Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 39

Frjáls verslun - 01.03.2006, Page 39
F R J Á L S V E R S L U N • 3 . T B L . 2 0 0 6 39 D A G B Ó K I N 4. apríl Ríkissjóður fær hæstu einkunn Sagt var frá því þennan dag að alþjóðlega matsfyrirtækið Moody´s hefði gefið ríkissjóði Íslands lánshæfiseinkunnina Aaa í nýjasta mati sínu. Segir í skýrslu Moody´s að ekki steðji hætta að greiðsluhæfi og lausa- fjárstöðu Íslands. Ennfremur segir í skýrslunni, að þótt fyr- irtækið hafi varað við hættum sem fylgi aukinni skuldsetningu íslenska hagkerfisins, þá hafi Ísland hæstu lánshæfiseinkunn og horfurnar séu stöðugar - og að Ísland standi ekki frammi fyrir óhóflegum greiðsluhæfis- eða lausafjárvandræðum vegna óstöð- ugleika sem nýlega hafi gætt í viðskipta- og fjármálaumhverfi landsins. 5. apríl Hannes Smárason með meistaratakta Hannes Smárason, forstjóri FL Group, sýndi meistaratakta í viðskiptum félagsins með bréf í EasyJet. Hann var maðurinn á bak við það að FL Group hóf að kaupa í EasyJet og eignaðist þar 16,9% hlut. Verð bréfanna hækkaði jafnt og þétt við kaup FL Group í félaginu og töldu flestir að það ætlaði að yfirtaka Easy Jet. En síðan kom hinn óvænti leikur Hannesar og það á hár- réttum tíma; FL Group seldi bréfin fyrir 30 milljarða króna og hagnast um 13 milljarða á sölunni. Söluhagnaður FL Group vegna þessara viðskipta er met. Baugur átti fyrra metið en það var vegna sölu á bréfum í Arcadia. Að vísu hefur Baugur haldið því fram að þrátt fyrir þann methagnað hafi það farið á mis við miklu meiri hagnað af þeim viðskiptum. Fram kom í tilkynningu frá FL Group að alþjóðlegi fjárfest- ingarbankinn JP Morgan og JP Morgan Cazenove hefðu haft umsjón með sölunni til margra fagfjárfesta. Þess má geta að verð bréfa í Easy Jet lækkuðu verulega við sölu FL Group. 6. apríl Ritstjóri fríblaðs Dagsbrúnar í Danmörku Blaðamað- urinn David Trads mun rit- stýra fríblaði sem Dags- brún ætlar að gefa út í Danmörku, samkvæmt dönsku Ritzau fréttastofunni. Trads er lektor í fjölmiðlafræði við Syd-dansk háskólann, en hann hefur meðal annars starfað við dagblaðið Information þar sem hann kom m.a. að undirbún- ingi að útgáfu fríblaðsins metroX- press. Eins hefur Trads starfað hjá Jótlandspóstinum. Áður hafði Dagsbrún ráðið Svenn Dam í starf forstjóra og varastjórnarfor- manns 365 Media Scandinavia A/S. 7. apríl Baugur kaupir í House of Fraser Baugur Group hefur keypt tæp 10% í bresku verslunarkeðjunni House of Fraser. Um leið hækk- uðu bréfin í House of Fraser. Baugur greiddi 3,5 milljarða fyrir bréfin. Baugur átti árið 2002 um 10% eignarhlut í House of Fraser eftir að hafa keypt þar bréf jafnt og þétt. Þennan hlut sinn seldi 6. apríl ÞRÖNGT MEGA SÁTTIR SITJA Það var kátt á hjalla við Háskóla Íslands þegar þau Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra og Björgólfur Guðmundsson, stjórnar- formaður Háskólasjóðs Eimskipafélagsins, tóku fyrstu skóflustunguna að nýju Háskólatorgi. Þau klifruðu upp í 35 tonna skurðgröfu og voru bæði við stjórnvöl gröfunnar í þröngu stýrishúsinu. Í ræðu eftir moksturinn sagði Þorgerður að gott hafi verið að hafa Björgólf sér til halds og trausts á vinstra lærinu en betra hefði verið að hafa hann á því hægra. Háskólatorgið mun kosta 1600 milljónir en Háskólasjóður Eimskipafélagsins leggur 500 milljónir til fram- kvæmdanna og Félagsstofnun Stúdenta 320 milljónir. Háskólinn sjálfur mun selja nokkrar húseignir til að fjármagna torgið og Happdrætti Háskólans leggja fram fé og taka lán vegna byggingarinnar. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Björgólfur Guðmundsson taka fyrstu skóflustunguna að Háskólatorgi. David Trads.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.