Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Síða 37

Frjáls verslun - 01.03.2006, Síða 37
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 37 D A G B Ó K I N 28. mars Actavis kaupir rúm- enskt lyfjafyrirtæki Enn fjár- festir Acta- vis Group. Þennan dag var sagt frá því að fyrirtækið hefði keypt rúmenska lyfjafyrirtækið Sindan, sem er leiðandi samheitalyfjafyrirtæki í Evrópu í sölu krabbameinslyfja. Kaupverðið var 147,5 milljónir evra, eða um 12,8 milljarðar króna. Þetta er því með stærri fjárfestingum Actavis Group. Með kaupunum opnast leið fyrir Actavis inn á ört vaxandi markað fyrir samheitakrabbameinslyf - markað sem Actavis hefur ekki starfað á til þessa. 29. mars Tryggvi selur í Heklu Tryggvi Jónsson hefur selt hlut sinn í Heklu og er hættur þar sem stjórnarformaður. Hjörleifur Jakobsson er nýr stjórnarfor- maður Heklu. Á aðalfundinum var einnig fækkað í stjórn félagsins. Með Hjörleifi sitja í stjórn Heklu þeir Egill Ágústsson og Frosti Bergsson. Tryggvi Jónsson. Eigendur Heklu eru Knútur Hauks- son, forstjóri félagsins, Hjörleifur, Frosti og Íslensk-ameríska og er eignarhlutur þeirra nokkuð jafn. 29. mars Ekkert nýtt vegna sölu Búnaðarbankans Barátta Vilhjálms Bjarnasonar, aðjúnkts við Háskóla Íslands, fyrir því að sýna fram á að þýski bankinn Hauck & Aufhauser hafi ekki verið eigandi að helmingshlut í Eglu, þegar félagið keypti ásamt fleirum hlut ríkisins á Búnaðar- bankanum, hefur vakið mikla athygli. Þessi hópur gekk undir heitinu S-hópurinn. Mörgum hefur fundist þessi barátta Vilhjálms skemmtileg þótt ýmsum hafi fundist hún jaðra við þráhyggju þar sem ekk- ert skilyrði var á sínum tíma sett fram í auglýsingu Einkavæðingar- nefndar við sölu hlutarins um að forsenda til að kaupa hann væri að hafa erlendan banka í kaup- endahópnum. Hvað um það, ríkisendurskoð- andi fór ofan í málið eftir yfirlýs- ingar Vilhjálms í byrjun mars og gaf síðan frá sér yfirlýsingu í bréfi til formanns fjárlaganefndar Alþingis um að ekkert nýtt hefði komið fram í þeim gögnum sem stofnunin hefði undir höndum og hefði aflað sér - sem stutt gætu þær víðtæku ályktanir sem Vil- hjálmur drægi í þessu máli. Þvert á móti væri ástæða til að nefna að ekkert nýtt hefði komið fram í málinu. 31. mars Erlend verðbréf fella krónuna Nettókaup Íslendinga á erlendum verðbréfum í janúar og febrúar námu 63 milljörðum króna. Þessi mikla sókn í erlend verð- bréf stafar m.a. af væntingum kaupenda um gengislækkun krónunnar. Nettóinnkaupin námu um 29 milljörðum í febrúar og um 34 miljörðum í janúar. Þessa tvo mánuði í fyrra námu nettó- kaup Íslendinga á erlendum verð- bréfum aðeins um 7 milljörðum. Eftirspurnin hefur því 9-faldast. 31. mars Hagnaður Milestone 14 milljarðar Hagnaður Milestone ehf. nam tæpum 14 milljörðum króna eftir skatta á síðasta ári. Stærstu eignir félags- ins eru hlutabréf í Glitni hf. og Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Eigið fé móðurfélagsins var í upp- hafi árs rúmlega 2,9 milljarðar en eigið fé samstæðunnar í lok árs nam ríflega 23,6 milljörðum. Róbert Wessman. 28. mars STANDARD & POOR’S VEIFAÐI GÓÐRI EINKUNN Ef eitthvað hefur verið mál mál- anna frá áramótum í íslensku viðskiptalífi þá eru það allar þær mörgu skýrslur sem erlend greiningarfyrirtæki og bankar hafa sent frá sér um stöðu íslensku bankanna og stöðuna almennt í íslensku efnahagslífi þar sem kjarninn í umsögn- unum hefur verið sá að íslenskt bankakerfi sé í hættu. Þess vegna var eftir því tekið þegar eitt allra virtasta matsfyrirtækið, Standard & Poor´s, gaf út nýtt mat um lánshæfi Glitnis þar sem lang- tímaskuldbindingar bankans voru metnar A- og skamm- tímaskuldbindingar A-2. Sömu- leiðis að horfur bankans væru stöðugar. Vegna þessarar einkunnar sagði í Vegvísi Landsbankans að þetta væru ekki aðeins góðar fréttir fyrir Glitni heldur alla íslensku bankana eftir þá miklu umræðu sem hefði átt sér stað að undanförnu um stöðu þeirra. Orðrétt sagði í Vegvísi Landsbankans: „Í að minnsta kosti einni af hinum fjölmörgu skýrslum sem gefnar hafa verið út um íslensku bankana og efnahagslífið á Íslandi er því haldið fram að lánshæfismat íslensku bankanna ætti að vera BBB ef Standard & Poor´s myndi framkvæma lánshæf- ismat á þeim. Þessi skoðun kemur m.a. fram í skýrslu Merril Lynch frá 7. mars síð- astliðnum. Hefur því Glitnir fengið uppreisn æru og mun þetta nýja lánshæfi að öllum líkindum hjálpa bankanum við fjármögnun sína og frekari vöxt í framtíðinni.“ Vilhjálmur Bjarnason. Karl Werners- son, stjórn- arformaður Milestone.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.