur.
Ingvar Sigurðsson. „Að
loknu borðhaldi spjalla
menn saman og halda síðan
til klefa sinna og skoða jóla-
gjafir sem þeir hafa tekið með
sér að heiman og hringja síðan
í sína nánustu.“
Ingvar Sigurðsson
Jólin um borð
(„Fá skip eru á sjó um jólin, nánast engin fiskiskip en
nokkur fraktskip.“ Ingvar Sigurðsson, framkvæmdastjóri
skiparekstrardeildar hjá eimskip, segir að um 30 sjómenn,
sem starfa hjá fyrirtækinu, verði á sjónum um jólin og
áramótin. Aðrir verða heima þar sem tvö skip verða við
bryggju hér á landi yfir jólin. Ýmislegt er gert um borð til
að skapa jólastemningu.
„Þegar skip eru úti á sjó um jólin þá gengur allt sinn
vanagang; menn ganga sínar vaktir og sinna störfum
sínum. Jólatré er sett upp og skreytt til hátíðabrigða og
þegar líður að aðfangadagskvöldi fara skipverjar í sín
betri föt og mæta flestir í borðsalinn þar sem kokkurinn
ber fram kræsingar eða hinn hefðbundna jólamat. Þeir
sem eru á vakt í brúnni þurfa að sinna skyldum sínum en
eru leystir af eftir að aðrir eru búnir að borða. Að loknu
borðhaldi spjalla menn saman og halda síðan til klefa
sinna og skoða jólagjafir sem þeir hafa tekið með sér að
heiman og hringja síðan í sína nánustu.“
Á árum áður sóttust nemendur Sjómannaskólans eftir
að fá afleysingar á skipunum um jól og áramót en í dag
eru föst áhafnarskipti um borð svo
lítið er um það.
Jólin koma