Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Qupperneq 32

Frjáls verslun - 01.03.2006, Qupperneq 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 DAGBÆKUR FORSTJÓRA „Ég legg mikið upp úr persónulegum og óformlegum samskiptum við samstarfsfólk mitt og að geta leyst úr viðfangsefnum án málalenginga. Einfaldleiki og stuttar boð- leiðir eru einkennandi í fyrirtækinu og skýra kannski að einhverju leyti þá velgengni og góða árangur sem við höfum náð. Fundir eru oft fjörlegir þar sem ólíkar hugmyndir og skoðanir koma fram og það er mikilvægt að svo sé. Öll sjónarmið eiga rétt á sér. Ég vinn með skemmtilegu fólki sem kann að gera grín að sjálfu sér. Það gerir starfið auðveldara. En þá skiptir líka miklu að hafa innsæi til að velja rétt fólk í liðið. Við höfum verið lánsöm hvað það varðar,“ segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Á hlaupabretti í hádeginu Finnur er kominn á fætur um klukkan sjö á morgnana og byrjar daginn á því að fletta dagblöðunum um leið og hann fær sér disk af Cheerios. „Margir byrja daginn á því að fara í ræktina, en við hjónin eigum fjögur börn og ég segi að morgunleikfimin okkar sé að koma börnunum í skólann,“ segir Finnur kíminn, en hann er kominn til vinnu á níunda tímanum. „Mitt fyrsta verk hér á skrifstofunni er að fara yfir sölu- og framlegðartölur frá deg- inum áður og kanna í stórum dráttum hver staðan er hjá þeim fimmtán fyrirtækjum sem heyra undir Haga. Skiljanlega legg ég mest upp úr því að vita hvernig landið liggur hjá þeim fyrirtækjum sem eru með mest umsvif og stundum þarf strax í býtið að grípa til ráðstafana vegna aðkallandi mála. Eftir þessi morgunverk fer ég yfir tölvupóst- inn, en um tíuleytið byrjar gjarnan fundatörn fram til hádegis. Ég reyni þá að komast í Laugar minnst þrisvar í viku, því að líkams- ræktin gerir mér ákaflega gott. Í annasömu starfi verður maður stundum orkulaus þegar líða tekur á daginn. Fari ég hins vegar á hlaupabrettið í hádeginu kem ég þaðan sem nýr maður. Ég er í raun að búa mér til viðbót- arorku með því að hreyfa mig.“ Fundatörn í fyrirtækjum Finnur kveðst leggja mikið upp úr því að stjórna sjálfur tíma sínum, í stað þess að starfið og annir þess vaxi sér svo rækilega yfir höfuð að hann komist hvorki lönd né strönd. „Mér finnst miklu skipta að vita hvað er að gerast í verslunum okkar og reyni í hverri viku að heimsækja nokkrar. Ég fer oftast í stærstu verslanir okkar, m.a. í Kringlunni og Smáralind, tala þar við starfs- fólkið. Að hafa svigrúm til þessa finnst mér mjög mikilvægt. Annars er meginstefnan sú að gefa stjórnendum hvers fyrirtækis sjálf- stæði og svigrúm, innan þess ramma sem stjórnin markar. Hver framkvæmdastjóri ber ábyrgð á sínu fyrirtæki. Fyrirtækin eru ólík og hafa mismunandi menningu. Við höldum stjórnarfundi í fyrirtækjunum á fjögurra til sex vikna fresti. Höfum svona fundatörn. Þar fáum við stjórnendur Haga framkvæmda- stjórn viðkomandi fyrirtækis til okkar og förum yfir markmið og áætlanir og könnum hver staðan er, en þetta tel ég bæði tryggja reglu og aga í starfseminni, auk þess sem við reynum að vera hvetjandi.“ Formlegum vinnudegi hjá forstjóra Haga lýkur yfirleitt ekki fyrr en á áttunda tímanum á kvöldin. Hann segir þó algengt að hann setjist við tölvuna aftur þegar líða tekur á kvöld, eftir að þeim skyldum, sem heyra til friðar fjölskylduföðurins, ljúki. Fari síðkvöldin gjarnan í að svara tölvubréfum eða leggja drög að næsta vinnudegi og þeim fjölbreyttu viðfangsefnum sem bíða. „Þessu starfi fylgir einnig vinna um helgar. Símhringingar á laug- ardagsmorgnunum eru ekki óalgengar, því oft koma í helgarblöðunum auglýsingar frá keppinautunum sem kalla á viðbrögð okkar. Auk þess sem verslun fer í auknum mæli fram um helgar. Í rauninni má segja að í þessu starfi sé ekki tími fyrir nein tímafrek áhugamál. Maður sinnir vinnunni og fjölskyld- unni - og hefur ekki svigrúm til annars.“ Fjörlegir fundir FINNUR ÁRNASON Finnur Árnason, forstjóri Haga. „Segi að morgun- leikfimin okkar sé að koma börn- unum í skólann.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.