Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.2014, Side 9

Læknablaðið - 01.07.2014, Side 9
LÆKNAblaðið 2014/100 377 R i T S T J Ó R n a R G R E i n Gífurlega mikil þróun hefur átt sér stað síð­ ustu áratugi innan heilbrigðisþjónustunn­ ar. Sérstaklega á þetta við um þróun á sviði tækni og lyfja. Starfsfólk á sjúkrahúsum þarf nú að hafa með höndum flókin tæki og öflug lyf og séu þau notuð á rangan hátt geta þau haft alvarlegar afleiðingar fyrir sjúklingana. Menntun heilbrigðisstétta og þróun vinnubragða á spítölum hefur ekki haldið í við þessa þróun. Í Svíþjóð er talið að á hverju ári hljóti um 100.000 sjúklingar varanlegt mein af völdum óhappa í heil­ brigðisþjónustunni og að um 3000 sjúk­ lingar bíði bana árlega af sömu ástæðu. Síðastliðinn áratug hefur skilningur á gildi svokallaðrar öryggismenningar farið vaxandi innan heilbrigðisgeirans. Heil­ brigðisgeirinn lítur nú í auknum mæli til annarra starfsgreina sem hafa komist lengst á sviði öryggis, svo sem fluggeirans. Þar ríkir skilningur á því að öryggi farþega og starfsfólks er háð samspili á milli hins mannlega þáttar við tækni og skipulag á vinnustað. Allir þessir þættir geta brugð­ ist, hver fyrir sig, en sjaldan allir í einu. Í starfsemi sem einkennist af öryggishugar­ fari og öryggismenningu sér maður til þess að allir þættirnir þrír vinni saman, þannig að ef einn þeirra bregst grípur annar inn í. Stórslys gerast þegar tveir eða fleiri þættir bregðast samtímis. Hingað til hafa óhöpp innan heilbrigðis­ stofnana verið rannsökuð eingöngu innan heilbrigðiskerfisins og af eftirlitsstofn­ unum þess, og þar hefur þróun síðustu ára verið sú að í auknum mæli er forðast að leita að sökudólgum og fremur leitað þess sem úrskeiðis fór og af hverju. Nú sýna aðrir geirar þjóðfélagsins aukinn áhuga á að fá innsýn í þessi mál. Fyrir skömmu var barnalæknir á Karolinska sjúkrahúsinu settur í gæsluvarðhald og ákærður fyrir að hafa bundið enda á líf dauðvona fyrirbura sem viðkomandi læknir meðhöndlaði í lok lífsins. Tveimur árum og einni eyðilagðri starfsævi síðar lauk málinu með því að læknirinn var sýknaður. Það er ólöglegt að flýta fyrir dauða sjúklings sem liggur á dánarbeði en það er skylda hjúkrunarfólks að lina þjáningar í lok lífsins. Munurinn á þessu tvennu kann að virðast óljós fyrir þá sem ekki eru læknar eða hjúkrunarfólk en er augljós öllum sem hafa til þess menntun. Öll þessi atburðarás olli mikilli óvissu og ótta meðal starfsfólks á sjúkrahúsinu og stjórn sjúkrahússins neyddist til að verja miklum kröftum í að styðja barnalækninn og nánustu samstarfsmenn, ekki síst til að tryggja að meðferð dauðvona sjúklinga færi ekki úrskeiðis. Í Svíþjóð rannsakar svokölluð „stór­ slysanefnd“ (Statens haverikommiss­ ion) slys og alvarleg óhöpp sem gerast af völdum almenningssamgöngutækja eða í kjarnorkuverum. Fyrir nokkru barði þessi stofnun að dyrum Karolinska sjúkrahúss­ ins og vildi rannsaka óhapp sem hafði kost­ að sjúkling lífið. Óhappið var þegar í rann­ sókn samkvæmt hefðbundnum leiðum innan heilbrigðisgeirans. Niðurstaðan af þessum tveimur rannsóknum var að mestu samhljóða og án þess að bent væri á nokk­ urn sökudólg. Skýrsla „stórslysnefndar“ var hins vegar mjög ýtarleg og lærdómsrík fyrir það umbótarstarf sem hefur átt sér stað um árabil á Karolinska. Hér eru tekin tvö dæmi, annars vegar þar sem dómsvaldið grípur inn í gang mála til að finna hver sé ábyrgur og dæma viðkomandi til refsingar, og hins vegar „stórslysanefnd“ sem hefur langa reynslu af því að byggja upp öryggismenningu og skilur mikilvægi þess að rannsóknin beinist að því að komast að „hvað“ gerðist og ekki „hver“ gerði það. Hið síðarnefnda leiðir óhjákvæmilega til óvissu og hræðslu á vinnustað sem skapar hættu í sjálfu sér en einnig til þess að starfsfólk lætur vera að skýra frá frávikum og óhöppum sem annars gætu leitt til umbóta og aukins ör­ yggis