Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.03.2006, Blaðsíða 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 Með skemmtilegu og dugandi fólki ERLENDUR HJALTASON „Morgunfréttir Ríkisútvarpsins er fyrsta teng- ingin mín við umheiminn, en fjölskyldan fer yfirleitt á fætur um klukkan sjö. Ef erilsamur dagur er framundan, fer ég gjarnan í ræktina fyrir vinnu og er þá kominn á fætur klukku- stund fyrr. Á morgnana fæ ég mér yfirleitt skyr.is og les þau dagblaðanna sem eru komin í hús. Raunar ver maður sífellt lengri tíma við blaða- lestur í morgunsárið. Það er mikilvægt að fylgjast með því helsta,“ segir Erlendur Hjalta- son, forstjóri Exista. Þegar Erlendur kemur á skrifstofu sína er hans fyrsta verk að fá sér kaffibolla, kveikja á tölvunni og athuga stöðu á helstu mörkuðum. „Ég reyni að svara tölvupósti og öðrum skilaboðum eins fljótt og kostur er; það er kurteisi gagnvart þeim sem maður er í samskiptum við. Hjá Exista eru vinnubrögð þannig að nokkrir starfs- menn sinna hverju verkefni - og þá heldur hópurinn ýmiss konar fundi til að upplýsa um stöðu mála og framgang þeirra. Yfirleitt eru þetta góðar samkomur, enda finnst mér grund- vallaratriði að vinna með skemmtilegu og dugandi fólki.“ Í ræktina þrisvar í viku Skipulag hvers vinnudags tekur alltaf mið af þeim verkefnum sem eru til úrlausnar hverju sinni. Ákveðnir fundir stýra dagskránni sem og ferðalög. „Lausar stundir nota ég til að lesa það sem þarf, ræða við samstarfsfólk og meta stór og smá mál. Ég reyni að kom- ast í ræktina tvisvar til þrisvar í viku, það er á þeim tíma sem hentar hverju sinni. Best finnst mér að fara á morgnana, en maður er jafnánægður með sig á hvaða tíma sem er. Aðalatriðið er að drífa sig. Ég reyni líka að hitta gömlu félag- ana öðru hverju í hádeginu og fara á Rótarýfundi. Hvort tveggja er afslappandi, það er að tala um annað en verið er að vinna með og rækta vin- skapinn,“ segir Erlendur. Hann þarf að ferðast talsvert starfs síns vegna. Þau ferðalög eru mjög óregluleg og oft ákveðin með skömmum fyrirvara. „Við slíkar aðstæður hittir maður alltaf nýtt fólk og fær þá oft góðar hugmyndir. Einnig er flugtúr oft góður fyrir hugmyndir og eins að lesa blöð og bækur sem læra má af. Stundum kemur fyrir að maður setur eitthvað spennandi niður á blað á ferðalögum sem síðar verður að veruleika. Hins vegar er það svo með nútímatækni eins og tölvupóst í Blackberry og Netinu, að maður er í raun alltaf í vinnunni sem leiðir líka til þess að maður er alltaf að hugsa og fá nýjar hugmyndir. Þá skiptir ekki máli hvenær sólarhringsins eða vikunnar þetta er, kannski til mismikillar ánægju fyrir fjölskylduna.“ Stundum er ég sveitamaður En stundum koma þær stundir hjá Erlendi að vinna er fjarri, enda ekki með tölvuna og sím- ann við höndina. „Mér finnst afslöppun í því að fara í hesthúsið og umgangast hrossin,“ segir Erlendur og brosir. „Því miður gefst ekki mikill tími til þess en við erum svo lánsöm í fjölskyldunni að góður maður sér um daglega hirðu hrossanna. Því getur maður leyft sér að koma og skella sér á bak með engum fyrir- vara. Þannig nær maður að viðhalda þessu skemmtilega áhugamáli og þar með undirbúa þær ferðir sem fara á um sumarið. Það er mikilvægt, því að ég er stundum sveita- maður og finnst mikilvægt að halda í þá taug.“ „Afslöppun í því að fara í hesthúsið og umgangast hrossin.“ Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista. Hvað kemst fraktin þín hratt? Tíminn flýgur hratt og með Flugfrakt Flugfélags Íslands gefst þér kostur á að taka þér far með honum. Það er örugglega besta leiðin til að tryggja það að fraktin þín komist sem hraðast á áfangastað. Sækjum, fljúgum og afhendum Einn þáttur í starfsemi Flugfraktar Flugfélags Íslands er að bjóða upp á þá þjónustu að sækja fraktina til viðskiptavina, koma henni í flug og afhenda á áfangastað. Það gildir einu hvort um flutning á matvörum og öðrum viðkvæmum vörum er að ræða. Við leysum það með fullkomnum frysti- og kæligeymslum og höldum utan um allt ferlið með tölvuvæddu farmbréfakerfi. Kynntu þér flutningaþjónustu okkar á www.flugfelag.is eða hafðu samband í síma 570 3400 og fáðu upplýsingar um hvernig við getum aukið forskot fyrirtækisins, með flutningum sem ganga hratt fyrir sig. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S FL U 3 22 25 04 /2 00 6 www.flugfelag.is | 570 3400 DAGBÆKUR FORSTJÓRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.