Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.2014, Side 11

Læknablaðið - 01.07.2014, Side 11
LÆKNAblaðið 2014/100 379 Inngangur Blóðbornir smitsjúkdómar eru erfitt heilsuvandamál meðal sprautufíkla. Þessi sjúklingahópur er oft á jaðri samfélagsins og er í aukinni hættu á slíkum sjúkdóm­ um. Þeir leita sér síður læknisaðstoðar og meðferðar­ heldni er jafnframt lakari en margra annarra. Árið 2007 varð snögg aukning á HIV­smitum í hópi sprautufíkla á Íslandi. Á tímabilinu 2007­2011 greindust 34 HIV­ný­ smit hjá sprautufíklum samanborið við fjögur nýsmit í sama hópi árin 2002­2006. Á síðustu tveimur árum hefur aukningin hins vegar gengið til baka. Árið 2012 greindust 6 nýsmit í þessum hópi og eitt nýsmit árið 2013.1 Ein af þeim aðgerðum sem hefur gefið góða raun erlendis gegn útbreiðslu blóðborinna smitsjúkdóma meðal sprautufíkla er nálaskiptiþjónusta, sem oft er beitt ásamt öðrum úrræðum til skaðaminnkunar (harm reduction).2,3 Hlutverk þjónustunnar er að veita sprautufíklum ókeypis aðgang að hreinum nálum og að safna notuðum nálum til förgunar. Á Íslandi hefur þjónustan verið starfrækt af Reykja­ víkurdeild Rauða Kross Íslands frá árinu 2009, en umfangið hefur verið mismikið. Markmið rannsókn­ arinnar var að meta hvort þessi þjónusta sé kostnaðar­ virk forvörn gegn útbreiðslu HIV hjá sprautufíklum á Íslandi. Efniviður og aðferðir Tekið var fyrir 10 ára tímabil, 2011­2020, og bornar sam­ an aðstæður með og án nálaskiptiþjónustu. Kostnaður og árangur var metinn fyrir hvort tilvik fyrir sig að gefnum rökstuddum forsendum. Árangur var mældur 1Læknadeild, 2hagfræðideild Háskóla Íslands, 3smitsjúkdómadeild Landspítala. inngangur: Árið 2007 varð snögg aukning á HIV-smitum meðal sprautu- fíkla á Íslandi. Frá 2007-2011 greindust 34 HIV-nýsmit meðal sprautufíkla samanborið við fjögur nýsmit árin 2002-2006. Markmið rannsóknarinnar var að meta hvort nálaskiptiþjónusta væri kostnaðarhagkvæm forvörn gegn HIV meðal sprautufíkla á Íslandi. Efniviður og aðferðir: Kostnaðarnytjagreining var gerð út frá samfélags- legu sjónarhorni. Verðlagsár greiningarinnar er 2011 og við núvirðingu var miðað við 3% afvöxtunarstuðul. Borið var saman 10 ára tímabil, 2011- 2020 með og án nálaskiptiþjónustu. Kostnaðarnytjahlutfall var reiknað út frá kostnaði á hvert lífsgæðavegið lífár. Næmisgreining var gerð á öllum helstu forsendum. niðurstöður: Heildarkostnaður samfélagsins vegna HIV-sýkinga sprautu- fíkla á tímabilinu 2011-2020 var áætlaður 914.369.621 kr. án nálaskipti- þjónustu en 947.653.758 kr með nálaskiptiþjónustu. Umframkostnaður samfélagsins vegna nálaskiptiþjónustu á tímabilinu er því 33.284.137 kr. Nyt samfélagsins af nálaskiptiþjónustu eru 7,39 lífsgæðavegin lífár. jafn- framt kemur nálaskiptiþjónusta í veg fyrir 4-5 HIV-sýkingar á tímabilinu. Kostnaðarnytjahlutfallið af því að veita nálaskiptiþjónustu í stað engrar er 4.506.720 kr. Ályktanir: Samkvæmt viðmiði Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar er aðgerð kostnaðarvirk ef hún skilar einu lífsgæðavegnu lífári fyrir minna en þrefalda verga landsframleiðslu á einstakling á ári. Árið 2011 var þreföld árleg verg landsframleiðsla á íbúa á Íslandi 15.329.757 kr. Næmisgreining á helstu forsendum skilaði kostnaði innan þessara marka. Nálaskipti- þjónusta er kostnaðarvirk forvörn gegn útbreiðslu HIV meðal sprautufíkla á Íslandi. ÁGRIp Fyrirspurnir: Magnús Gottfreðsson magnusgo@landspitali.is í lífsgæðavegnum lífárum (Quality Adjusted Life Year, QALY) og fjölda HIV­nýsmita og að lokum var kostn­ aðarnytjahlutfall (Incremental Cost-Utility Ratio, ICUR) reiknað. Þegar óvissa ríkti um forsendu var leitast við að hún skekkti rannsóknina frekar að neikvæðu svari til þess að niðurstaðan yrði varfærið mat á hagkvæmni nálaskiptiþjónustunnar. Næmisgreining (sensitivity analysis) var síðan gerð á helstu forsendum til að athuga hvort skekkja í þeim hefði mikil áhrif á niðurstöðuna. Til þess að svara rannsóknarspurningunni þurfti viðmið fyrir kostnaðarvirkni en slíkt viðmið hefur ekki verið gefið út á Íslandi. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin miðar við að aðgerð sé kostnaðarvirk ef hún skilar einu lífgæðavegnu lífári undir þrefaldri árlegri vergri lands­ framleiðslu á einstakling.4 Notast var við þetta viðmið þegar niðurstöður kostnaðarnytjagreiningarinnar voru túlkaðar. Helstu forsendur Fjöldi sprautufíkla á Íslandi er óþekktur. Í þessari rann­ sókn var fjöldinn metinn út frá fjölda einstaklinga sem innrituðust á Vog vegna sprautufíknar.5 Sprautufíkn er langtímaástand þar sem skiptast á tímabil þar sem ein­ staklingi tekst að ná stjórn á fíkninni og tímabil þar sem einstaklingur er í virkri neyslu. Á hverju ári tekst hluta sprautufíkla að ná stjórn á fíkninni en aðrir hefja aftur virka neyslu, auk þess sem nýir sprautufíklar bætast við. Það eru fyrst og fremst virkir sprautufíklar sem njóta góðs af nálaskiptiþjónustunni. Gert var ráð fyrir að þeir sem innrituðust á Vog vegna sprautufíknar á ári væru Greinin barst 20. desember 2013, samþykkt til birtingar 12. maí 2014. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Nálaskiptiþjónusta er kostnaðarvirk forvörn gegn HIV á Íslandi Elías Sæbjörn Eyþórsson1 læknanemi, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir2 hagfræðingur, Magnús Gottfreðsson1,3 læknir R a n n S Ó k n

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.