Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.07.2014, Side 49

Læknablaðið - 01.07.2014, Side 49
LÆKNAblaðið 2014/100 417 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Til að reyna að meta álit starfandi lækna í heilsugæslu á slíkri fjárfestingu var spurningalisti sendur öllum á póstlista Félags íslenskra heimilislækna á heimasíðu Læknafélags Íslands vorið 2011. Af þeim 256 læknum sem skráðir voru á listann bárust svör frá 105, eða 40%. Reyndust 32% svarenda starfa á heil­ brigðisstofnun með ómtæki sem þeir notuðu eða gátu notað við störf sín. Meira en helmingur hafði enga þjálfun í óm­ skoðunum, 6% höfðu fengið þjálfun í óm­ skoðun sem hluta af sérnámi sínu og 12% sótt sérhæfð námskeið í ómskoðunum. Um fjórðungur hafði kynnt sér ómskoðanir en ekki sótt formlega þjálfun. Spurt var um álit lækna á því hvort gagn væri að því að læknar sem starfa við heilsugæslu á landsbyggðinni geti framkvæmt afmarkaðar bráðaómanir af 11 mismunandi tegundum. Í að meðaltali 17% tilvika treystu læknar sér ekki til að leggja mat á gagnsemi. Reyndist nokkur munur vera á gagnsemi ólíkra ómana að mati þeirra heilsugæslulækna sem afstöðu tóku, þannig töldu um 34% þeirra nokkuð eða mjög gagnlegt að gera ómskoðun til að skima fyrir hækkuðum innankúpu­ þrýstingi í höfði, en 85% töldu gagnlegt að geta framkvæmt ómun til að meta líf­ vænleika fósturs hjá þunguðum konum með kviðverki eða blæðingu um leggöng. Nánara yfirlit um svörun hvað varðar gagnsemi einstakra tegunda bráðaóm­ skoðana að mati heilsugæslulækna er að finna á mynd 1. Taldi um helmingur svarenda að fjár­ festing í þjálfun lækna og tækjabúnaði til ómskoðunar væri hagkvæm á þeirri heil­ brigðisstofnun sem þeir störfuðu á, um fjórðungur taldi ólíklegt eða alls ekki að slík fjárfesting væri hagkvæm. Um 60% svarenda töldu líklegt eða öruggt að ómskoðun heilsugæslulæknis myndi bæta þjónustu við sjúklinga en rúmlega 70% svarenda töldu að ómskoðun heilsugæslulæknis myndi nýtast til að meta betur hvenær og hversu brátt flytja þyrfti sjúklinga til nánari greiningar og meðferðar á stærra sjúkrahúsi. Ofangreind svör benda til þess að ís­ lenskir heimilislæknar telji að gagn sé að fjárfestingu í tækjabúnaði og þjálfun í óm­ skoðunum í heilsugæslu. Áhugavert er að tæknin myndi nýtast best að mati héraðs­ lækna til að meta þörf á sjúkraflutningi. Svörun í könnuninni verður einnig að skoða í því ljósi að innan við helmingur svarenda hafði kynnt sér eða hlotið ein­ hverja þjálfun í ómskoðunum. Það er reynsla flestra sem læra að gera klínískar ómskoðanir að skilja varla hvernig þeir gátu komist af án hennar. Líklegt er því að fleiri teldu gagn að ómtækni í héraðslækn­ ingum ef allir læknar sem starfa á þeim vettvangi hefðu hlotið þjálfun í bráðaóm­ skoðunum. Svörun var ekki nema um 40% í þessari könnun og því er lítið hægt að fullyrða út frá niðurstöðum hennar. Ekki er samt hægt að draga aðra ályktun en þá að áhugi sé á bráðaómskoðunum hjá læknum í heilsugæslu og að mati margra sé mögu­ legt að bæta bæði þjónustu við sjúklinga og lækka kostnað með innleiðslu bráðaóm­ unar í heilsugæslu. Mynd 1. Svör heilsugæslu- lækna um gagnsemi bráðaóm- skoðana við ýmsum kvillum.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.