Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 26

Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 26
DAGBÆKUR FORSTJÓRA „Ég er morgunmaður og verður mest úr verki fyrir hádegi. Viðtöl og fundi reyni ég helst að afgreiða að morgninum, enda er fólk þá best vakandi og hugurinn úthvíldur. Síðdegis reyni ég hins vegar að hafa nokkuð óbókað hér á skrifstofunni, enda í mörg horn að líta í starf- inu. Kópavogsbær er stórt fyrirtæki,“ segir Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi. Starf verktaka og bæjarstjóra áþekkt Gunnar er gjarnan kominn á stjá upp úr klukkan sex á morgnana. Tíðum er hann kom- inn um klukkan sjö á líkamsræktarstöðina GYM 80 til einkaþjálfarans Jóns bónda, sem um fimmtán ára skeið var starfsmaður Gunn- ars hjá verktakafyrirtækinu Klæðningu hf. „Ég er á brettinu og í lyftingum, hálftíma í hvoru, og þá gefst oft góður tími til að velta fyrir sér þeim verkefnum sem bíða. Gjarnan er ég svo kominn á skrifstofuna um klukkan átta,“ segir Gunnar sem fundar á degi hverjum með helstu embættismönnum sínum þar sem lín- urnar eru lagðar. Á mánudags- og þriðjudagsmorgnum er hann með viðtalstíma fyrir bæjarbúa og aðra sem þess óska. Málin, sem fólk reifar við bæjarstjórann í þessum viðtalstímum, er af ýmsum toga. „Margir koma vegna mjög persónulegra málefna og leita ásjár. Oft dugar fólki hvatn- ing og huggun í slíkum tilvikum, í öðrum tilvikum þarf viðkomandi aðstoð, svo sem af hálfu bæjarins. Oft á fólk virkilega um sárt að binda og í slíkum tilvikum þarf maður að bregða sér í hlutverk sálfræðings,“ segir Gunnar. Hann segir sitthvað áþekkt í starfi verktaka og bæjarstjóra, í báðum tilvikum sé vinnudagurinn langur og strangur, en árangurs starfsins sjáist fljótt stað. Á Alþingi sé gangurinn allt annar. Þar séu meiri mála- lengingar og oft líði langur tími frá því ákvörðun er tekin uns henni er hrint í framkvæmd. Ég hef góða lyst „Hér á skrifstofunni er maður gjarnan fram að kvöldmat, fer þá heim og oft eru kvöldin notuð í að lesa ýmis gögn eða vinna í tölvunni. Oft eru svo fundir eða ráðstefnur úti í bæ á kvöldin eða um helgar þar sem maður þarf að leggja orð í belg um hin ýmsu málefni Ég reyni að sinna þeim erindum svo sem hægt er, en annars er vil ég sem mest sitja hér á skrifstofunni. Ég er ráðinn af bæjarstjórn til að stjórna því fyrirtæki sem Kópa- vogsbær er og þeirri skyldu finnst mér ég sinna best með því að vera á minni skrifstofu, þangað sem þræðirnir liggja.“ Hádegishléið hjá Gunnari er um hálftími, ef ekki koma til fundir sem gjarnan eru einmitt milli klukkan tólf og eitt. „Ef ég er hér á skrifstofunni í hádeginu skýst ég gjarnan fram í mötuneyti og eins og þú sérð á holdafari mínu þá hef ég góða lyst. Síðan bætist við að í starfi mínu tilheyrir að vera á samkomum þar sem boðið er upp á fínirí í veit- ingum; alls konar jólakökur og tertur. Ég reyni að halda í við mig og verð að gæta þess enn meira nú í seinni tíð þegar maður er kominn í kyrrsetustarf. Stundum fer ég í megrun og næ af mér 20 til 30 kílóum. þegar ég tek mér virkilega tak. Þau vilja hins vegar koma fljótt aftur, stundum segi ég að holdafar mitt sé líkast flóði og fjöru og nú þegar kílóunum fækkar er útfiri.“ Á skrifstofuna liggja þræðirnir „Vera á samkom- um þar sem boð- ið er upp á fínirí í veitingum; alls- konar jólatertur og kökur. Ég reyni að halda í við mig ...“ GUNNAR INGI BIRGISSON Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi. 26 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.