Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Síða 33

Frjáls verslun - 01.03.2006, Síða 33
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 33 DAGBÆKUR FORSTJÓRA Gæðastund! GUNNAR KARL GUÐMUNDSSON „Ég er yfirleitt um hálftíma á leiðinni til vinnu, stundum lengur, þar sem ég bý í Hafnarfirði og vinn á Hólmaslóð vestur í Örfirisey. Mér fannst þetta nánast óbærilegt og oft gætti óþolinmæði þegar umferðin var hvað þyngst. Þá átti ég til að ná svigi í gegnum kösina með hæpnum tímasparnaði en miklum óþæg- indum. Í dag lít ég á þetta sem helstu gæða- stund dagsins og á erfitt með að hugsa mér betri leið til að setja niður fyrir mér helstu verkefni og skipuleggja daginn, auk þess sem akstursmátinn hefur skánað,“ segir Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skelj- ungs. Daginn byrjar Gunnar Karl yfirleitt á að fletta upp í lófasímanum og kanna hvort einhver póstur hafi borist sem bregðast þarf við, án tafar. Hann gefur sér góðan tíma til að fara yfir þau dagblöð sem borist hafa og hlustar á morgunfréttir á meðan hann fær sér fábrotinn morgunverð, til að mynda jógúrt og appelsínusafa. „Þegar ég mæti í vinnuna læt ég það yfirleitt verða mitt fyrsta verk að fara yfir helstu breytingar á mörkuðum. Ég fylgist núna með þróuninni þar, en hækkandi olíuverð hefur slæm áhrif á rekstur þeirra olíu- félaga sem ekki stunda olíuvinnslu sjálf.“ Unnið til sjö á kvöldin Best er að halda vinnufundi milli klukkan tíu og tólf á morgnana, segir Gunnar Karl, en tekur þó fram að hann sé ekki fundaglaður maður. „Morguninn er sá tími sem fólk er opið og hugmyndaríkt. Þá er einnig gott að vinna úr niðurstöðum funda seinni hluta dags á meðan niðurstöður og hugmyndir eru enn ferskar í minni. Síðdegis er fólk farið að lýjast. Því skilja fundir á þeim tíma dags stundum óljósri niðurstöðu og úrvinnsla dag- inn eftir verður erfið. Hádegishléið hjá mér er sjaldan langt. Ég borða oftast í mötuneytinu en er alla jafna kominn fljótt aftur að skrif- borðinu. Eftirmiðdagurinn og síðdegið eru fjöl- breytilegur annatími þar sem sinna þarf ýmsu er lítur að rekstrinum, auk þess að hafa sam- skipti við lykilfólk utan fyrirtækisins, svo sem viðskiptamenn, birgja, lánar- drottna, eigendur, opinbera aðila og starfsmenn Skelj- ungs, svo eitthvað sé nefnt. Mörg mál kalla á fundi eða símtöl en önnur má afgreiða með tölvupósti,“ segir Gunnar sem kveðst yfirleitt vera í vinnunni fram til sjö á kvöldin. „Í seinni tíð hef ég dregið mjög úr helg- arvinnu enda nauðsynlegt að gefa sér tíma til að hvílast þótt vinnan sé ávallt ofarlega í huga. Oft fæðast bestu hugmyndirnar reyndar í frítímanum. Því miður verð ég að játa að ég er afar slakur í líkamsræktinni. Ég er með kort í Laugum, en fer ekki jafn oft og ég ætti og klárlega þyrfti,“ segir Gunnar Karl. Hann er mikill jeppaáhugamaður og því kemur ekki á óvart að bestu hugmyndirnar viðvíkjandi starfinu fái hann í bílnum. Aðgengilegur stjórnandi „Ég legg áherslu á að vera aðgengilegur stjórnandi. Hef frekar dregið úr þátttöku í ýmsum félagsstörfum svo sem stjórnarsetu og tel tím- anum betur varið á vinnustað. Vil að starfs- menn geti náð til mín utan hefðbundins vinnu- tíma ef eitthvað kemur upp á, enda geri ég sömu kröfur til minna stjórnenda. Vissulega getur fylgt því ónæði en yfirleitt er best að taka strax á málum sem upp koma því oftast reynast erfið mál enn illskeyttari viðfangs ef þau dragast á langinn. GSM númerið mitt er því ekkert leyndarmál og mig minnir reyndar að það sé í símaskránni.“ „Fyrsta verk að fara yfir helstu breytingar á mörkuðum. Ég fylgist núna grannt með þró- uninni þar.“ Gunnar Karl Guðmunds- son, forstjóri Skeljungs.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.