sjúklinga. Hin margþætta atburðarás sem oftast er undanfari alvarlegs óhapps gerir það að verkum að erfitt er að benda á nokkurn einstakan sem er ábyrgur. Fyrr eða síðar verður öllum á að gera mistök og þá ríður á að gera vinnustaðinn þannig úr garði að tæki og vinnuaðferðir minnki hættuna á alvarlegum afleiðingum þessara mistaka. Vinnuveitandinn ber ábyrgð á því að þessu sé framfylgt á vinnustöðum þar sem líf og heilsa fólks er í húfi. Hlutverk dómsvaldsins er að túlka lögin og dæma til refsingar séu þau brotin. Að sjálfsögðu eiga landslög að ná jafnt til allra, einnig starfsfólks sjúkrahúsa. Löggjafar­ valdinu ber hins vegar að sjá til þess að lög­ in taki fullt tillit til þess hvernig flókin há­ tæknistarfsemi, eins og heilbrigðisgeirinn er orðinn, byggir upp öryggismenningu. Birgir Jakobsson barnalæknir, sjúkrahússtjóri Karolinska Universitetssjukhuset Birgir.jakobsson@karolinska.se „Shame and blame“ threatens patient safety Birgir jakobsson MD, CEO of Karolinska University Hospital, Stockholm Leit að sökudólgum skaðar öryggi sjúklinga Staðfest sem 1. valkostur til viðhaldsmeðferðar. Við LLT á öllum stigum ®HEFJIÐ MEÐFERÐ MEÐ SPIRIVA (TÍÓTRÓPÍUM) 2��milljónir�sjúklingaára� **1 ��me��Spiriva ÞAÐ Á AÐ LIFA LÍFINU SPIRIVA: Langverkandi andkólínvirkt lyf til viðhaldsmeðferðar við LLT einu sinni á dag. SPIRIVA TÍÓTRÓPÍUM 16% FÆKKUN 2DAUÐSFALLA P< 0,05 • • • • • • • • Minnkar viðvarandi 3.4.* andnauð Minnkar marktækt hættu 5,6,*,+á versnun LLT Eykur marktækt lífsgæði 5,7,8,#.+hjá LLT-sjúklingum Eykur marktækt líkamlegt 4,9,10,# úthald # Upplýsingarnar sem koma fram vísa til meðferðar með SPIRIVA 18 míkróg ®einu sinni á dag með HandiHaler + SPIRIVA breytti ekki skerðingarhraða lungnastarfsemi. Aukaendapunktur í UPLIFT sýnir að meðferðin leiðir til meiri bóta á lungnastarfsemi saman- borið við lyfleysu S p i- 1 3 -0 1 -1 0 m aj 2 0 1 3 Andkólínvirkt lyf með fyrirliggjandi upplýsingar um dauðsföll *Ábendingin: Tíótrópíum er ætlað sem berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu (LLT). ** Í heiminum. Heimildir: 1. Yohannes, A.M. et al, Ten years of tiotropium: clinical impact and patient perspectives, International Journal of COPD 2013;8:117-125. 2. Samantekt á eiginleikum Spiriva innöndunardufti í hylkjum, samþykkt af heilbrigðisyfirvöldum í Danmörku 19. júní 2012. „Lyfhrif: Í rannsókn sem stóð yfir í 4 ár sást bati á lungnastarfsemi (FEV1). Batinn hélst stöðugar öll 4 árin. Á meðferðartímanum sást 16% minnkun hættu á dauðsfalli.“ 3. Casaburi R et al. A long-term evaluation of once-daily inhaled tiotropium in chronic obstructive pulmonary disease. Eur Respir J 2002;19:217-224. 4. O'Donnell DE et al. Effects of tiotropium on lung hyperinflation, dyspnoea and exercise tolerance in COPD. Eur Respir J 2004;23:832-840. 5. Tashkin DP et al; for the UPLIFT® Study Investigators. A 4-year trial of tiotropium in chronic obstructive pulmonary disease. N Engl J Med 2008;359:1543-54. 6. Vogelmeier C et al; for the POET-COPD Investigators. Tiotropium versus salmeterol for the prevention of exacerbations of COPD. N Engl J Med 2011;364:1093-1103. 7. Troosters T et al; for the UPLIFT® Study Investigators. Tiotropium as a first maintenance drug in COPD: secondary analysis of the UPLIFT® trial. Eur Respir J 2010;36:65-73. 8. Tonnel AB et al; for the TIPHON study group. Effect of tiotropium on health-related quality of life as a primary efficacy endpoint in COPD. Int J Chron Obstruct Pulmon Dis 2008;3:301-310. 9. Casaburi R et al. Improvement in Exercise Tolerance With the Combination of Tiotropium and Pulmonary Rehabilitation in Patients With COPD. Chest 2005;127:809-817. 10. Maltais F et al. Improvements in Symptom-Limited Exercise Performance Over 8 h With Once-Daily Tiotropium in Patients With COPD. Chest 2005;128:1168-1178.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.